„Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2025 22:01 Arnar Pétursson fær að líta gula spjaldið. getty/Marijan Murat Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, var bæði svekktur og stoltur eftir eins marks tapið fyrir Serbíu, 27-26, í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Ísland fékk tækifæri til að jafna metin í lokasókn leiksins. „Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Sjá meira
„Þetta er svekkjandi og grátlegt eftir hetjulega baráttu, sérstaklega hérna í seinni hálfleik, að fá ekki meira út úr þessu. Mér fannst við eiga það skilið. Mér fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik og svara vel fyrir fyrri hálfleikinn,“ sagði Arnar við Ágúst Orra Arnarson eftir leikinn í kvöld. Klippa: Arnar gerir upp tapið gegn Serbíu Þegar tólf mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Ísland sjö mörkum undir, 24-17, en þá hrukku íslensku stelpurnar í gang, minnkuðu muninn og fengu tækifæri til að jafna. „Mér fannst útgeislunin og hvernig þær báru sig. Við vorum undir en við vissum að Serbarnir eru með þungt lið, ofboðslega kröftugt og það dregur aðeins af þeim. Við vorum alveg meðvituð um að ef við næðum að halda okkur í hæfilegri fjarlægð gætum við gert áhlaup. Það stóðst og við fengum klárlega færin til að gera meira úr þessu,“ sagði Arnar. „Ég er stoltur af þeim. Við fengum alveg ofboðslega mikið út úr þessu. Við erum að kljást við einn besta línumann seinustu ára [Dragönu Cvijic] og fórum fyrir vikið kannski aðeins of aftarlega á allt liðið en breyttum því í seinni hálfleik. Stelpurnar gerðu virkilega vel.“ Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en í stöðunni 9-9 skildu leiðir. „Við fengum á okkur átján mörk í seinni hálfleik sem er dálítið mikið en þetta serbneska lið er feikilega sterkt. Ég þarf að skoða uppleggið,“ sagði Arnar. „Auðvitað töluðum við mikið um hana á línunni og fyrir vikið urðu þessar ungu stelpur sem við erum með kannski passívar og breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera mjög vel í síðustu leikjum, að taka þetta skref í snertinguna við andstæðinginn. Svo fóru þær að taka skrefið og þá breyttist leikurinn,“ bætti Arnar við. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Tengdar fréttir „Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að gráta“ Þórey Anna Ásgeirsdóttir var sár og svekkt eftir eins marks tap Íslands fyrir Serbíu, 27-26, á HM í handbolta í kvöld. Hún fékk tækifæri til að jafna í lokasókn Íslands en markvörður Serbíu varði skot hennar úr hægra horninu. 28. nóvember 2025 21:44