Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2025 09:00 Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Af þeim sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra voru 30 konur sem komu gagngert vegna stafræns kynferðisofbeldis. Að auki getur slíkt ofbeldi verið hluti af annars konar ofbeldi. Okkar stafræni heimur getur veitt okkur gleði, hamingju og ást en kynbundið og kynferðislegt ofbeldið þrífst þar líka eins og í raunheimum. Og það hefur jafn alvarlegar afleiðingar og annað ofbeldi en stafrænt ofbeldi hefur þann eiginleika að geta máð út stað og stund og haldið áfram óendanlega þar sem myndir, hljóð og myndskeið geta lifað áfram í stafrænum heimi án þess að brotaþoli hafi nokkra stjórn á því. Í fyrra vöknuðum við upp við vondan draum þar sem maður á sextugsaldri nauðgaði stúlkum án þess að snerta þær. Hann vélaði þær inn í aðstæður sem þær áttu erfitt með að komast útúr og neyddi þær til að skaða sjálfar sig, taka myndir af því og senda. Hæstiréttur snupraði löggjafann í dómi sínum þar sem lögin okkar ná ekki yfir nauðganir sem framkvæmdar eru stafrænt. Hæstiréttur taldi löggjafann ekki hafa rækt „ótvíræðar skyldur að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“. Lögunum hefur enn ekki verið breytt og því fanga þau ekki þann raunveruleika sem brotaþolar stafræns ofbeldis geta orðið fyrir. Tæling Oftast er orðið tæling notað þegar fullorðið fólk tælir börn og beitir það kynferðisofbeldi, en svipaðar aðferðir eru notaðar þegar ofbeldismenn tæla þolendur í kynferðislegar athafnir á netinu eða í klám, vændi og mansal. Þótt það sé ekki algilt að einstaklingar feli hverjir þeir eru í raun og veru þá er internetið vettvangur sem gefur færi á því. Þeir geta verið að beita marga brotaþola í einu ofbeldi, fundið samfélag annarra níðinga og það eru minni líkur en ella að aðrir geti gripið inní og stöðvað ofbeldið. Tælingin hefst oft á því að brotaþoli er ausinn lofi fyrir útlit og persónueinkenni, talað um „sameiginleg“ áhugamál, jafnvel verið að bjóða peninga og gjafir, sem sagt byggt upp traust og trúnaður. Brotaþoli finnur til væntumþykju og ábyrgðar og þannig er hægt að byrja að brjóta á viðkomandi sem festist svo meira í netinu eftir því sem á líður og finnur ekki útleið. Gerendur tælinga, eins og aðrir kynferðisbrotamenn, eiga það til að einangra brotaþola sína, láta þá draga upplifanir sínar í efa og sannfæra þá um að algjört traust og trúnaður ríki. Þegar annað fólk bendir á ósamræmi innan sambandsins, valdaójafnvægi eða lýsir áhyggjum er ekki óalgengt að brotaþoli grípi til réttlætinga gerandans eða jafnvel sinna eigin réttlætinga. Þetta er stefið í nær öllum ofbeldissamböndum. Birtingamyndir Birtingamyndir stafræns kynferðisofbeldi geta verið mjög margar og geta falið í sér óumbeðnar myndsendingar til brotaþola af til dæmis kynfærum, dreifingu kynferðislegra mynda í óþökk þeirra sem myndin er af eða að nota einhverskonar suð, þvingun, hótun, þrýsting eða annað ofbeldi til að fá kynferðislegar myndir. Það getur líka verið um að ræða myndatökur án samþykkis, þvingun til að horfa á klám eða greiðslur fyrir kynferðislegar myndir. Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Á Íslandi ríkja svokölluð samþykkislög sem eru þannig að kynferðisbrot er staðreynd ef samþykki liggur ekki fyrir. Hvenær sem er er hægt að afturkalla samþykki og setja mörk, ef það er ekki virt er um kynferðisbrot að ræða. Sömu reglur um mörk og samþykki eiga að gilda í hinum stafræna heimi en það hefur reynst erfitt að heimfæra raunheima uppá þá stafrænu í lagasetningu og viðbrögðum. Afleiðingar Afleiðingar kynferðisbrota eru alvarlegar. Þær algengustu eru kvíði, skömm, svipmyndir (backlash), depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti o.s.frv.. Sjálfskaðandi hegðun er líka algeng meðal þeirra þolenda sem koma til Stígamóta. Það er fátt í lífinu sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar og að verða fyrir kynferðisbroti og hafa rannsakendur líkt því við afleiðingar af náttúruhamförum eða styrjöldum. Brotið er á rétti þínum til friðar, friðhelgist og yfirráða yfir eigin líkama. Sumir brotaþolar lifa ekki af afleiðingarnar þó þeir lifi af brotið sjálft. Afleiðingar þeirra brotaþola sem koma til Stígamóta og hafa verið í vændi eru jafnvel alvarlegri en annarra brotaþola, sjálfsvígshætta meiri, frekari sjálfsásakanir, aukinn sjálfsskaði o.s.frv.. Þetta getur líka átt við um stafrænt vændi, þar sem greitt er fyrir ákveðnar athafnir og sífellt þrýst á um að færa mörkin til. Hvað er til ráða Það þarf að efla forvarnarstarf gagnvart ungu fólki í gegnum kynjafræði og upplýsingar á samfélagmiðlum um mörk og samþykki og viðbrögð við óheilbrigðum samskiptum á netinu. Það þarf að koma í veg fyrir að börn hafi óheft aðgengi að klámi en þar er að finna mjög skakka mynd af raunveruleikanum, rasisma, kvenfyrirlitningu og ofbeldi í kynferðislegum samskiptum sem má ekki vera fræðslan sem ungt fólk fær um náin samskipti. Það þarf að uppfæra löggjöfina til að hún fangi kynferðisbrot í hinum stafræna heimi og taka því alvarlega þegar fólk fremur brot utan raunheima. Foreldrar þurfa að fylgjast með samskiptum og fræða börn sín um að allt sé ekki sem sýnist en fræðsla til foreldra um þann veruleika sem börn þeirra lifa í hefur kannski aldrei verið jafn mikilvæg. Síðast en ekki síst þurfum við öll að átta okkur á því að stafrænt ofbeldi í öllum myndum er alveg jafn alvarlegt og hættulegt og ofbeldi í raunheimum. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Af þeim sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra voru 30 konur sem komu gagngert vegna stafræns kynferðisofbeldis. Að auki getur slíkt ofbeldi verið hluti af annars konar ofbeldi. Okkar stafræni heimur getur veitt okkur gleði, hamingju og ást en kynbundið og kynferðislegt ofbeldið þrífst þar líka eins og í raunheimum. Og það hefur jafn alvarlegar afleiðingar og annað ofbeldi en stafrænt ofbeldi hefur þann eiginleika að geta máð út stað og stund og haldið áfram óendanlega þar sem myndir, hljóð og myndskeið geta lifað áfram í stafrænum heimi án þess að brotaþoli hafi nokkra stjórn á því. Í fyrra vöknuðum við upp við vondan draum þar sem maður á sextugsaldri nauðgaði stúlkum án þess að snerta þær. Hann vélaði þær inn í aðstæður sem þær áttu erfitt með að komast útúr og neyddi þær til að skaða sjálfar sig, taka myndir af því og senda. Hæstiréttur snupraði löggjafann í dómi sínum þar sem lögin okkar ná ekki yfir nauðganir sem framkvæmdar eru stafrænt. Hæstiréttur taldi löggjafann ekki hafa rækt „ótvíræðar skyldur að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“. Lögunum hefur enn ekki verið breytt og því fanga þau ekki þann raunveruleika sem brotaþolar stafræns ofbeldis geta orðið fyrir. Tæling Oftast er orðið tæling notað þegar fullorðið fólk tælir börn og beitir það kynferðisofbeldi, en svipaðar aðferðir eru notaðar þegar ofbeldismenn tæla þolendur í kynferðislegar athafnir á netinu eða í klám, vændi og mansal. Þótt það sé ekki algilt að einstaklingar feli hverjir þeir eru í raun og veru þá er internetið vettvangur sem gefur færi á því. Þeir geta verið að beita marga brotaþola í einu ofbeldi, fundið samfélag annarra níðinga og það eru minni líkur en ella að aðrir geti gripið inní og stöðvað ofbeldið. Tælingin hefst oft á því að brotaþoli er ausinn lofi fyrir útlit og persónueinkenni, talað um „sameiginleg“ áhugamál, jafnvel verið að bjóða peninga og gjafir, sem sagt byggt upp traust og trúnaður. Brotaþoli finnur til væntumþykju og ábyrgðar og þannig er hægt að byrja að brjóta á viðkomandi sem festist svo meira í netinu eftir því sem á líður og finnur ekki útleið. Gerendur tælinga, eins og aðrir kynferðisbrotamenn, eiga það til að einangra brotaþola sína, láta þá draga upplifanir sínar í efa og sannfæra þá um að algjört traust og trúnaður ríki. Þegar annað fólk bendir á ósamræmi innan sambandsins, valdaójafnvægi eða lýsir áhyggjum er ekki óalgengt að brotaþoli grípi til réttlætinga gerandans eða jafnvel sinna eigin réttlætinga. Þetta er stefið í nær öllum ofbeldissamböndum. Birtingamyndir Birtingamyndir stafræns kynferðisofbeldi geta verið mjög margar og geta falið í sér óumbeðnar myndsendingar til brotaþola af til dæmis kynfærum, dreifingu kynferðislegra mynda í óþökk þeirra sem myndin er af eða að nota einhverskonar suð, þvingun, hótun, þrýsting eða annað ofbeldi til að fá kynferðislegar myndir. Það getur líka verið um að ræða myndatökur án samþykkis, þvingun til að horfa á klám eða greiðslur fyrir kynferðislegar myndir. Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Á Íslandi ríkja svokölluð samþykkislög sem eru þannig að kynferðisbrot er staðreynd ef samþykki liggur ekki fyrir. Hvenær sem er er hægt að afturkalla samþykki og setja mörk, ef það er ekki virt er um kynferðisbrot að ræða. Sömu reglur um mörk og samþykki eiga að gilda í hinum stafræna heimi en það hefur reynst erfitt að heimfæra raunheima uppá þá stafrænu í lagasetningu og viðbrögðum. Afleiðingar Afleiðingar kynferðisbrota eru alvarlegar. Þær algengustu eru kvíði, skömm, svipmyndir (backlash), depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti o.s.frv.. Sjálfskaðandi hegðun er líka algeng meðal þeirra þolenda sem koma til Stígamóta. Það er fátt í lífinu sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar og að verða fyrir kynferðisbroti og hafa rannsakendur líkt því við afleiðingar af náttúruhamförum eða styrjöldum. Brotið er á rétti þínum til friðar, friðhelgist og yfirráða yfir eigin líkama. Sumir brotaþolar lifa ekki af afleiðingarnar þó þeir lifi af brotið sjálft. Afleiðingar þeirra brotaþola sem koma til Stígamóta og hafa verið í vændi eru jafnvel alvarlegri en annarra brotaþola, sjálfsvígshætta meiri, frekari sjálfsásakanir, aukinn sjálfsskaði o.s.frv.. Þetta getur líka átt við um stafrænt vændi, þar sem greitt er fyrir ákveðnar athafnir og sífellt þrýst á um að færa mörkin til. Hvað er til ráða Það þarf að efla forvarnarstarf gagnvart ungu fólki í gegnum kynjafræði og upplýsingar á samfélagmiðlum um mörk og samþykki og viðbrögð við óheilbrigðum samskiptum á netinu. Það þarf að koma í veg fyrir að börn hafi óheft aðgengi að klámi en þar er að finna mjög skakka mynd af raunveruleikanum, rasisma, kvenfyrirlitningu og ofbeldi í kynferðislegum samskiptum sem má ekki vera fræðslan sem ungt fólk fær um náin samskipti. Það þarf að uppfæra löggjöfina til að hún fangi kynferðisbrot í hinum stafræna heimi og taka því alvarlega þegar fólk fremur brot utan raunheima. Foreldrar þurfa að fylgjast með samskiptum og fræða börn sín um að allt sé ekki sem sýnist en fræðsla til foreldra um þann veruleika sem börn þeirra lifa í hefur kannski aldrei verið jafn mikilvæg. Síðast en ekki síst þurfum við öll að átta okkur á því að stafrænt ofbeldi í öllum myndum er alveg jafn alvarlegt og hættulegt og ofbeldi í raunheimum. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun