Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2025 09:00 Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Af þeim sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra voru 30 konur sem komu gagngert vegna stafræns kynferðisofbeldis. Að auki getur slíkt ofbeldi verið hluti af annars konar ofbeldi. Okkar stafræni heimur getur veitt okkur gleði, hamingju og ást en kynbundið og kynferðislegt ofbeldið þrífst þar líka eins og í raunheimum. Og það hefur jafn alvarlegar afleiðingar og annað ofbeldi en stafrænt ofbeldi hefur þann eiginleika að geta máð út stað og stund og haldið áfram óendanlega þar sem myndir, hljóð og myndskeið geta lifað áfram í stafrænum heimi án þess að brotaþoli hafi nokkra stjórn á því. Í fyrra vöknuðum við upp við vondan draum þar sem maður á sextugsaldri nauðgaði stúlkum án þess að snerta þær. Hann vélaði þær inn í aðstæður sem þær áttu erfitt með að komast útúr og neyddi þær til að skaða sjálfar sig, taka myndir af því og senda. Hæstiréttur snupraði löggjafann í dómi sínum þar sem lögin okkar ná ekki yfir nauðganir sem framkvæmdar eru stafrænt. Hæstiréttur taldi löggjafann ekki hafa rækt „ótvíræðar skyldur að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“. Lögunum hefur enn ekki verið breytt og því fanga þau ekki þann raunveruleika sem brotaþolar stafræns ofbeldis geta orðið fyrir. Tæling Oftast er orðið tæling notað þegar fullorðið fólk tælir börn og beitir það kynferðisofbeldi, en svipaðar aðferðir eru notaðar þegar ofbeldismenn tæla þolendur í kynferðislegar athafnir á netinu eða í klám, vændi og mansal. Þótt það sé ekki algilt að einstaklingar feli hverjir þeir eru í raun og veru þá er internetið vettvangur sem gefur færi á því. Þeir geta verið að beita marga brotaþola í einu ofbeldi, fundið samfélag annarra níðinga og það eru minni líkur en ella að aðrir geti gripið inní og stöðvað ofbeldið. Tælingin hefst oft á því að brotaþoli er ausinn lofi fyrir útlit og persónueinkenni, talað um „sameiginleg“ áhugamál, jafnvel verið að bjóða peninga og gjafir, sem sagt byggt upp traust og trúnaður. Brotaþoli finnur til væntumþykju og ábyrgðar og þannig er hægt að byrja að brjóta á viðkomandi sem festist svo meira í netinu eftir því sem á líður og finnur ekki útleið. Gerendur tælinga, eins og aðrir kynferðisbrotamenn, eiga það til að einangra brotaþola sína, láta þá draga upplifanir sínar í efa og sannfæra þá um að algjört traust og trúnaður ríki. Þegar annað fólk bendir á ósamræmi innan sambandsins, valdaójafnvægi eða lýsir áhyggjum er ekki óalgengt að brotaþoli grípi til réttlætinga gerandans eða jafnvel sinna eigin réttlætinga. Þetta er stefið í nær öllum ofbeldissamböndum. Birtingamyndir Birtingamyndir stafræns kynferðisofbeldi geta verið mjög margar og geta falið í sér óumbeðnar myndsendingar til brotaþola af til dæmis kynfærum, dreifingu kynferðislegra mynda í óþökk þeirra sem myndin er af eða að nota einhverskonar suð, þvingun, hótun, þrýsting eða annað ofbeldi til að fá kynferðislegar myndir. Það getur líka verið um að ræða myndatökur án samþykkis, þvingun til að horfa á klám eða greiðslur fyrir kynferðislegar myndir. Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Á Íslandi ríkja svokölluð samþykkislög sem eru þannig að kynferðisbrot er staðreynd ef samþykki liggur ekki fyrir. Hvenær sem er er hægt að afturkalla samþykki og setja mörk, ef það er ekki virt er um kynferðisbrot að ræða. Sömu reglur um mörk og samþykki eiga að gilda í hinum stafræna heimi en það hefur reynst erfitt að heimfæra raunheima uppá þá stafrænu í lagasetningu og viðbrögðum. Afleiðingar Afleiðingar kynferðisbrota eru alvarlegar. Þær algengustu eru kvíði, skömm, svipmyndir (backlash), depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti o.s.frv.. Sjálfskaðandi hegðun er líka algeng meðal þeirra þolenda sem koma til Stígamóta. Það er fátt í lífinu sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar og að verða fyrir kynferðisbroti og hafa rannsakendur líkt því við afleiðingar af náttúruhamförum eða styrjöldum. Brotið er á rétti þínum til friðar, friðhelgist og yfirráða yfir eigin líkama. Sumir brotaþolar lifa ekki af afleiðingarnar þó þeir lifi af brotið sjálft. Afleiðingar þeirra brotaþola sem koma til Stígamóta og hafa verið í vændi eru jafnvel alvarlegri en annarra brotaþola, sjálfsvígshætta meiri, frekari sjálfsásakanir, aukinn sjálfsskaði o.s.frv.. Þetta getur líka átt við um stafrænt vændi, þar sem greitt er fyrir ákveðnar athafnir og sífellt þrýst á um að færa mörkin til. Hvað er til ráða Það þarf að efla forvarnarstarf gagnvart ungu fólki í gegnum kynjafræði og upplýsingar á samfélagmiðlum um mörk og samþykki og viðbrögð við óheilbrigðum samskiptum á netinu. Það þarf að koma í veg fyrir að börn hafi óheft aðgengi að klámi en þar er að finna mjög skakka mynd af raunveruleikanum, rasisma, kvenfyrirlitningu og ofbeldi í kynferðislegum samskiptum sem má ekki vera fræðslan sem ungt fólk fær um náin samskipti. Það þarf að uppfæra löggjöfina til að hún fangi kynferðisbrot í hinum stafræna heimi og taka því alvarlega þegar fólk fremur brot utan raunheima. Foreldrar þurfa að fylgjast með samskiptum og fræða börn sín um að allt sé ekki sem sýnist en fræðsla til foreldra um þann veruleika sem börn þeirra lifa í hefur kannski aldrei verið jafn mikilvæg. Síðast en ekki síst þurfum við öll að átta okkur á því að stafrænt ofbeldi í öllum myndum er alveg jafn alvarlegt og hættulegt og ofbeldi í raunheimum. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynferðisofbeldi Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Einn situr Geir Bakþankar Skógrækt er ódýr Pétur Halldórsson Skoðun Glósur úr ferð til Brussel Magnús Halldórsson Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Kofahöfuðborg heimsins Fastir pennar Gera þarf betur Auðunn Arnórsson Fastir pennar Pólitískarhliðarverkanir Auðunn Arnórsson Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skattaafslættir Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Af þeim sem komu í fyrsta sinn til Stígamóta í fyrra voru 30 konur sem komu gagngert vegna stafræns kynferðisofbeldis. Að auki getur slíkt ofbeldi verið hluti af annars konar ofbeldi. Okkar stafræni heimur getur veitt okkur gleði, hamingju og ást en kynbundið og kynferðislegt ofbeldið þrífst þar líka eins og í raunheimum. Og það hefur jafn alvarlegar afleiðingar og annað ofbeldi en stafrænt ofbeldi hefur þann eiginleika að geta máð út stað og stund og haldið áfram óendanlega þar sem myndir, hljóð og myndskeið geta lifað áfram í stafrænum heimi án þess að brotaþoli hafi nokkra stjórn á því. Í fyrra vöknuðum við upp við vondan draum þar sem maður á sextugsaldri nauðgaði stúlkum án þess að snerta þær. Hann vélaði þær inn í aðstæður sem þær áttu erfitt með að komast útúr og neyddi þær til að skaða sjálfar sig, taka myndir af því og senda. Hæstiréttur snupraði löggjafann í dómi sínum þar sem lögin okkar ná ekki yfir nauðganir sem framkvæmdar eru stafrænt. Hæstiréttur taldi löggjafann ekki hafa rækt „ótvíræðar skyldur að vernda börn gegn hvers konar misnotkun“. Lögunum hefur enn ekki verið breytt og því fanga þau ekki þann raunveruleika sem brotaþolar stafræns ofbeldis geta orðið fyrir. Tæling Oftast er orðið tæling notað þegar fullorðið fólk tælir börn og beitir það kynferðisofbeldi, en svipaðar aðferðir eru notaðar þegar ofbeldismenn tæla þolendur í kynferðislegar athafnir á netinu eða í klám, vændi og mansal. Þótt það sé ekki algilt að einstaklingar feli hverjir þeir eru í raun og veru þá er internetið vettvangur sem gefur færi á því. Þeir geta verið að beita marga brotaþola í einu ofbeldi, fundið samfélag annarra níðinga og það eru minni líkur en ella að aðrir geti gripið inní og stöðvað ofbeldið. Tælingin hefst oft á því að brotaþoli er ausinn lofi fyrir útlit og persónueinkenni, talað um „sameiginleg“ áhugamál, jafnvel verið að bjóða peninga og gjafir, sem sagt byggt upp traust og trúnaður. Brotaþoli finnur til væntumþykju og ábyrgðar og þannig er hægt að byrja að brjóta á viðkomandi sem festist svo meira í netinu eftir því sem á líður og finnur ekki útleið. Gerendur tælinga, eins og aðrir kynferðisbrotamenn, eiga það til að einangra brotaþola sína, láta þá draga upplifanir sínar í efa og sannfæra þá um að algjört traust og trúnaður ríki. Þegar annað fólk bendir á ósamræmi innan sambandsins, valdaójafnvægi eða lýsir áhyggjum er ekki óalgengt að brotaþoli grípi til réttlætinga gerandans eða jafnvel sinna eigin réttlætinga. Þetta er stefið í nær öllum ofbeldissamböndum. Birtingamyndir Birtingamyndir stafræns kynferðisofbeldi geta verið mjög margar og geta falið í sér óumbeðnar myndsendingar til brotaþola af til dæmis kynfærum, dreifingu kynferðislegra mynda í óþökk þeirra sem myndin er af eða að nota einhverskonar suð, þvingun, hótun, þrýsting eða annað ofbeldi til að fá kynferðislegar myndir. Það getur líka verið um að ræða myndatökur án samþykkis, þvingun til að horfa á klám eða greiðslur fyrir kynferðislegar myndir. Í raun er hægt að heimfæra allt kynferðisofbeldi sem gerist í raunheimum inn í hinn stafræna heim en ofbeldið getur dreifst víða, ekki er hægt að afturkalla samþykki fyrir því sem áður hefur verið veitt samþykki fyrir og ofbeldið þannig farið að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Á Íslandi ríkja svokölluð samþykkislög sem eru þannig að kynferðisbrot er staðreynd ef samþykki liggur ekki fyrir. Hvenær sem er er hægt að afturkalla samþykki og setja mörk, ef það er ekki virt er um kynferðisbrot að ræða. Sömu reglur um mörk og samþykki eiga að gilda í hinum stafræna heimi en það hefur reynst erfitt að heimfæra raunheima uppá þá stafrænu í lagasetningu og viðbrögðum. Afleiðingar Afleiðingar kynferðisbrota eru alvarlegar. Þær algengustu eru kvíði, skömm, svipmyndir (backlash), depurð, léleg sjálfsmynd, sektarkennd, ótti o.s.frv.. Sjálfskaðandi hegðun er líka algeng meðal þeirra þolenda sem koma til Stígamóta. Það er fátt í lífinu sem hefur jafn alvarlegar afleiðingar og að verða fyrir kynferðisbroti og hafa rannsakendur líkt því við afleiðingar af náttúruhamförum eða styrjöldum. Brotið er á rétti þínum til friðar, friðhelgist og yfirráða yfir eigin líkama. Sumir brotaþolar lifa ekki af afleiðingarnar þó þeir lifi af brotið sjálft. Afleiðingar þeirra brotaþola sem koma til Stígamóta og hafa verið í vændi eru jafnvel alvarlegri en annarra brotaþola, sjálfsvígshætta meiri, frekari sjálfsásakanir, aukinn sjálfsskaði o.s.frv.. Þetta getur líka átt við um stafrænt vændi, þar sem greitt er fyrir ákveðnar athafnir og sífellt þrýst á um að færa mörkin til. Hvað er til ráða Það þarf að efla forvarnarstarf gagnvart ungu fólki í gegnum kynjafræði og upplýsingar á samfélagmiðlum um mörk og samþykki og viðbrögð við óheilbrigðum samskiptum á netinu. Það þarf að koma í veg fyrir að börn hafi óheft aðgengi að klámi en þar er að finna mjög skakka mynd af raunveruleikanum, rasisma, kvenfyrirlitningu og ofbeldi í kynferðislegum samskiptum sem má ekki vera fræðslan sem ungt fólk fær um náin samskipti. Það þarf að uppfæra löggjöfina til að hún fangi kynferðisbrot í hinum stafræna heimi og taka því alvarlega þegar fólk fremur brot utan raunheima. Foreldrar þurfa að fylgjast með samskiptum og fræða börn sín um að allt sé ekki sem sýnist en fræðsla til foreldra um þann veruleika sem börn þeirra lifa í hefur kannski aldrei verið jafn mikilvæg. Síðast en ekki síst þurfum við öll að átta okkur á því að stafrænt ofbeldi í öllum myndum er alveg jafn alvarlegt og hættulegt og ofbeldi í raunheimum. Höfundur er talskona Stígamóta. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar