Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 22:06 Tveir karlmenn gengu galvaskir inn í verslunina Ljósmyndavörur í Skipholti, brutu glerskáp og stálu myndavélabúnaði fyrir þrjár milljónir í ágúst. Lögregla hefur nú endurheimt búnaðinn. Ljósmyndavörur Lögregla hefur endurheimt varning að andvirði 3,2 milljóna króna sem tekinn var ófrjálsri hendi úr ljósmyndaverslun í sumar. Eiganda er létt og kann naflausum hvíslara og lögreglu miklar þakkir. Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“ Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Athygli vakti í ágúst þegar þjófnaður, sem virtist hafa verið skipulagður, náðist á myndband í Ljósmyndavörum í Skipholti. Tuttugu sekúndur liðu frá því að þjófarnir komu inn í verslunina þar til þeir voru farnir, með rándýrar myndavélar milli handanna. Þeir höfðu brotið glerskáp með slökkvitæki til að nálgast myndavélarnar. Bergur Gíslason eigandi Ljósmyndavara sagðist gruna að stolið hefði verið eftir pöntun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið. Í dag hefur hann þær gleðifréttir að færa að þýfið hefur verið endurheimt. „Það kom til okkar tölvupóstur fyrir nokkrum vikum þar sem gefin voru upp nöfn og kennitölur á þjófunum. Sendandinn var að reyna að sættast við guð og menn og hafði þarna vitneskju, og vitneskjan leiddi til þess að lögreglan fékk rannsóknarheimildir og skoðaði bankareikninga hjá viðkomandi,“ útskýrir Bergur í samtali við fréttastofu. Þá hafi komið upp úr krafsinu að myndavélarnar hafi verið seldar fyrir hálfa milljón króna nokkrum klukkustundum eftir atvikið, en þá höfðu allir helstu fjölmiðlar landsins þegar fjallað um málið. Kröfurnar rosalegar Loks hafi lögregla komist á snoðir um varninginn sjálfan og endurheimt hann. Myndavélarnar eru tryggðar hjá Vís en Bergur reiknar með að Ljósmyndavörur kaupi þær af tryggingafélaginu. „Þetta er náttúrlega illa farið og rispað, þeir hentu þeim bara í bakpoka,“ segir Bergur sem sér fram á að selja þær fastakúnnum sem þekkja vel til og vita að myndavélarnar eru ekki nýjar „upp úr kassanum“. Bergur segist hafa lært margt á atvikinu en öryggisráðstöfunum í versluninni var breytt eftir þjófnaðinn. Þá segist hann hugsi yfir þeim miklu kröfum sem gerðar eru til lögreglunnar við rannsóknir á málum sem þessu. „Löggan má eiga það að þeir gáfust ekki upp þó að þetta væri svolítið vonlaust. Það er mjög þægilegt að vera glæpamaður á Íslandi, það þarf eiginlega að grípa þig með vöruna í hendinni til að löggan geti gert eitthvað,“ segir Bergur. „Það er búið að gera lögreglunni rosalega erfitt að standa í svona rannsóknum. Sönnunarkröfurnar sem þarf að uppfylla eru eiginlega ómanneskjulegar. Það er eins og þetta sé bara gert fyrir glæpamennina. Þó þeir viti hver framdi glæpinn þarf svo gríðarlega góð sönnunargögn þannig að það dugi til sakfellingar.“
Ljósmyndun Lögreglumál Reykjavík Verslun Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira