Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2025 14:42 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AP/Alexander Kazakov, Sputnik Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. Hann sagði að ef þeir hörfuðu ekki yrðu úkraínskir hermenn á svæðinu felldir og að úkraínski herinn myndi tapa öllum sínum hernaðarmætti. Þetta var meðal þess sem Pútín sagði á blaðamannafundi í Rússlandi í dag. Putin told reporters that the fighting will end when Ukrainian forces withdraw from the territories they currently hold. pic.twitter.com/kES7HyuUGj— WarTranslated (@wartranslated) November 27, 2025 Forsetinn var að tala um svæði í austurhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði, sem Rússar hafa reynt að hernema í nokkur ár. Hæg framsókn þeirra um víggirt svæðið hefur kostað Rússa verulega í mannslífum og hergögnum. Í nýlegri grein Washington Post kom ofram að á þessu ári hafi Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af Úkraínu. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Í nýlegri friðaráætlun sem Bandaríkjamenn kynntu fyrir ráðamönnum í Kænugarði á dögunum var lagt til að Úkraínumenn hörfuðu frá þessu svæði og þar með öllu Donbassvæðinu svokallaða. Því hafa Úkraínumenn alfarið hafnað. Pútín sagði aftur á móti að af þessu yrði og að alþjóðasamfélagið yrði að viðurkenna eignarrétt Rússa á úkraínsku landsvæði. Pútín fór um víðan völl á blaðamannafundinum. Meðal annars sagði hann Rússa hafa engan áhuga á að ráðast á ríki Evrópu. Það hefði aldrei staðið til og ríkisstjórn hans væri tilbúin til að staðfesta það formlega. Hann skammaðist einnig yfir ráðamönnum í Evrópu, eins og Rússar hafa ítrekað gert að undanförnu, og sakaði þá um að standa í vegi friðar. Annar liður í áróðri Rússa er að saka Evrópu um að bera ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna með að standa við bak þeirra og framlengja þannig stríðið. Pútín sagði „sumir“ og vísaði þar til Evrópumanna, væru tilbúnir til að halda stríðinu gangandi þar til síðasti Úkraínumaðurinn fellur. „Rússar eru tilbúnir til þess.“ Kvartaði yfir tilraunum til eignaupptöku Pútín ræddi sérstaklega um mögulega eignaupptöku á frystum sjóðum Rússa í Evrópu, aðallega í Belgíu, og sagði að slíkt yrði ekkert annað en þjófnaður. Allir væru sammála um það. Hann sagði að það myndi grafa undan trausti til evrusvæðisins og að Rússar myndu bregðast harðlega við slíkum aðgerðum. Putin:The confiscation of Russian assets will have dire consequences. pic.twitter.com/cuC2vOwGt7— Clash Report (@clashreport) November 27, 2025 Embættismenn Evrópusambandsins hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu, en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Kvartaði yfir hleru á samtali erindreka og ráðgjafa Pútín var einnig spurður út í fréttir um að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hefði átt í samskiptum við náinn ráðgjafa Pútíns. Upptökum af samtali þeirra var lekið til fjölmiðla á dögunum og þar kom fram að Witkoff hefði ráðlagt ráðgjafa Pútíns hvernig forsetinn rússneski gæti haft mest áhrif á Trump. Þá lofaði Witkoff Pútín í samtali við ráðgjafann og sagðist sannfærður um að Pútín vildi frið. Witkoff mun á næstunni fara til Moskvu til viðræðna við ráðamenn þar og Pútín sagði á fundinum í dag að það hefði verið skrítið ef Witkoff hefði talað illa um Rússland í samtökum við Rússa. Slíkt myndi ekki hafa jákvæð áhrif á viðræður ríkjanna. Þá kvartaði Pútín yfir því að samtalið hefði verið hlerað og tekið upp. Það væri glæpsamlegt að gera slíkt í Rússlandi. Hann sagði hlerunina óásættanlega tilraun til að hafa áhrif á friðarviðræðurnar og sagði hana jafnast á við blandaðan hernað eða fjölþátta ógnir, sem Rússar hafa verið sakaðir um víða í Evrópu. https://www.reuters.com/world/europe/kremlin-aide-ushakov-says-he-witkoff-will-be-touch-about-their-leaked-call-2025-11-26/ Hann gaf þó einnig til kynna að um einhvers konar fölsun gæti verið að ræða, þó ráðgjafi hans hafi áður staðfest að samtalið hafi átt sér stað. Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22 Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. 25. nóvember 2025 06:42 Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga. 23. nóvember 2025 13:09 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Hann sagði að ef þeir hörfuðu ekki yrðu úkraínskir hermenn á svæðinu felldir og að úkraínski herinn myndi tapa öllum sínum hernaðarmætti. Þetta var meðal þess sem Pútín sagði á blaðamannafundi í Rússlandi í dag. Putin told reporters that the fighting will end when Ukrainian forces withdraw from the territories they currently hold. pic.twitter.com/kES7HyuUGj— WarTranslated (@wartranslated) November 27, 2025 Forsetinn var að tala um svæði í austurhluta Úkraínu, nánar tiltekið í Dónetskhéraði, sem Rússar hafa reynt að hernema í nokkur ár. Hæg framsókn þeirra um víggirt svæðið hefur kostað Rússa verulega í mannslífum og hergögnum. Í nýlegri grein Washington Post kom ofram að á þessu ári hafi Rússar lagt undir sig minna en eitt prósent af Úkraínu. Þetta svæði hafi verið hernumið á kostnað þess að fleiri en tvö hundruð þúsund hermenn hafi fallið eða særst í átökunum. Í nýlegri friðaráætlun sem Bandaríkjamenn kynntu fyrir ráðamönnum í Kænugarði á dögunum var lagt til að Úkraínumenn hörfuðu frá þessu svæði og þar með öllu Donbassvæðinu svokallaða. Því hafa Úkraínumenn alfarið hafnað. Pútín sagði aftur á móti að af þessu yrði og að alþjóðasamfélagið yrði að viðurkenna eignarrétt Rússa á úkraínsku landsvæði. Pútín fór um víðan völl á blaðamannafundinum. Meðal annars sagði hann Rússa hafa engan áhuga á að ráðast á ríki Evrópu. Það hefði aldrei staðið til og ríkisstjórn hans væri tilbúin til að staðfesta það formlega. Hann skammaðist einnig yfir ráðamönnum í Evrópu, eins og Rússar hafa ítrekað gert að undanförnu, og sakaði þá um að standa í vegi friðar. Annar liður í áróðri Rússa er að saka Evrópu um að bera ábyrgð á þjáningum Úkraínumanna með að standa við bak þeirra og framlengja þannig stríðið. Pútín sagði „sumir“ og vísaði þar til Evrópumanna, væru tilbúnir til að halda stríðinu gangandi þar til síðasti Úkraínumaðurinn fellur. „Rússar eru tilbúnir til þess.“ Kvartaði yfir tilraunum til eignaupptöku Pútín ræddi sérstaklega um mögulega eignaupptöku á frystum sjóðum Rússa í Evrópu, aðallega í Belgíu, og sagði að slíkt yrði ekkert annað en þjófnaður. Allir væru sammála um það. Hann sagði að það myndi grafa undan trausti til evrusvæðisins og að Rússar myndu bregðast harðlega við slíkum aðgerðum. Putin:The confiscation of Russian assets will have dire consequences. pic.twitter.com/cuC2vOwGt7— Clash Report (@clashreport) November 27, 2025 Embættismenn Evrópusambandsins hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu, en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Kvartaði yfir hleru á samtali erindreka og ráðgjafa Pútín var einnig spurður út í fréttir um að Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hefði átt í samskiptum við náinn ráðgjafa Pútíns. Upptökum af samtali þeirra var lekið til fjölmiðla á dögunum og þar kom fram að Witkoff hefði ráðlagt ráðgjafa Pútíns hvernig forsetinn rússneski gæti haft mest áhrif á Trump. Þá lofaði Witkoff Pútín í samtali við ráðgjafann og sagðist sannfærður um að Pútín vildi frið. Witkoff mun á næstunni fara til Moskvu til viðræðna við ráðamenn þar og Pútín sagði á fundinum í dag að það hefði verið skrítið ef Witkoff hefði talað illa um Rússland í samtökum við Rússa. Slíkt myndi ekki hafa jákvæð áhrif á viðræður ríkjanna. Þá kvartaði Pútín yfir því að samtalið hefði verið hlerað og tekið upp. Það væri glæpsamlegt að gera slíkt í Rússlandi. Hann sagði hlerunina óásættanlega tilraun til að hafa áhrif á friðarviðræðurnar og sagði hana jafnast á við blandaðan hernað eða fjölþátta ógnir, sem Rússar hafa verið sakaðir um víða í Evrópu. https://www.reuters.com/world/europe/kremlin-aide-ushakov-says-he-witkoff-will-be-touch-about-their-leaked-call-2025-11-26/ Hann gaf þó einnig til kynna að um einhvers konar fölsun gæti verið að ræða, þó ráðgjafi hans hafi áður staðfest að samtalið hafi átt sér stað.
Rússland Úkraína Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Tengdar fréttir Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22 Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. 25. nóvember 2025 06:42 Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga. 23. nóvember 2025 13:09 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39
Gerðu loftárásir á báða bóga Rússar og Úkraínumenn gerður loftárásir á báða bóga í nótt þar sem mannfall varð úr röðum almennra borgara. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið flaugum og flogið drónum á höfuðborgina Kænugarð, þar sem að minnsta kosti tvær íbúðablokkir urðu fyrir sprengjum. 25. nóvember 2025 07:22
Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Stjórnvöld í Úkraínu hafa gert umfangsmiklar breytingar á svokallaðri "friðaráætlun" Bandaríkjanna og Rússlands, sem stendur nú í nítján atriðum í stað 28. 25. nóvember 2025 06:42
Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga. 23. nóvember 2025 13:09
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent