Innlent

Fram­sóknar­menn boða til blaða­manna­fundar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Einar Þorsteinsson er fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar í borginni.
Einar Þorsteinsson er fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar í borginni. Vísir/Ívar Fannar

Borgarstjórnarflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar á morgun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Einar Þorsteinsson oddviti flokksins segir fjárhagsáætlun meirihlutans í borginni metnaðarlausan og að því sé nauðsynlegt að bregðast við.

Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir blikur á lofti um afkomu borgarinnar, sérstaklega í ljósi tilkynninga um að arðgreiðslur Orkuveitunnar myndu lækka um tvo milljarða á næsta ári.

„Við teljum gríðarlega mikilvægt að bregðast við fyrirætlunum meirihlutans varðandi fjármál borgarinnar. Fjárhagsáætlunin sem þau leggja fram er metnaðarlaus og það er hægt að gera miklu betur,“ segir hann.

Einar vildi ekki útskýra nánar í hverju þessar tillögur fælust en sagði þær spennandi og vel unnar.

„Við höfum miklar áhyggjur því að í seinni umræðum fjárhagsáætlunar muni meirihlutinn ekki hafa brugðist við með þeim hætti sem nauðsynlegt er og munum því leggja fram og kynna á blaðamannafundi á morgun breytingartillögur við fjárhagsáætlun sem tryggja sjálfbæran rekstur borgarinnar á næsta ári og inn í framtíðina,“ sagði Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×