Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2025 09:02 Viola Leuchter og stöllur í þýska liðinu ætla sér langt á HM. Getty/Marco Wolf Þýska kvennalandsliðið í handbolta byrjar HM á heimavelli, með leik við Ísland í Stuttgart í dag, en ætlar sér langt í mótinu og horfir til þess að keppa um efstu sætin í Rotterdam í lok þess. Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Þýska liðið er talið mun sigurstranglegra en það íslenska í dag og það mun reyna á stelpurnar okkar fyrir framan fulla höll í Stuttgart, í leiknum sem hefst klukkan 17 í dag. „Við erum mjög afslappaðar og andinn góður, jafnvel þó að við vitum að það eru bara nokkrir klukkutímar í að þetta hefjist. Við erum mjög spenntar fyrir mótinu og viljum sýna hvað við getum,“ segir Viola Leuchter, skytta þýska liðsins, við DPA fréttaveituna. „Við viljum senda skýr skilaboð og sýna úr hverju við erum gerðar, til að fá stuðningsmennina með okkur frá byrjun,“ sagði Leuchter. Varar við ástríðunni í íslenska liðinu Þjálfarinn Markus Gaugisch varar við því að íslenska liðið muni mæta til leiks af miklum krafti: „Við erum með lið þar sem að allar leggja allt í sölurnar. Það veitir manni góða tilfinningu. Íslenska liðið spilar af mikilli ástríðu og við verðum að gera það líka.“ Þýskaland hefur ekki unnið til verðlauna á stórmóti síðan árið 2007 og ljóst að markmiðið er að bæta úr því í ár. Segir bónusgreiðslur senda sterk skilaboð Þýska handknattleikssambandið hefur gert það enn eftirsóknarverðara fyrir leikmenn með því að bjóða upp á peningabónus, og munu leikmenn skipta á milli sín yfir sextíu milljónum króna ef þeim tekst að landa heimsmeistaratitlinum. Liðið fær nefnilega 425.000 evrur fyrir sigur, 300.000 evrur fyrir silfur og 200.000 evrur fyrir brons. Þá eru einnig í boði 100.000 evrur fyrir að ná í undanúrslit og 50.000 evrur fyrir að komast í 8-liða úrslit. „Okkur finnst við metnar að verðleikum. Eftir að dagpeningarnir voru jafnaðir í byrjun þessa árs þá senda þessar bónusgreiðslur einnig sterk skilaboð. Við leggjum allt í sölurnar til að láta drauma okkar rætast á mótinu,“ segir Antje Döll, fyrirliði liðsins. Opnunarleikur Þýskalands og Íslands hefst klukkan fimm í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og mun fylgja landsliðinu vel eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira