Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 16:05 Hildur Björnsdóttir gagnrýndi borgarstjórann. Vísir/Vilhelm Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir borgarstjóra hafa gert lítið úr veruleika íbúa í Gufunesi. Borgaryfirvöldum hafi láðst frá upphafi að tryggja almenningssamgöngur í hverfinu. „Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
„Það var dapurlegt að fylgjast með borgarstjóra gera lítið úr veruleika borgarbúa í kvöldfréttum Sýnar í gær,“ skrifar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, á Facebook. Hildur vísar þar í viðtal við íbúa í Gufunesi í Reykjavík sem upplifa sig sem strandaglópa þar sem bæði er lítið um bílastæði og engar almenningssamgöngur væru í boði. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri svaraði íbúnum og benti á að þar sem um ódýrari íbúðir væri að ræða hefðu ekki fylgt bílastæði með þeim. Þá gengi einnig strætisvagn á morgnanna og seinni partinn um hverfið, annars væri hægt að panta strætisvagn með hálftíma fyrirvara. Íbúðir til sölu í hverfinu hafa verið markaðssettar gagnvart fólki sem lifir bíllausum lífsstíl og undir þeim formerkjum að góðar almenningssamgöngur verði að finna í hverfinu. Hildur segir borgaryfirvöldum hafa láðst frá upphafi að huga að samgöngum í hverfinu. „Fjöldi íbúa fluttist í hverfið í trausti þess að þar mætti lifa bíllausum lífstíl - en í raunveruleikanum reynist ómögulegt að ferðast til og frá hverfinu án bíls. Þegar íbúar hafi loks ákveðið að fjárfesta í bíl hafi hvergi mátt leggja honum enda verulegur bílastæðaskortur á svæðinu,“ segir Hildur. „Málið er skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði borgarbúa verulega.“ Bílastæðasjóður græðir tæpa tvo milljarða Íbúarnir í Gufunesi hafa einnig fengið ítrekaðar stöðumælasektir fyrir að leggja ólöglega fyrir utan heimili sín þar sem engin bílastæði er að finna. Hildur segir breyttar áherslur Bílastæðasjóðs á kjörtímabilinu ekki vinna í þágu íbúa heldur skili borgarsjóði stórauknum tekjum. Í september samþykkti umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar sérákvæði sem segir að þar sem bílastæði eru afmörkuð með yfirborðsmerkingum eða frábrugðnum yfirborðieigi að leggja faratækjum innan afmörkunarinnar. Með þessu fékk Bílastæðasjóður heimild til að sekta þá sem leggja utan merktra stæða. „Auk sektarheimildar í borgarhverfunum hefur gjaldskyldusvæðið í miðborg verið útvíkkað verulega, gjaldskyldutíminn verið lengdur og gjaldið hækkað,“ segir Hildur. Þessi breyting hafi leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs af gjaldskyldu og sektum hafi hækkað um rúm fimmtíu prósent og nálgist tvo milljarða árlega.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Samgöngur Strætó Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira