Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 12:51 Á öryggissvæðinu í Keflavík er meðal annars aðstaða til þjónustu við bandalagsríki NATO og til æfinga. Vísir/Arnar Strategísk hnattræn lega Íslands, sem áður stuðlaði að öryggi landsins, er nú meginorsök þess hve viðkvæmt landið er gagnvart ytri ógnum. Þannig er það sem lengi var helsti öryggisstyrkleiki landsins orðinn að veikleika. Þetta er mat greinanda í öryggis- og varnarmálum sem skrifar greiningu um öryggismál Íslands sem birtist í stórri erlendri hugveitu í gær. Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði. Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hann telur að nýtt NATO-markmið um að ríki verji 1,5% af vergri landsframleiðslu í verkefni sem ætlað er að efla viðnámsþrótt feli í sér tækifæri fyrir Ísland til að umbreyta þeirri menningu, sem byggist á borgaralegum vörnum landsins, yfir í formlegri þjóðaröryggisnálgun sem sé tryggilega fjármögnuð. Charlie Edwards, sérfræðingur í þjóðaröryggismálum hjá International Institute for Strategic Studies (IISS), skrifar greininguna sem IISS birti á heimasíðu sinni í gær undir fyrirsögninni „Lítið ríki, mikil berskjöldun: Ný þjóðaröryggisstefna Íslands“ í grófri íslenskri þýðingu. Fjölþættir veikleikar og ekki lengur skjól í fjarlægðinni Í greininni varpar Edwards ljósi á breyttar öryggisáherslur Íslands í ljósi innrásarstríðs Rússa í Úkraínu og aukinnar spennu á Norðurslóðum. Vísað er til skýrslu þverpólitísks þingmannahóps sem lögð var til grundvallar við mótun varnarstefnu fyrir Ísland sem nú liggur fyrir Alþingi. „Afskekkt staðsetning Íslands, fjarlægð og einangrun nægir ekki lengur til að verjast ytri ógnum. Þvert á móti skapa þessir þættir sérstakar áskoranir. Veikleikar eru fjölþættir, og spanna bæði hið efnislega og hinar stafrænu víddir,“ skrifar Edwards. Landið sé mjög háð innflutningi á matvælum, eldsneyti, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum auk þess sem neðansjávarstrengir séu mikilvæg taug til landsins sem þoli illa að þeir verði fyrir raski og sama á við um aðfangakeðjurnar. Þar að auki séu innviðir, meðal annars á Suðurnesjum þar sem er þjónusta við bandalagsríki NATO á öryggissvæðinu í Keflavík, illa varðir fyrir náttúruhamförum eða árásum. Þar sem Ísland sé komið langt í innleiðingu og nýtingu stafrænna lausna og landið skorar hátt á heimsmælikvarða hvað varðar notkun og aðgengi landsmanna að netinu er Ísland því heldur ekki ónæmt fyrir netárásum. Þannig stafi Íslandi ógn af því að vera skotmark skipulagðra árása studdum af erlendum ríkjum. Þá séu landsmenn mjög virkir á samfélagsmiðlum sem geri þjóðina enn viðkvæmari fyrir upplýsingaóreiðu, meinupplýsingum og undirróðursherferðum sem ætlað sé að grafa undan trausti í samfélaginu. Ísland freistandi skotmark Þrátt fyrir umfangsmikil markmið stjórnvalda sem sett eru fram í skýrslu þingmannahópsins og í nýrri varnarstefnu þá verður það áskorun og mun reyna á getu stjórnvalda að innleiða þau að mati Edwards. Áskorunin felist meðal annars í flóknu stofnanaumhverfi og fjármögnun, en hann bendir á að þeir fjármunir sem Ísland ver nú í varnartengd verkefni séu langt frá því að uppfylla markmið NATO um 1,5% af VFL. Staða Íslands í dag sé einfaldlega sú að landið sé „freistandi skotmark og viðkvæmt fyrir nútímalegum fjölþáttaógnum,“ líkt og Edwards orðar þar. Þar falla undir ógnir á borð við netárásir studdar af erlendum ríkjum, skemmdarverk á neðansjávarstrengjum og undirróðursherferðir. Því geti Ísland ekki lengur treyst aðeins á öryggistryggingar í gegnum varnarsamninga við önnur ríki eða aðild að Atlantshafsbandalaginu. Öryggisráðstafanir þurfi einnig að efla innan frá, meðal annars með því að efla samfélagslegan viðnámsþrótt og innviði.
Öryggis- og varnarmál NATO Utanríkismál Fjölþáttaógnir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira