Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:16 Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Til framtíðar er æskilegt að börn verji styttri tíma í leikskóla og meiri með foreldrum sínum. Slíkar breytingar verða þó að aldrei að veruleika nema stytting vinnuvikunnar nái fyllilega til almenna vinnumarkaðarins en stærstur hluti vinnandi fólks er með mun lengri viðveru í vinnu en á við um opinbera starfsmenn. Tæplega geta börn varið tíma með foreldrum sínum meðan þau síðarnefndu eru í vinnu. Flóknar gjaldskrár sem kalla á reiknivélar Sveitarfélögin fara mismunandi leiðir til að ná markmiðinu um styttri vistunartíma barna en þó virðist tilhneigingin allra helst sú að nota verðstýringar. Smám saman eru gjaldskrár leikskóla orðnar svo flóknar að þær eru illa samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga og foreldrar eiga í stökustu vandræðum með að átta sig á gjöldum sem þeim ber að greiða. Svo miklar eru flækjurnar að útbúnar hafa verið sérstakar reiknivélar þar sem foreldrar geta fært inn ætlaðan vistunartíma og heildarlaun sín til að átta sig á upphæð leikskólagjalda. Sú hugmynd virðist hafa orðið ofan á að æskilegt sé að tekjutengja leikskólagjöld og er borgarfulltrúum og stjórnendum leikskólamála tíðrætt um að gjaldþátttaka foreldra hafi minnkað, líkt og það sé neikvætt. Sú þróun hefur átt sér stað yfir það tímabil sem leikskólar hafa farið frá því að vera dagvistunarúrræði fyrir einstæðar mæður og yfir í að vera almennir heilsdagsskólar, sem er einhver mikilvægasta stoð íslensks samfélags. En hvers vegna ekki að tekjutengja gjöldin? Er það ekki réttlát leið til að láta þau borga sem geta og hlífa þeim sem verst standa? Við fyrstu sýn kann þetta að virðast framsækin nálgun, en svo er ekki. Tekjutengingar vega að almennum kerfum og færa þau frá því að veita þjónustu eftir þörfum yfir í að þjónusta þau sem geta greitt. Almenn kerfi eru alla jafna betri og hagkvæmari, á meðan tekjutengd kerfi eru kostnaðarsamari og stjórnsýsla þeirra flókin. Tekjutengingar enda nánast undantekningalaust á að verða svo viðamiklar að fullvinnandi fólk verður fyrir skerðingum og fólk á lægri tekjum og lægri millitekjum rekur sig stöðugt í tekjuþakið. Á Íslandi eru barnabætur til dæmis tekjutengdar og skerðingarmörkin með þeim hætti að fæstir fullvinnandi foreldrar eiga rétt á fullum barnabótum. Sama má segja um leikskólagjöld í Kópavogi, þar sem fullur afsláttur nær ekki til láglaunaforeldra í sambúð. Fólk á lægri millitekjum þarf að greiða full gjöld. Með þessu er þjónusta við barnafólk smám saman gerð að fátæktarhjálp, fremur en að stuðningi við börn og foreldra þeirra á viðkvæmu tímabili lífsins. Refsing fyrir aukavinnu Ungt fólk í dag býr við einhvern erfiðasta húsnæðismarkað í manna minnum. Þau eru í vandræðum með að koma sér þaki yfir höfuðið og ef það tekst, oftast með aðstoð nákominna, er greiðslubyrðin þung. Ein leið til að takast á við slíkan veruleika er að vinna aðeins meira, taka að sér aukavakt þegar færi gefst og reyna að skrapa saman aur til að borga inn á lánið eða eiga fyrir jólunum. En hvað þýðir það í tekjutengdum heimi? Það þýðir að allt í einu hækka leikskólagjöldin og barnabæturnar lækka. Hvernig á fólk þá að bjarga sér? Tekjutengingar refsa fyrir aukavinnu eða launahækkanir og ýta undir svarta atvinnustarfsemi, sem aftur veikir réttindi launafólks, bæði í nútíð og framtíð. Þær ýta undir spennu milli tekjuhópa og þá ekki síst þar sem tekjur segja bara hálfa söguna um afkomu; húsnæðiskostnaður segir hinn helminginn. Gengið gegn kjarasamningum Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar þar sem aðkoma ríkis og sveitarfélaga einkenndist af pólitískum vilja til að hlúa að barnafjölskyldum. Barna- og húsnæðisbætur voru hækkaðar, gjaldfrjálsum skólamáltíðum komið á og gefin fyrirheit um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Enn fremur skuldbundu sveitarfélög sig til að hækka ekki gjaldskrár úr hófi fram og hlífa sérstaklega barnafólki. Blekið var varla þornað þegar sum sveitarfélög hófu ofsahækkanir á leikskólagjöldum og nú eru slíkar tillögur á teikniborðinu hjá Reykjavíkurborg. Þessar hækkanir ganga í berhögg við kjarasamninga og draga úr því trausti sem verkalýðshreyfingin verður að geta borið til stjórnvalda. Innan VR eru fimm þúsund foreldrar leikskólabarna og VR er stærsta stéttarfélag ungs fólks á Íslandi. VR hefur mótmælt hækkunum leikskólagjalda fyrir hönd síns félagsfólks og þing Landssamband ísl. verzlunarmanna ályktaði í lok síðasta mánaðar gegn tekjutengingum leikskólagjalda. Við krefjumst þess að hagsmunir vinnandi foreldra séu teknir með í reikninginn við breytingar á starfsemi leikskóla. Tekjutengingar eru vond lausn og það er óásættanlegt að foreldrar á almennum vinnumarkaði greiði fyrir styttingu starfsfólks hjá hinu opinbera. Aðrar leiðir eru færar og VR er tilbúið til samstarfs um að vinna að þeim. Höfndur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Leikskólar Reykjavík Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Til framtíðar er æskilegt að börn verji styttri tíma í leikskóla og meiri með foreldrum sínum. Slíkar breytingar verða þó að aldrei að veruleika nema stytting vinnuvikunnar nái fyllilega til almenna vinnumarkaðarins en stærstur hluti vinnandi fólks er með mun lengri viðveru í vinnu en á við um opinbera starfsmenn. Tæplega geta börn varið tíma með foreldrum sínum meðan þau síðarnefndu eru í vinnu. Flóknar gjaldskrár sem kalla á reiknivélar Sveitarfélögin fara mismunandi leiðir til að ná markmiðinu um styttri vistunartíma barna en þó virðist tilhneigingin allra helst sú að nota verðstýringar. Smám saman eru gjaldskrár leikskóla orðnar svo flóknar að þær eru illa samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga og foreldrar eiga í stökustu vandræðum með að átta sig á gjöldum sem þeim ber að greiða. Svo miklar eru flækjurnar að útbúnar hafa verið sérstakar reiknivélar þar sem foreldrar geta fært inn ætlaðan vistunartíma og heildarlaun sín til að átta sig á upphæð leikskólagjalda. Sú hugmynd virðist hafa orðið ofan á að æskilegt sé að tekjutengja leikskólagjöld og er borgarfulltrúum og stjórnendum leikskólamála tíðrætt um að gjaldþátttaka foreldra hafi minnkað, líkt og það sé neikvætt. Sú þróun hefur átt sér stað yfir það tímabil sem leikskólar hafa farið frá því að vera dagvistunarúrræði fyrir einstæðar mæður og yfir í að vera almennir heilsdagsskólar, sem er einhver mikilvægasta stoð íslensks samfélags. En hvers vegna ekki að tekjutengja gjöldin? Er það ekki réttlát leið til að láta þau borga sem geta og hlífa þeim sem verst standa? Við fyrstu sýn kann þetta að virðast framsækin nálgun, en svo er ekki. Tekjutengingar vega að almennum kerfum og færa þau frá því að veita þjónustu eftir þörfum yfir í að þjónusta þau sem geta greitt. Almenn kerfi eru alla jafna betri og hagkvæmari, á meðan tekjutengd kerfi eru kostnaðarsamari og stjórnsýsla þeirra flókin. Tekjutengingar enda nánast undantekningalaust á að verða svo viðamiklar að fullvinnandi fólk verður fyrir skerðingum og fólk á lægri tekjum og lægri millitekjum rekur sig stöðugt í tekjuþakið. Á Íslandi eru barnabætur til dæmis tekjutengdar og skerðingarmörkin með þeim hætti að fæstir fullvinnandi foreldrar eiga rétt á fullum barnabótum. Sama má segja um leikskólagjöld í Kópavogi, þar sem fullur afsláttur nær ekki til láglaunaforeldra í sambúð. Fólk á lægri millitekjum þarf að greiða full gjöld. Með þessu er þjónusta við barnafólk smám saman gerð að fátæktarhjálp, fremur en að stuðningi við börn og foreldra þeirra á viðkvæmu tímabili lífsins. Refsing fyrir aukavinnu Ungt fólk í dag býr við einhvern erfiðasta húsnæðismarkað í manna minnum. Þau eru í vandræðum með að koma sér þaki yfir höfuðið og ef það tekst, oftast með aðstoð nákominna, er greiðslubyrðin þung. Ein leið til að takast á við slíkan veruleika er að vinna aðeins meira, taka að sér aukavakt þegar færi gefst og reyna að skrapa saman aur til að borga inn á lánið eða eiga fyrir jólunum. En hvað þýðir það í tekjutengdum heimi? Það þýðir að allt í einu hækka leikskólagjöldin og barnabæturnar lækka. Hvernig á fólk þá að bjarga sér? Tekjutengingar refsa fyrir aukavinnu eða launahækkanir og ýta undir svarta atvinnustarfsemi, sem aftur veikir réttindi launafólks, bæði í nútíð og framtíð. Þær ýta undir spennu milli tekjuhópa og þá ekki síst þar sem tekjur segja bara hálfa söguna um afkomu; húsnæðiskostnaður segir hinn helminginn. Gengið gegn kjarasamningum Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar þar sem aðkoma ríkis og sveitarfélaga einkenndist af pólitískum vilja til að hlúa að barnafjölskyldum. Barna- og húsnæðisbætur voru hækkaðar, gjaldfrjálsum skólamáltíðum komið á og gefin fyrirheit um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Enn fremur skuldbundu sveitarfélög sig til að hækka ekki gjaldskrár úr hófi fram og hlífa sérstaklega barnafólki. Blekið var varla þornað þegar sum sveitarfélög hófu ofsahækkanir á leikskólagjöldum og nú eru slíkar tillögur á teikniborðinu hjá Reykjavíkurborg. Þessar hækkanir ganga í berhögg við kjarasamninga og draga úr því trausti sem verkalýðshreyfingin verður að geta borið til stjórnvalda. Innan VR eru fimm þúsund foreldrar leikskólabarna og VR er stærsta stéttarfélag ungs fólks á Íslandi. VR hefur mótmælt hækkunum leikskólagjalda fyrir hönd síns félagsfólks og þing Landssamband ísl. verzlunarmanna ályktaði í lok síðasta mánaðar gegn tekjutengingum leikskólagjalda. Við krefjumst þess að hagsmunir vinnandi foreldra séu teknir með í reikninginn við breytingar á starfsemi leikskóla. Tekjutengingar eru vond lausn og það er óásættanlegt að foreldrar á almennum vinnumarkaði greiði fyrir styttingu starfsfólks hjá hinu opinbera. Aðrar leiðir eru færar og VR er tilbúið til samstarfs um að vinna að þeim. Höfndur er formaður VR.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar