Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Lovísa Arnardóttir skrifar 25. nóvember 2025 09:05 Stella Samúelsdóttir hvetur fólk til að koma í ljósagönguna klukkan 17 í dag til að minnast Ólafar Töru og hennar baráttu fyrir konur og réttindum þeirra. Vísir/Vilhelm Í dag hefst árleg sextán daga herferð Un Women gegn kynbundnu ofbeldi. Framkvæmdastýra UN Women segir konur hvergi öruggar. Menn noti jafnvel heimilistæki eins og ryksugur til að beita ofbeldi. Hún kallar eftir betri löggjöf um stafrænt ofbeldi og samfélagslegum sáttmála um netnotkun barna. Ólafar Töru og baráttu hennar verður minnst í ljósagöngunni sem fer fram síðdegis í dag. Herferðin stendur ár hvert frá 25. nóvember til 10. desember og tengir saman alþjóðlegan baráttudag Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og alþjóðlegan mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna. Í ár, þegar 30 ár eru liðin frá undirritun Peking-sáttmálans, er athyglinni beint að stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í fréttatilkynningu frá UN Women segir að þó svo að stafrænn heimur hafi lofað tengingu og valdeflingu sé hann líka fyrir milljónir kvenna og stúlkna vettvangur ofbeldis. Ofbeldið breiðist út á ógnarhraða og er knúið áfram af gervigreind, nafnleysi og skorti á lögum og ábyrgð og er notað sem vopn til að þagga niður í konum og stúlkum, niðurlægja þær og hræða. Gengið er frá Arnarhóli að Bríetartorgi.Vísir/Einar Í tilefni af átakinu kemur einnig út í dag ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og afbrot (UNODC) og UN Women þar sem fjallað er um kvennamorð með áherslu á stafrænt ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári voru 83.000 konur og stúlkur myrtar með ásetningi. Af þeim voru 60 prósent, eða 50.000 konur og stúlkur, myrtar af nánum sambúðaraðilum eða fjölskyldumeðlimum. Þetta þýðir að ein kona eða stúlka er myrt af sambúðaraðila eða fjölskyldumeðlim á tæplega 10 mínútna fresti, að meðaltali 137 á hverjum degi. Til samanburðar voru aðeins 11 prósent manndrápa á körlum framin af nánum sambúðaraðilum eða fjölskyldumeðlimum. „16 daga átak Sameinuðu þjóðanna í ár undirstrikar að stafrænt ofbeldi helst oft ekki á netinu. Það getur stigmagnast utan nets og í verstu tilfellum stuðlað að banvænum skaða, þar á meðal kvenmorði. Sérhver kona og stúlka á rétt á að vera örugg á öllum sviðum lífs síns og það krefst kerfa sem grípa snemma inn í. Til að koma í veg fyrir þessi morð þurfum við að innleiða lög sem viðurkenna hvernig ofbeldi birtist í lífi kvenna og stúlkna, bæði á netinu og utan þess, og draga gerendur til ábyrgðar löngu áður en það verður banvænt,“ segir Sarah Hendriks, forstöðumaður stefnumótunarsviðs UN Women, í tilkynningu um skýrsluna og átakið. Stafrænt ofbeldi verði sífellt verra Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir áherslu skýrslunnar í fyrra hafa verið aðeins á kvennamorð en nú tengi samtökin þau við stafrænt ofbeldi. „Þetta stafræna ofbeldi er svo fókuserað á stjórnmálakonur, fjölmiðlakonur, femínista og aðrar baráttukonur,“ segir hún og að slíkt ofbeldi hafi versnað samhliða meiri tækni og fjölgun samfélagsmiðla. „Fyrir komu samfélagsmiðla gastu verið örugg fyrir utan það ef þú hittir einhvern, en núna losnar aldrei undan. Þú ert bara með þetta í vasanum þínum. Endalaust.“ Stella segir gerendur beita ótrúlegum aðferðum við að beita stafrænu ofbeldi. „Það er verið að nota heimilistæki, Alexu og jafnvel bara verið að millifæra pening og senda SMS með skilaboðum. Það er ótrúlegt hvað sumar konur eru að upplifa. Það skiptir svo rosalega miklu máli að við setjum okkur samfélagslegan sáttmála og gerum öll okkar besta í því að reyna að bregðast við þessu.“ Í aðsendri grein á Vísi fjallar Stella um „dogpiling“ sem mætti þýða sem einhvers konar hrúgu og er hugtak úr ruðningi þar sem leikmenn fleygja sér á leikmann úr hinu liðinu til að stöðva hann. Í greininni segir hún stafrænt ofbeldi stundum þannig. Fólk skilji kannski aðeins eftir eina athugasemd en svo þegar margir skilji eftir eina athugasemd verði það fljótt yfirþyrmandi. Myndin var tekin í Ljósagöngunni í fyrra.Vísir/Einar „Börn gera sér til dæmis kannski ekki grein fyrir því hvað eitt komment getur gert. Eitt komment getur verið hræðilegt ef þú ert að fá eitt komment úr öllum áttum. Þitt eina komment er það hundraðasta sem ég er að fá um að segja mér að drepa mig.“ „Þetta kemur úr ruðningi í Bandaríkjunum. Þegar það er verið að stoppa einn og það hrúgast allir ofan á hann. Það er verið að stöðva hann í að komast í mark og þetta er alveg eins með aktívista, það er verið að stoppa þig frá að ná fram raunverulegum breytingum. Þú ert orðin ógn við stöðuna. Við viljum ekki að þú náir í mark, að þú náir að breyta skoðunum fólks og hafa áhrif.“ Í aðsendri grein Stellu er einnig að finna leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig þeir geta stutt við börnin sín svo þeir viti hvað þeir eru að gera á netinu. „Börn hafa náttúrulega bara ekki þann þroska oft og tíðum til þess. Þau eru inni á miðlum sem eru ekki hannaðir fyrir þau, eins og TikTok, þar sem er framleitt efni af fullorðnum fyrir fullorðna, en neytendurnir eru börn. Foreldrar verða að vera upplýstir um hvar börnin þeirra eru og kenna þeim og vera fyrirmyndir í svona samskiptareglum. Minnast Ólafar Töru Ljósagangan, sem gengin er árlega í tilefni af herferðinni, er tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur. Ólöf Tara féll frá í janúar á þessu ári. Ólöf Tara var kraftmikil í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. Ólöf Tara stofnaði Öfga og síðar samtökin Vitund, stuttu fyrir andlát sitt. Stella segir Ólöfu Töru sjálfa hafa orðið fyrir hræðilegu kynbundnu ofbeldi í sambandi hafi svo verið gerð að skotmarki á samfélagsmiðlum út af sinni baráttu sem femínisti. „Þetta er svo hræðilegt og Ólöf Tara endaði með því að taka sitt eigið líf,“ segir Stella og að það megi alveg í slíku tilfelli hugsa um það hver raunverulega sé ábyrgur. Stella hvetur fólk til að koma í ljósagönguna klukkan 17 til að sýna samstöðu. „Til að sýna Ólöfu Töru virðingu og minnast hennar frábæru, mögnuðu baráttu. Til að minna á að við ætlum að halda áfram, við ætlum ekki að láta þagga niður í okkur og við ætlum ekki að gefast upp. Heldur ætlum við að halda áfram þangað til að við náum fram þessum breytingum sem er að konur og stúlkur geti verið öruggar, sama hvar þær eru, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða úti á kvöldin.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Heimilisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. 18. nóvember 2025 23:45 Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. 4. september 2025 19:28 „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. 2. september 2025 07:02 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Herferðin stendur ár hvert frá 25. nóvember til 10. desember og tengir saman alþjóðlegan baráttudag Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og alþjóðlegan mannréttindadag Sameinuðu þjóðanna. Í ár, þegar 30 ár eru liðin frá undirritun Peking-sáttmálans, er athyglinni beint að stafrænu ofbeldi gegn konum og stúlkum. Í fréttatilkynningu frá UN Women segir að þó svo að stafrænn heimur hafi lofað tengingu og valdeflingu sé hann líka fyrir milljónir kvenna og stúlkna vettvangur ofbeldis. Ofbeldið breiðist út á ógnarhraða og er knúið áfram af gervigreind, nafnleysi og skorti á lögum og ábyrgð og er notað sem vopn til að þagga niður í konum og stúlkum, niðurlægja þær og hræða. Gengið er frá Arnarhóli að Bríetartorgi.Vísir/Einar Í tilefni af átakinu kemur einnig út í dag ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og afbrot (UNODC) og UN Women þar sem fjallað er um kvennamorð með áherslu á stafrænt ofbeldi. Í skýrslunni kemur fram að á síðasta ári voru 83.000 konur og stúlkur myrtar með ásetningi. Af þeim voru 60 prósent, eða 50.000 konur og stúlkur, myrtar af nánum sambúðaraðilum eða fjölskyldumeðlimum. Þetta þýðir að ein kona eða stúlka er myrt af sambúðaraðila eða fjölskyldumeðlim á tæplega 10 mínútna fresti, að meðaltali 137 á hverjum degi. Til samanburðar voru aðeins 11 prósent manndrápa á körlum framin af nánum sambúðaraðilum eða fjölskyldumeðlimum. „16 daga átak Sameinuðu þjóðanna í ár undirstrikar að stafrænt ofbeldi helst oft ekki á netinu. Það getur stigmagnast utan nets og í verstu tilfellum stuðlað að banvænum skaða, þar á meðal kvenmorði. Sérhver kona og stúlka á rétt á að vera örugg á öllum sviðum lífs síns og það krefst kerfa sem grípa snemma inn í. Til að koma í veg fyrir þessi morð þurfum við að innleiða lög sem viðurkenna hvernig ofbeldi birtist í lífi kvenna og stúlkna, bæði á netinu og utan þess, og draga gerendur til ábyrgðar löngu áður en það verður banvænt,“ segir Sarah Hendriks, forstöðumaður stefnumótunarsviðs UN Women, í tilkynningu um skýrsluna og átakið. Stafrænt ofbeldi verði sífellt verra Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, segir áherslu skýrslunnar í fyrra hafa verið aðeins á kvennamorð en nú tengi samtökin þau við stafrænt ofbeldi. „Þetta stafræna ofbeldi er svo fókuserað á stjórnmálakonur, fjölmiðlakonur, femínista og aðrar baráttukonur,“ segir hún og að slíkt ofbeldi hafi versnað samhliða meiri tækni og fjölgun samfélagsmiðla. „Fyrir komu samfélagsmiðla gastu verið örugg fyrir utan það ef þú hittir einhvern, en núna losnar aldrei undan. Þú ert bara með þetta í vasanum þínum. Endalaust.“ Stella segir gerendur beita ótrúlegum aðferðum við að beita stafrænu ofbeldi. „Það er verið að nota heimilistæki, Alexu og jafnvel bara verið að millifæra pening og senda SMS með skilaboðum. Það er ótrúlegt hvað sumar konur eru að upplifa. Það skiptir svo rosalega miklu máli að við setjum okkur samfélagslegan sáttmála og gerum öll okkar besta í því að reyna að bregðast við þessu.“ Í aðsendri grein á Vísi fjallar Stella um „dogpiling“ sem mætti þýða sem einhvers konar hrúgu og er hugtak úr ruðningi þar sem leikmenn fleygja sér á leikmann úr hinu liðinu til að stöðva hann. Í greininni segir hún stafrænt ofbeldi stundum þannig. Fólk skilji kannski aðeins eftir eina athugasemd en svo þegar margir skilji eftir eina athugasemd verði það fljótt yfirþyrmandi. Myndin var tekin í Ljósagöngunni í fyrra.Vísir/Einar „Börn gera sér til dæmis kannski ekki grein fyrir því hvað eitt komment getur gert. Eitt komment getur verið hræðilegt ef þú ert að fá eitt komment úr öllum áttum. Þitt eina komment er það hundraðasta sem ég er að fá um að segja mér að drepa mig.“ „Þetta kemur úr ruðningi í Bandaríkjunum. Þegar það er verið að stoppa einn og það hrúgast allir ofan á hann. Það er verið að stöðva hann í að komast í mark og þetta er alveg eins með aktívista, það er verið að stoppa þig frá að ná fram raunverulegum breytingum. Þú ert orðin ógn við stöðuna. Við viljum ekki að þú náir í mark, að þú náir að breyta skoðunum fólks og hafa áhrif.“ Í aðsendri grein Stellu er einnig að finna leiðbeiningar fyrir foreldra um hvernig þeir geta stutt við börnin sín svo þeir viti hvað þeir eru að gera á netinu. „Börn hafa náttúrulega bara ekki þann þroska oft og tíðum til þess. Þau eru inni á miðlum sem eru ekki hannaðir fyrir þau, eins og TikTok, þar sem er framleitt efni af fullorðnum fyrir fullorðna, en neytendurnir eru börn. Foreldrar verða að vera upplýstir um hvar börnin þeirra eru og kenna þeim og vera fyrirmyndir í svona samskiptareglum. Minnast Ólafar Töru Ljósagangan, sem gengin er árlega í tilefni af herferðinni, er tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur. Ólöf Tara féll frá í janúar á þessu ári. Ólöf Tara var kraftmikil í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi. Ólöf Tara stofnaði Öfga og síðar samtökin Vitund, stuttu fyrir andlát sitt. Stella segir Ólöfu Töru sjálfa hafa orðið fyrir hræðilegu kynbundnu ofbeldi í sambandi hafi svo verið gerð að skotmarki á samfélagsmiðlum út af sinni baráttu sem femínisti. „Þetta er svo hræðilegt og Ólöf Tara endaði með því að taka sitt eigið líf,“ segir Stella og að það megi alveg í slíku tilfelli hugsa um það hver raunverulega sé ábyrgur. Stella hvetur fólk til að koma í ljósagönguna klukkan 17 til að sýna samstöðu. „Til að sýna Ólöfu Töru virðingu og minnast hennar frábæru, mögnuðu baráttu. Til að minna á að við ætlum að halda áfram, við ætlum ekki að láta þagga niður í okkur og við ætlum ekki að gefast upp. Heldur ætlum við að halda áfram þangað til að við náum fram þessum breytingum sem er að konur og stúlkur geti verið öruggar, sama hvar þær eru, hvort sem það er á samfélagsmiðlum eða úti á kvöldin.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Kynbundið ofbeldi Stafrænt ofbeldi Ofbeldi gegn börnum Samfélagsmiðlar Heimilisofbeldi Félagasamtök Tengdar fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. 18. nóvember 2025 23:45 Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. 4. september 2025 19:28 „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. 2. september 2025 07:02 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur nú til skoðunar mál sem tengist 764-glæpahópnum. Barnavernd og lögregla í Vestmannaeyjum hvetja foreldra til að fara yfir samfélagsmiðlanotkun barna sinna og fylgjast vel með líðan þeirra. Greint var fyrst frá á vef Eyjafrétta. 18. nóvember 2025 23:45
Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Kona sem hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár skilur ekki hvers vegna kvalari hennar gengur laus þrátt fyrir að hann hafi hlotið dóm, brotið gegn skilorði og ítrekað brotið gegn sex nálgunarbönnum. Hún segir manninn hafa rústað lífi sínu og er vondauf um að ná að endurheimta það. 4. september 2025 19:28
„Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur upp á síðkastið orðið vör við alvarlegar fjárkúgunaraðferðir sem beinast gegn landsmönnum á öllum aldri og kynjum. Svo virðist sem margir hræðist afleiðingarnar sem hótað er með svokallaðri kynlífskúgun (e. sextortion) og greiði jafnvel háar upphæðir til fjárkúgara. 2. september 2025 07:02