R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. nóvember 2025 13:00 Þegar barn eða ungmenni glímir við alvarlegan vanda standa foreldrar frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Í slíkum aðstæðum skiptir traust til kerfisins miklu máli. Það er því mikilvægt að minna á að meirihluti barna og ungmenna sem fá þjónustu innan barna og fjölskyldukerfis nær bata og heldur áfram í lífinu með aukinn stöðugleika. Fjöldi barna fær stuðning í formi fjölskyldumeðferðar, fjölkerfameðferðar eða annarra úrræða sem byggja á gagnreyndri þekkingu og reynslu fagfólks. Sú heildarmynd sést oft síður í opinberri umræðu, en hún er nauðsynleg til að tryggja að fólk treysti þjónustunni og nýti hana þegar þörf er á. Rannsóknir sýna að snemmtækur stuðningur getur dregið úr vímuefnaneyslu, minnkað hegðunarvanda, aukið skólasókn og styrkt fjölskyldur. Slíkur árangur næst þó aðeins ef ungmenni og foreldrar treysta sér til að stíga inn í ferlið og halda áfram í samstarfi við fagfólk. Ef ótti eða vantraust leiðir til þess að fólk veigrar sér við að leita sér hjálpar verður fyrsta skrefið þyngra og meðferðin nær ekki að skila þeim árangri sem þekktur er. Meðferð sem fólk forðast getur ekki hjálpað þeim sem þurfa á henni að halda. Á sama tíma þarf að horfast í augu við áskoranir kerfisins. Börn með margþættan vanda, þar sem geðræn einkenni og vímuefnaneysla fléttast saman, lenda oft milli þjónustukerfa. BUGL (Barna og unglingageðdeild Landspítalanns), sinnir afmörkuðum hópi barna og hefur ekki burði til að taka við þeim sem þurfa sérhæfða innlögn þegar hegðunarvandi, vímuefnaneysla og geðræn einkenni fara saman. Í framkvæmd þýðir þetta að börnum með slíkan vanda er vísað frá þrátt fyrir augljósa þörf fyrir læknisfræðilegt mat og meðferð. Sérstök afeitrunardeild Landspítalans sem átti að sinna þessum hópi hefur einnig hafnað beiðnum um innlögn, meðal annars vegna þess að barn eða ungmenni sýnir mótþróa eða ofbeldishegðun. Þetta er þjónusta sem á formlega heima innan heilbrigðiskerfisins en hefur í raun ekki verið byggð upp þar. Landspítalinn fékk áður verulegt fjármagn til að reka sértæka deild fyrir ungmenni í þessum vanda en sú starfsemi hefur aldrei komist í eðlilegan rekstur. Þegar bæði BUGL og afeitrunardeildin vísa málefnum frá verða félagsleg úrræði BOFS(Barna og fjölskyldustofa), að taka við verkefnum sem í grunninn krefjast sérhæfðs læknisfræðilegs baklands. Félagsleg úrræði eru hönnuð til að veita sálfélagslegan stuðning, fjölskylduvinnu og atferlismeðferð en geta ekki sinnt verkefnum sem byggja á greiningum, læknisfræðilegri eftirfylgd eða meðferð við bráðum geðrænum einkennum. Þetta skapar skýrt bil í þjónustunni. Börn sem þurfa bæði geðheilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði fá ekki samfellda og heildstæða þjónustu nema þessi kerfi starfi í nánu samstarfi. Það er nauðsynlegt að brúa þetta bil og tryggja að ábyrgð sé skýr og að þjónustan sé samhæfð, þannig að börn með flókan og margþættan vanda falli ekki á milli kerfa sem eiga að vinna saman. Börn sem koma inn í meðferðarúrræði eru gjarnan með langa sögu áfalla og erfiðleika í sínum uppvexti og hefðu átt að fá markvissari stuðning miklu fyrr í skólum, félagsþjónustu og heilbrigðiskerfi. Ef fyrsta línan bregst verður síðari línan þyngri og úrræðin verða neyðarvarnir í stað snemmtæks stuðnings. Því þarf að styrkja grunnkerfin, styðja foreldra fyrr og tryggja samfellu þegar ungmenni færast yfir í þjónustu fullorðinna. Það sem skiptir mestu er þó að foreldrar og ungmenni haldi áfram að leita sér aðstoðar. Þegar traust minnkar og fólk dregur sig í hlé eykst hættan og vandi barnanna vex. Rannsóknir sýna að þegar leitað er síður eftir aðstoð eykst hættan á vímuefnaneyslu, verri líðan, brottfalli úr skóla og aukinni hættu á afbrotum síðar á ævinni. Samfélagið þarf því að tryggja að umræða um þjónustu við börn og ungmenni hvetji til samstarfs og stuðnings í stað þess að fæla fólk frá úrræðum sem geta skipt sköpum. Foreldrar eiga að finna að þegar þeir stíga inn í kerfið standi fagfólk tilbúið með skýrar verklagsreglur, gagnreynda þekkingu og samstillt viðhorf. Börn og ungmenni með flókinn vanda þurfa á samhentu og traustu kerfi að halda þar sem heilbrigðisþjónusta, skólar, félagsþjónusta og meðferðarúrræði vinna saman. Þjónustan þarf að vera byggð á fagmennsku og stöðugleika og vera þannig úr garði gerð að foreldrar og ungmenni geti treyst henni. Í þessu samhengi skiptir máli að orðræða um þessi mál sé vönduð og ábyrg. Þegar fjallað er um viðkvæman hóp þarf að byggja á heildarmynd, faglegri þekkingu og réttum upplýsingum. Brotakenndar og dramatískar frásagnir fjölmiðla geta skapað þá mynd að kerfið sé almennt ótraust og að hættan sé meiri en hjálpin sem í boði er. Slík áhrif geta valdið því að ungmenni sem þyrftu á meðferð og stuðningi að halda dragist aftur úr og missi af tækifærum sem gætu breytt lífi þeirra til hins betra. Það getur jafnframt leitt til þess að fleiri ungmenni þrói með sér alvarlegri vanda og eigi í framtíðinni frekar erindi á geðdeildir eða inn í réttarkerfið. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki og umfjöllun þeirra á fullt erindi. En þegar fjallað er um börn í viðkvæmri stöðu þarf að gæta að samhengi og faglegri nálgun sem styður fremur en veikir traust. Þegar það tekst verður umræðan hluti af lausninni, foreldrar þora að sækja hjálp og kerfið fær tækifæri til að þróast áfram á grundvelli trausts og samábyrgðar. Við verðum að sameinast um það að tryggja að umræða um þjónustu við börn og ungmenni auki líkur á að börn og foreldrar leiti sér hjálpar en dragi ekki úr því. Það er forsenda þess að börn fái þann stuðning sem þau þurfa og að samfélagið geti staðið með þeim á réttum tíma með réttum hætti, ábyrgðin er okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fíkn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar barn eða ungmenni glímir við alvarlegan vanda standa foreldrar frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Í slíkum aðstæðum skiptir traust til kerfisins miklu máli. Það er því mikilvægt að minna á að meirihluti barna og ungmenna sem fá þjónustu innan barna og fjölskyldukerfis nær bata og heldur áfram í lífinu með aukinn stöðugleika. Fjöldi barna fær stuðning í formi fjölskyldumeðferðar, fjölkerfameðferðar eða annarra úrræða sem byggja á gagnreyndri þekkingu og reynslu fagfólks. Sú heildarmynd sést oft síður í opinberri umræðu, en hún er nauðsynleg til að tryggja að fólk treysti þjónustunni og nýti hana þegar þörf er á. Rannsóknir sýna að snemmtækur stuðningur getur dregið úr vímuefnaneyslu, minnkað hegðunarvanda, aukið skólasókn og styrkt fjölskyldur. Slíkur árangur næst þó aðeins ef ungmenni og foreldrar treysta sér til að stíga inn í ferlið og halda áfram í samstarfi við fagfólk. Ef ótti eða vantraust leiðir til þess að fólk veigrar sér við að leita sér hjálpar verður fyrsta skrefið þyngra og meðferðin nær ekki að skila þeim árangri sem þekktur er. Meðferð sem fólk forðast getur ekki hjálpað þeim sem þurfa á henni að halda. Á sama tíma þarf að horfast í augu við áskoranir kerfisins. Börn með margþættan vanda, þar sem geðræn einkenni og vímuefnaneysla fléttast saman, lenda oft milli þjónustukerfa. BUGL (Barna og unglingageðdeild Landspítalanns), sinnir afmörkuðum hópi barna og hefur ekki burði til að taka við þeim sem þurfa sérhæfða innlögn þegar hegðunarvandi, vímuefnaneysla og geðræn einkenni fara saman. Í framkvæmd þýðir þetta að börnum með slíkan vanda er vísað frá þrátt fyrir augljósa þörf fyrir læknisfræðilegt mat og meðferð. Sérstök afeitrunardeild Landspítalans sem átti að sinna þessum hópi hefur einnig hafnað beiðnum um innlögn, meðal annars vegna þess að barn eða ungmenni sýnir mótþróa eða ofbeldishegðun. Þetta er þjónusta sem á formlega heima innan heilbrigðiskerfisins en hefur í raun ekki verið byggð upp þar. Landspítalinn fékk áður verulegt fjármagn til að reka sértæka deild fyrir ungmenni í þessum vanda en sú starfsemi hefur aldrei komist í eðlilegan rekstur. Þegar bæði BUGL og afeitrunardeildin vísa málefnum frá verða félagsleg úrræði BOFS(Barna og fjölskyldustofa), að taka við verkefnum sem í grunninn krefjast sérhæfðs læknisfræðilegs baklands. Félagsleg úrræði eru hönnuð til að veita sálfélagslegan stuðning, fjölskylduvinnu og atferlismeðferð en geta ekki sinnt verkefnum sem byggja á greiningum, læknisfræðilegri eftirfylgd eða meðferð við bráðum geðrænum einkennum. Þetta skapar skýrt bil í þjónustunni. Börn sem þurfa bæði geðheilbrigðisþjónustu og félagsleg úrræði fá ekki samfellda og heildstæða þjónustu nema þessi kerfi starfi í nánu samstarfi. Það er nauðsynlegt að brúa þetta bil og tryggja að ábyrgð sé skýr og að þjónustan sé samhæfð, þannig að börn með flókan og margþættan vanda falli ekki á milli kerfa sem eiga að vinna saman. Börn sem koma inn í meðferðarúrræði eru gjarnan með langa sögu áfalla og erfiðleika í sínum uppvexti og hefðu átt að fá markvissari stuðning miklu fyrr í skólum, félagsþjónustu og heilbrigðiskerfi. Ef fyrsta línan bregst verður síðari línan þyngri og úrræðin verða neyðarvarnir í stað snemmtæks stuðnings. Því þarf að styrkja grunnkerfin, styðja foreldra fyrr og tryggja samfellu þegar ungmenni færast yfir í þjónustu fullorðinna. Það sem skiptir mestu er þó að foreldrar og ungmenni haldi áfram að leita sér aðstoðar. Þegar traust minnkar og fólk dregur sig í hlé eykst hættan og vandi barnanna vex. Rannsóknir sýna að þegar leitað er síður eftir aðstoð eykst hættan á vímuefnaneyslu, verri líðan, brottfalli úr skóla og aukinni hættu á afbrotum síðar á ævinni. Samfélagið þarf því að tryggja að umræða um þjónustu við börn og ungmenni hvetji til samstarfs og stuðnings í stað þess að fæla fólk frá úrræðum sem geta skipt sköpum. Foreldrar eiga að finna að þegar þeir stíga inn í kerfið standi fagfólk tilbúið með skýrar verklagsreglur, gagnreynda þekkingu og samstillt viðhorf. Börn og ungmenni með flókinn vanda þurfa á samhentu og traustu kerfi að halda þar sem heilbrigðisþjónusta, skólar, félagsþjónusta og meðferðarúrræði vinna saman. Þjónustan þarf að vera byggð á fagmennsku og stöðugleika og vera þannig úr garði gerð að foreldrar og ungmenni geti treyst henni. Í þessu samhengi skiptir máli að orðræða um þessi mál sé vönduð og ábyrg. Þegar fjallað er um viðkvæman hóp þarf að byggja á heildarmynd, faglegri þekkingu og réttum upplýsingum. Brotakenndar og dramatískar frásagnir fjölmiðla geta skapað þá mynd að kerfið sé almennt ótraust og að hættan sé meiri en hjálpin sem í boði er. Slík áhrif geta valdið því að ungmenni sem þyrftu á meðferð og stuðningi að halda dragist aftur úr og missi af tækifærum sem gætu breytt lífi þeirra til hins betra. Það getur jafnframt leitt til þess að fleiri ungmenni þrói með sér alvarlegri vanda og eigi í framtíðinni frekar erindi á geðdeildir eða inn í réttarkerfið. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki og umfjöllun þeirra á fullt erindi. En þegar fjallað er um börn í viðkvæmri stöðu þarf að gæta að samhengi og faglegri nálgun sem styður fremur en veikir traust. Þegar það tekst verður umræðan hluti af lausninni, foreldrar þora að sækja hjálp og kerfið fær tækifæri til að þróast áfram á grundvelli trausts og samábyrgðar. Við verðum að sameinast um það að tryggja að umræða um þjónustu við börn og ungmenni auki líkur á að börn og foreldrar leiti sér hjálpar en dragi ekki úr því. Það er forsenda þess að börn fái þann stuðning sem þau þurfa og að samfélagið geti staðið með þeim á réttum tíma með réttum hætti, ábyrgðin er okkar allra. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar