Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 11:23 Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump. Getty/Andrew Harnik Ráðamenn og embættismenn í Evrópu eru verulega ósáttir við ætlanir Bandaríkjamanna um að hagnast á frystum sjóðum Rússa í Evrópu og enduruppbyggingu í Úkraínu. Þær ætlanir eru sagðar geta komið niður á tilraunum Evrópumanna til að hjálpa Úkraínumönnum að komast gegnum stríðið við Rússland. Embættismenn Evrópusambandsins hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu, en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Útlit er fyrir að Úkraínumenn gætu átt í fjárhagskröggum snemma á næsta ári, samkvæmt frétt Politico. Ráðamenn í Rússlandi hafa mótmælt þessum áætlunum verulega en viðræður um hvernig þetta væri hægt hafa ekki skilað árangri hingað til. Að mestu hafa þær strandað á Belgum, sem óttast að upptaka sjóðanna myndi koma niður á bankakerfi landsins og gera Belga berskjaldaða gagnvart mögulegum lögsóknum. Til stendur að halda annan fund um málið í næsta mánuði. Sjá einnig: Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Vilja fjárfesta og hirða helming hagnaðarins Fjórtándi liður 28 liða friðaráætlunarinnar segir til um að hundrað milljarðar dala af frystum eigum Rússa yrðu settir í sjóð sem nota ætti til uppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. Þá segir þar að ríki Evrópu ættu einnig að setja hundrað milljarða dala í sjóðinn. Sjóðnum ætti að vera stýrt af Bandaríkjamönnum og þeir eiga að eignast helming þess hagnaðar sem uppbyggingin og fjárfestingarnar gætu leitt af sér. Afganginn af frystum eigum Rússa í Evrópu á samkvæmt friðaráætluninni að verja til sameiginlegra fjárfestinga Bandaríkjanna og Rússlands. Harðorðir Evrópumenn Í samtali við Politico segir einn evrópskur embættismaður að ætlanirnar séu hneykslanlegar. Sá maður, sem er franskur, segir að Evrópumenn séu að keppast við að reyna að nýta þessa sjóði í hag Úkraínumanna og að Trump vilji hagnast á þeim. Líklegast sé að enginn muni samþykkja friðaráætlunina. Annar, sem sagður er háttsettur embættismaður hjá Evrópusambandinu, gerði lítið úr hugmyndunum í friðaráætluninni og benti á að Donald Trump hefði ekkert vald til að losa frysta sjóði í Evrópu. Enn annar háttsettur embættismaður ESB er sagður hafa blótað þessum hugmyndum og sá fjórði sagði: „Witkoff þarf á geðlækni að halda.“ Embættismennirnir hafa sérstaklega áhyggjur af því að friðaráætlunin muni gera erfiðara að komast að samkomulagi um notkun sjóðanna og auka á áhyggjur ráðamanna í Belgíu. Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21. nóvember 2025 15:52 Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30 Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Embættismenn Evrópusambandsins hafa um nokkurra mánaða skeið reynt að finna leiðir til að nota um þær fúlgur fjár sem frystar hafa verið í sjóðum Rússa í Evrópu. Mest er um að ræða peninga í bönkum í Belgíu, en í heildina eru þetta um 140 milljarðar evra, eða um 20,6 billjónir króna (20.600.000.000.000). Vextirnir af þessum peningum hafa um nokkuð skeið verið notaðir til að fjármagna rekstur úkraínska ríkisins. Nú vilja bakhjarlar Úkraínu nota peningana til að fjármagna uppbyggingu á hergagnaiðnaði í Úkraínu og til að fjármagna kaup á hergögnum frá Bandaríkjunum á næstu árum. Úkraínumenn vilja einnig nota þá til að fjármagna ríkisreksturinn þar í landi. Útlit er fyrir að Úkraínumenn gætu átt í fjárhagskröggum snemma á næsta ári, samkvæmt frétt Politico. Ráðamenn í Rússlandi hafa mótmælt þessum áætlunum verulega en viðræður um hvernig þetta væri hægt hafa ekki skilað árangri hingað til. Að mestu hafa þær strandað á Belgum, sem óttast að upptaka sjóðanna myndi koma niður á bankakerfi landsins og gera Belga berskjaldaða gagnvart mögulegum lögsóknum. Til stendur að halda annan fund um málið í næsta mánuði. Sjá einnig: Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Í nýopinberuðum og umdeildum friðartillögum sem skrifaðar voru af bandarískum og rússneskum erindrekum, þar á meðal Steve Witkoff, sérstökum erindreka Donalds Trump, og rússneskum auðjöfri, eru þessir sjóðir nefndir sérstaklega og hvernig eigi að verja þeim. Vilja fjárfesta og hirða helming hagnaðarins Fjórtándi liður 28 liða friðaráætlunarinnar segir til um að hundrað milljarðar dala af frystum eigum Rússa yrðu settir í sjóð sem nota ætti til uppbyggingar og fjárfestinga í Úkraínu. Þá segir þar að ríki Evrópu ættu einnig að setja hundrað milljarða dala í sjóðinn. Sjóðnum ætti að vera stýrt af Bandaríkjamönnum og þeir eiga að eignast helming þess hagnaðar sem uppbyggingin og fjárfestingarnar gætu leitt af sér. Afganginn af frystum eigum Rússa í Evrópu á samkvæmt friðaráætluninni að verja til sameiginlegra fjárfestinga Bandaríkjanna og Rússlands. Harðorðir Evrópumenn Í samtali við Politico segir einn evrópskur embættismaður að ætlanirnar séu hneykslanlegar. Sá maður, sem er franskur, segir að Evrópumenn séu að keppast við að reyna að nýta þessa sjóði í hag Úkraínumanna og að Trump vilji hagnast á þeim. Líklegast sé að enginn muni samþykkja friðaráætlunina. Annar, sem sagður er háttsettur embættismaður hjá Evrópusambandinu, gerði lítið úr hugmyndunum í friðaráætluninni og benti á að Donald Trump hefði ekkert vald til að losa frysta sjóði í Evrópu. Enn annar háttsettur embættismaður ESB er sagður hafa blótað þessum hugmyndum og sá fjórði sagði: „Witkoff þarf á geðlækni að halda.“ Embættismennirnir hafa sérstaklega áhyggjur af því að friðaráætlunin muni gera erfiðara að komast að samkomulagi um notkun sjóðanna og auka á áhyggjur ráðamanna í Belgíu.
Úkraína Rússland Bandaríkin Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21. nóvember 2025 15:52 Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30 Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55 Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
„Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði þjóð sína í dag og sagði hana í einhverri erfiðustu stöðu sem þjóðin hefði upplifað. Helstu bandamenn Úkraínumanna reyndu að þvinga þá til að gera slæmt samkomulag við Rússa, sem hefðu reynt að sigra Úkraínu í ellefu ár. 21. nóvember 2025 15:52
Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Bandaríkjamenn eru sagðir hafa hafa hótað því að skera á flæði upplýsinga og vopna til Úkraínumanna. Það verði gert skrifi Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ekki fljótt undir friðaráætlun sem Úkraínumenn komu ekkert að því að semja og þykir halla verulega á þá. 21. nóvember 2025 13:30
Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur staðfest að honum hafi borist drög að friðarsamkomulagi sem samin voru af fulltrúum Bandaríkjanna og Rússlands. 21. nóvember 2025 06:55
Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. 19. nóvember 2025 13:30