Handbolti

Stjarnan slátraði meisturunum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Liðin mættust síðast í bikarúrslitaleiknum í vor en í þetta skiptið sigraði Stjarnan.
Liðin mættust síðast í bikarúrslitaleiknum í vor en í þetta skiptið sigraði Stjarnan. vísir

Stjarnan heimsótti ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Fram og vann afar öruggan 24-33 sigur í 11. umferð Olís deildar karla í handbolta.

Stjarnan komst með sigrinum í 7. sæti deildarinnar, upp fyrir Fram sem hefur ekki fagnað góðu gengi í titilvörninni.

Fram skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld en það var eina skiptið sem heimamenn höfðu forystuna.

Stjarnan leiddi með sex mörkum í hálfleik og sigurinn hefði getað orðið stærri því gestirnir komust 19-33 yfir þegar sjö mínútur voru eftir, en hættu þá að skora og hleyptu fjórum Fram mörkum inn.

Jóel Bernburg var markahæstur hjá Stjörnunni í kvöld með 6 mörk úr fullkominni skotnýtingu, auk þess að gefa 1 stoðsendingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×