Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 23:01 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þegar forseti Íslands getur ekki sinnt störfum sínum, svo sem þegar hann er erlendis eða veikur, fara forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar með forsetavald. Nú eru það því Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, og Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar. Fyrir að fara með forsetavald fá þau hvort um sig þriðjung af launum forsetans. Í greinagerð með drögum að frumvarpi til laga um laun forseta Íslands og lögum um Stjórnarráð Íslands, segir að hingað til hafi forsetavaldshafar verið að fá saman um tíu milljónir ár hvert fyrir starfið. Árið 2023 fengu þau saman samtals 9,3 milljónir króna og 12,3 milljónir króna árið 2022. Í drögunum er hins vegar lagt til að í stað þess að launum forsetans sé skipt í þrennt fái hver handhafi forsetavaldsins hundrað þúsund krónur á ári, sama hversu marga daga forsetinn er frá. Ástæðan fyrir því að launin séu ekki afnumin er að það segir í stjórnarskránni að þeir sem fari með forsetavald eigi að fá greitt. „Þá segir svo í 2. mgr. 9. gr. stjórnarskrárinnar: „Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald“. Þannig má halda því fram að stjórnarskráin geri ráð fyrir að einhverjar greiðslur eigi sér stað til handhafa forsetavalds og ekki sé eðlilegt að afnema þær með öllu,“ segir í drögunum. „Hér er því lögð fram hófleg þóknun, enda má færa að því rök að umræddir embættismenn njóti almennt góðra kjara og að verkefni handahafa séu eðlilegur þáttur í embættisstörfum þeirra.“ Þessi breyting var meðal tillagna sem hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar lagði til. Hópurinn vann úr tæplega fjögur þúsund umsögnum sem bárust í samráðsgátt stjórnvalda um hagræðingu í ríkisrekstri. Fengi að ráða aðstoðarmann án auglýsingar Í drögunum er einnig skerpt á hvert hlutverk forsetaritara sé en Sif Gunnarsdóttir gegnir því starfi í dag. Þá er lagt til að ríkjandi forseti hafi rétt á að ráða sér aðstoðarmann líkt og ráðherrar geri. Þessi aðstoðarmaður yrði ráðinn sérstaklega af forsetanum, án sérstakrar auglýsingar. Þó sé ekki um varanlegt starf að ræða því þegar embættistíð forsetans er lokið lætur aðstoðarmaðurinn einnig af störfum. „Undanfarin ár hafa starfsmenn á skrifstofu forseta Íslands og Bessastöðum, auk bílstjóra, að jafnaði verið tíu samtals. Starfsmannavelta er lítil og möguleikar til breytinga samkvæmt því takmarkaðir. Markmið með heimild til ráðningar aðstoðarmanns er ekki að bæta stöðugildi við starfslið embættisins,“ segir í drögunum að frumvarpi til laga.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Forseti Íslands Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira