Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Aron Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 07:32 Andrea Jacobsen vonast til að verða orðin klár í slaginn fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. vísir/sigurjón Einn mesti reynslubolti íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Andrea Jacobsen, er í kapphlaupi við tímann þegar nú dregur nær næsta stórmóti. Áfall fyrir mót setur þátttöku hennar í uppnám en Andrea heldur þó í bjartsýnina. Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“ HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira
Andrea varð fyrir því óláni að slíta liðband í ökkla á æfingu með félagsliði sínu Blomberg Lippe í Þýskalandi þegar innan við þrjár vikur voru til stefnu í fyrsta leik Íslands á HM þar í landi þann gegn heimakonum í þýska landsliðinu þann 26. nóvember næstkomandi. „Þetta var áfall, gerist daginn fyrir mjög mikilvægan leik gegn Val og það voru leikir sem ég hlakkaði mjög mikið til þess að spila. Hugurinn fór strax á HM, hvort að ég kæmist með eða hvernig þetta yrði. Sem betur fer á ég mjög góða að, bæði í Þýskalandi og hérna heima. Ég fór strax í meðferð við þessum meiðslum og það er reynt að flýta fyrir bata eins og hægt er en ég er jákvæð fyrir þessu núna, bjartsýn fyrir því að ég nái allavegana einhverju af mótinu,“ sagði Andrea í samtali við íþróttadeild. Engu að síður er óvissan mikil en Andrea segir stöðuna ágæta nú við upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins hér heima. „Það er lítil bólga eftir og mér líður vel. En ég er bara í kapphlaupi við tímann og við tökum stöðuna dag fyrir dag. Akkúrat núna er ég að gera litlu og leiðinlegu æfingarnar frá sjúkraþjálfurunum, hef ekkert prófað af viti að hlaupa og hoppa. Ég held að það muni gerast bráðlega, vonandi. Þeir segja að það taki tvær til fjórar vikur fyrir mig að ná mér. Það verða bráðum liðnar tvær vikur og við tökum stöðuna þá.“ Andrea hefur verið í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu undanfarin ár.vísir/hulda margrét Ísland leikur í C-riðli með Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu lið riðilsins tryggja sig áfram í milliriðil og að sögn Andreu ætlar liðið sér áfram. Andrea á sjálf 66 A-landsleiki að baki og er með reynslumestu leikmönnum íslenska landsliðsins sem er að ganga í gegnum ákveðna endurnýjun. Fjórir af sextán leikmönnum liðsins eru á leið á sitt fyrsta stórmót. „Við erum að fá inn sterka karaktera og mikið af yngri stelpum sem eru að hressa þetta upp en ekki að það hafi ekki verið fjör fyrir. Það eru nokkrar stelpur í þessum hóp sem hafa farið á öll þrjú stórmótin núna og það er rosalega mikilvæg reynsla. Að fá ekki alltaf þetta fyrsta sjokk. Það mun hjálpa okkur klárlega að hafa farið á fyrri mót.“
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sjá meira