Viðskipti innlent

Ráðinn nýr for­stöðumaður hjá Origo

Atli Ísleifsson skrifar
Arnþór Ingi Hinriksson.
Arnþór Ingi Hinriksson.

Origo hefur ráðið Arnþór Inga Hinriksson sem forstöðumann Azure skýja- og viðskiptalausna.

Í tilkynningu segir að sviðið byggi á sterkri sérhæfingu í Microsoft umhverfinu, þar sem áhersla sé lögð á Azure skýjalausnir, Dynamics 365, Power Platform, Microsoft 365 og hagnýtingu gagna og gervigreindar. 

„Ráðning Arnþórs, í kjölfar kaupanna á Business Central ráðgjafafyrirtækinu Kappa, eykur enn styrk Origo sem leiðandi ráðgjafa á sviði Microsoft lausna.

Arnþór Ingi hefur yfir 20 ára reynslu á hugbúnaðarþróun og hefur gengt ýmsum stjórnunar- og sérfræðihlutverkum. Arnþór Ingi kemur frá Icelandair þar sem hann starfaði sem Tech Lead og deildarstjóri í Digital og Data. Þar leiddi hann þjónustulausnahópinn. Fyrir það gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra hjá Hlaða ehf. og Glaze,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×