Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi ELKO 13. nóvember 2025 08:03 Líkt og fyrri ár er markmiðið með könnuninni að grafast fyrir um jólagjöf ársins og leita um leið skemmtilegra upplýsinga um hefðir og jólahald landsmanna. Niðurstaða um jólagjöf ársins fékkst með nokkrum yfirburðum að þessu sinni í árvissri jólakönnun ELKO. Ninja Creami ísvélin hlaut afgerandi kosningu með 24% atkvæða og tekur við af snjallsímum sem verið hafa á toppi listans tvö ár í röð. Tæplega fjögur þúsund svör bárust í könnuninni sem send var á póstlista ELKO. Líkt og fyrri ár er markmiðið með könnuninni að grafast fyrir um jólagjöf ársins og leita um leið skemmtilegra upplýsinga um hefðir og jólahald landsmanna. „Á eftir ísvélinni koma símar, heyrnartól og snjallúr og svo komast LED andlitsgrímur á topp tuttugu listann í ár, en þar er um að ræða ljósameðferð sem á að stuðla að betri húð, draga úr hrukkum og jafnvel vinna á bólum,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. Þá sé loftsteikingarpotturinn (air fryer) enn á óskalista fólks þrátt fyrir að vera til á um 56% heimila. 21% sagði ýmist að loftsteikingarpottur væri á óskalistanum eða að kominn væri tími á nýjan. LEGO sem er nýjung í vöruúrvali ELKO er í 9. sæti yfir jólagjöf ársins en tæplega 60% svarenda segjast munu gefa að minnsta kosti eina gjöf frá vörumerkinu LEGO í ár. Fullorðnir fá í skóinn Við spyrjum líka alltaf um margvíslegar hliðar jólahaldsins. 42% hefja jólagjafainnkaupin í nóvember og gætir þar líklega áhrifa af afsláttardögum í mánuðinum. Svo segjast um 12% með augun opin og kaupa jólagjafir allan ársins hring. Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO segir niðurstöðu könnunarinnar í ár hafa verið afgerandi. Um 20% fullorðinna segjast fá í skóinn á aðfangadag og jafn margir segja það koma í ljós og því um skemmtilega jólahefð sem er að myndast hjá mörgum. 70% setja upp gervitré fyrir jólin og rúmlega 20% lifandi tré. Einungis um 7% setja ekki upp jólatré. Tæpur helmingur gefur tíu gjafir eða fleiri og rúmur fimmtungur áætlar að verja 100 til 150 þúsund krónum í gjafirnar. Um 26% segjast munu verja yfir 150 þúsund krónum og um 5% landsmanna segjast munu verja jólunum erlendis í ár. John McClane í fimmta sæti Í ljós kom líka að Home Aloneer vinsælasta jólamyndin með um 26% atkvæða. Þar á eftir koma rómantíska jólagamanmyndin Holiday með 15% og svo Christmas Vacation með 13% en niðurstaðan er unnin út frá opinni spurningu. Athygli vekur að Die Hard situr í 5. sæti listans og ævintýramyndirnar byggðar á Hringadróttinssögu eru meðal topp tíu, en þær voru allar frumsýndar á milli jóla og nýárs og ljóst að áhorf á þær hefur sterka tengingu við jólatímabilið. Styrkja Ljósið Í tengslum við könnunina hefur fólki líka boðist að tilnefna málefni sem stendur því nærri til styrkúthlutunar. Að þessu sinni hlýtur Ljósið styrk upp á eina milljón króna úr styrktarsjóði ELKO í nóvember. Jól Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
Tæplega fjögur þúsund svör bárust í könnuninni sem send var á póstlista ELKO. Líkt og fyrri ár er markmiðið með könnuninni að grafast fyrir um jólagjöf ársins og leita um leið skemmtilegra upplýsinga um hefðir og jólahald landsmanna. „Á eftir ísvélinni koma símar, heyrnartól og snjallúr og svo komast LED andlitsgrímur á topp tuttugu listann í ár, en þar er um að ræða ljósameðferð sem á að stuðla að betri húð, draga úr hrukkum og jafnvel vinna á bólum,“ segir Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO. Þá sé loftsteikingarpotturinn (air fryer) enn á óskalista fólks þrátt fyrir að vera til á um 56% heimila. 21% sagði ýmist að loftsteikingarpottur væri á óskalistanum eða að kominn væri tími á nýjan. LEGO sem er nýjung í vöruúrvali ELKO er í 9. sæti yfir jólagjöf ársins en tæplega 60% svarenda segjast munu gefa að minnsta kosti eina gjöf frá vörumerkinu LEGO í ár. Fullorðnir fá í skóinn Við spyrjum líka alltaf um margvíslegar hliðar jólahaldsins. 42% hefja jólagjafainnkaupin í nóvember og gætir þar líklega áhrifa af afsláttardögum í mánuðinum. Svo segjast um 12% með augun opin og kaupa jólagjafir allan ársins hring. Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO segir niðurstöðu könnunarinnar í ár hafa verið afgerandi. Um 20% fullorðinna segjast fá í skóinn á aðfangadag og jafn margir segja það koma í ljós og því um skemmtilega jólahefð sem er að myndast hjá mörgum. 70% setja upp gervitré fyrir jólin og rúmlega 20% lifandi tré. Einungis um 7% setja ekki upp jólatré. Tæpur helmingur gefur tíu gjafir eða fleiri og rúmur fimmtungur áætlar að verja 100 til 150 þúsund krónum í gjafirnar. Um 26% segjast munu verja yfir 150 þúsund krónum og um 5% landsmanna segjast munu verja jólunum erlendis í ár. John McClane í fimmta sæti Í ljós kom líka að Home Aloneer vinsælasta jólamyndin með um 26% atkvæða. Þar á eftir koma rómantíska jólagamanmyndin Holiday með 15% og svo Christmas Vacation með 13% en niðurstaðan er unnin út frá opinni spurningu. Athygli vekur að Die Hard situr í 5. sæti listans og ævintýramyndirnar byggðar á Hringadróttinssögu eru meðal topp tíu, en þær voru allar frumsýndar á milli jóla og nýárs og ljóst að áhorf á þær hefur sterka tengingu við jólatímabilið. Styrkja Ljósið Í tengslum við könnunina hefur fólki líka boðist að tilnefna málefni sem stendur því nærri til styrkúthlutunar. Að þessu sinni hlýtur Ljósið styrk upp á eina milljón króna úr styrktarsjóði ELKO í nóvember.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira