Íslenski boltinn

„Getur vel verið að ég sé að tala með rass­gatinu“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson er tekinn við sem þjálfari Sindra frá Höfn í Hornafirði en liðið spilar í 3. deildinni sem er D-deildin í íslenska boltanum.
Björn Daníel Sverrisson er tekinn við sem þjálfari Sindra frá Höfn í Hornafirði en liðið spilar í 3. deildinni sem er D-deildin í íslenska boltanum. Vísir/Ívar Fannar

Björn Daníel Sverrisson segist hafa lagt mikið á sig til að sannfæra eiginkonuna að flytja á Höfn í Hornafirði, en hún er sjálf ættuð þaðan. Hann er nú orðinn þjálfari fótboltaliðs Sindra þar í bæ. Stefán Árni Pálsson ræddi við hann.

Björn Daníel lagði skóna á hilluna á dögunum. Hann lék 262 leiki fyrir FH í efstu deild og skoraði 58 mörk. Á nýafstöðnu tímabili skoraði hann átta mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni.

Á ferlinum lék Björn Daníel einnig með Viking í Noregi, AGF og Vejle í Danmörku. Hann spilaði átta leiki fyrir íslenska landsliðið.

Björn var kvaddur með virtum eftir síðasta leikinn sinn með FH í Kaplakrika en hann skrifaði síðan á dögunum undir þriggja ára samning við Sindra. Á síðasta tímabili endaði Sindri í níunda sætinu í þriðju deildinni.

Hefur fengið meiri áhuga á seinni árum

„Á seinni árum hef ég fengið meiri áhuga á þessu og fékk þetta spennandi tækifæri í þessu flotta félagi í þessu fallega sveitarfélagi,“ sagði Björn Daníel.

Eiginkona hans, Lukka Óðinsdóttir, er frá Höfn í Hornafirði en það er þó hann sem þurfti að sannfæra hana um að flytja fjölskylduna þangað.

„Ég er búinn að vera mjög spenntur fyrir að flytja þarna og ég hef unnið svona markvisst að því að fá konuna með mér. Þegar þetta kom upp þá fannst mér þetta spennandi,“ sagði Björn.

Tókst að sannfæra eiginkonuna

„Ég er búinn að fá alltaf skot, síðan bara nánast ég kom þarna fyrst, um hvenær ég myndi koma og spila fyrir Sindra. Þegar maður var að hætta í fótbolta þá var þetta tækifæri til þess að fara inn í þjálfun þarna,“ sagði Björn

„Ég gat ekki sagt nei og sem betur fer, eins og ávallt, þá studdi konan mín við það,“ sagði Björn en hverjar eru hans hugmyndir um þjálfun?

„Ég hef sagt það, það er alltaf þannig með leikmenn að þeir hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig þeir vilja þjálfa sín lið og þeirra hugmynd er alltaf betri heldur en hjá þjálfaranum sem þeir spila fyrir,“ sagði Björn.

Útilokar ekki að taka fram skóna

„Ég er bara alveg eins, þannig að ég ætla að prófa það sem ég held að sé gott til þess að þjálfa menn og bæta menn. Svo getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu og þurfi að setja mig í skóna ef við erum búnir að tapa fyrstu tíu leikjunum,“ sagði Björn.

Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×