Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Árni Sæberg skrifar 11. nóvember 2025 13:52 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Ívar Fannar Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið vinnur nú að stefnu fyrir ráðuneytið um kaup á auglýsingum og áskriftum hjá íslenskum fjölmiðlum. Meðal þess sem koma mun fram í stefnu ráðuneytisins er að ekki verði keyptar auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fjölmiðlastefnu stjórnvalda, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana. Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Logi Már Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í morgun. Þar segir að stefnan sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Markmið hennar sé að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku, sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Á síðustu árum hafi sífellt meiri fjármunum verið varið í auglýsingakaup hjá erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum og nú sé svo komið að um helmingur alls auglýsingafjár er fluttur úr landi. Þannig hafi liðlega 13 milljarðar króna runnið til erlendra miðla árið 2023. Einhvern hluta þeirrar upphæðar megi rekja til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Mega birta færslur en ekki greiða fyrir dreifingu „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi. Því er nauðsynlegt að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta þessari alþjóðlegu samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt.“ Fyrrnefnd stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum taki mið af þessum veruleika íslenskra fjölmiðla. Meðal þess sem fram muni koma í stefnunni sé að ráðuneytið kaupi ekki auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum og sporni þannig gegn því að auglýsingafé renni úr landi. Ráðuneytinu verði áfram heimilt að birta færslur á samfélagsmiðlum en ekki greiða fyrir aukna dreifingu þeirra eða kaupa sérstakar auglýsingar. Þess í stað skuli auglýsingum beint til innlendra fjölmiðla. Þurfa skriflegan rökstuðning og samþykki Sé talið nauðsynlegt að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum, til að mynda til að ná til tiltekins markhóps sem ómögulegt er að nálgast með öðrum leiðum, skuli kaupunum fylgja skriflegur rökstuðningur og skriflegt samþykki forstöðumanns. Þetta sé gert til þess að tryggja rekjanleika og auka gagnsæi við auglýsingakaup ríkisins. „Vonir standa til að stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum verði tilbúin fyrir árslok. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fyrrnefnda fjölmiðlastefnu, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði, sem Logi Már Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur í morgun. Þar segir að stefnan sé liður í vinnu við boðaða fjölmiðlastefnu stjórnvalda. Markmið hennar sé að styðja við íslenska fjölmiðlun og blaðamennsku, sem eigi í vök að verjast í alþjóðlegri samkeppni. Á síðustu árum hafi sífellt meiri fjármunum verið varið í auglýsingakaup hjá erlendum samfélagsmiðlum og leitarvélum og nú sé svo komið að um helmingur alls auglýsingafjár er fluttur úr landi. Þannig hafi liðlega 13 milljarðar króna runnið til erlendra miðla árið 2023. Einhvern hluta þeirrar upphæðar megi rekja til markaðssetningar ferðaþjónustunnar erlendis. Mega birta færslur en ekki greiða fyrir dreifingu „Fyrir vikið renna þessir fjármunir ekki til íslenskra fjölmiðla, sem gegna lykilhlutverki í íslensku samfélagi. Þeir miðla menningu og umræðu, stunda gagnrýna blaðamennsku og stuðla að notkun og sýnileika íslenskrar tungu í alþjóðavæddum heimi. Því er nauðsynlegt að búa fjölmiðlum gott rekstrar- og stuðningsumhverfi svo þeir séu betur í stakk búnir til að mæta þessari alþjóðlegu samkeppni og rækja lýðræðishlutverk sitt.“ Fyrrnefnd stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum taki mið af þessum veruleika íslenskra fjölmiðla. Meðal þess sem fram muni koma í stefnunni sé að ráðuneytið kaupi ekki auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í leitarvélum og sporni þannig gegn því að auglýsingafé renni úr landi. Ráðuneytinu verði áfram heimilt að birta færslur á samfélagsmiðlum en ekki greiða fyrir aukna dreifingu þeirra eða kaupa sérstakar auglýsingar. Þess í stað skuli auglýsingum beint til innlendra fjölmiðla. Þurfa skriflegan rökstuðning og samþykki Sé talið nauðsynlegt að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum, til að mynda til að ná til tiltekins markhóps sem ómögulegt er að nálgast með öðrum leiðum, skuli kaupunum fylgja skriflegur rökstuðningur og skriflegt samþykki forstöðumanns. Þetta sé gert til þess að tryggja rekjanleika og auka gagnsæi við auglýsingakaup ríkisins. „Vonir standa til að stefna menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytisins um kaup á auglýsingum og áskriftum verði tilbúin fyrir árslok. Stefnan er liður í vinnu ráðuneytisins við fyrrnefnda fjölmiðlastefnu, þar sem verður að finna sambærileg leiðbeinandi tilmæli um auglýsingakaup annarra opinberra stofnana.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Stjórnmálaflokkar, aðildarfélög þeirra og einstaka frambjóðendur til Alþingis vörðu samtals um 44,8 milljónum króna í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta síðustu 30 dagana fyrir kosningar. Mestu varði Sjálfstæðisflokkurinn eða rétt tæpum níu milljónum króna, þá Flokkur fólksins sem notaði rúmar 7,5 milljónir í slíkar auglýsingar og Framsóknarflokkurinn kemur þar fast á hæla með rúmar 7,2 milljónir sem fóru í auglýsingar á samfélagsmiðlum Meta, það er Facebook og Instagram. Samfylkingin er í fjórða sæti og eyddi tæpum 5,7 milljónum og þá Miðflokkurinn sem eyddi rétt undir 4,6 milljónum. 10. desember 2024 23:02