Innlent

Sig­ríður Björk segir af sér

Árni Sæberg skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri árið 2020.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri árið 2020. Vísir/Vilhelm

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið.

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Greiðslur ríkislögreglustjóra til ráðgjafafyrirtækisins Intra ráðgjöf hafa verið til umræðu undanfarna daga. Á síðustu fimm árum hefur embættið greitt Intru, og þar af leiðandi eina starfsmanni þess, Þórunni Óðinsdóttur, alls 160 milljónir króna að virðisaukaskatti meðtöldum, fyrir ráðgjöf hennar.

Tveimur dögum eftir að blaðamaður Ríkisútvarpsins fór að grennslast fyrir um málið í maí síðastliðnum var Þórunn ráðin í tímabundið fullt starf hjá embættinu. Að sama skapi var nokkrum sagt upp hjá embættinu vegna rekstrarhalla þess. Í lok október tilkynnti Ríkislögreglustjóri að ráðningarsamningur Þórunnar yrði ekki endunýjaður.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×