Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar 7. nóvember 2025 13:02 Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Þetta er stefna sem Sýn Sport og forverar þess hafa ávallt haft að leiðarljósi við töku nýrra sýningarrétta í íþróttum. Í samstarfi við hagaðila hefur Sýn Sport ítrekað skapað vandaða umgjörð og áhugaverða umfjöllun sem vakið hefur athygli, aukið áhuga almennings og jafnvel haft jákvæð áhrif á þátttöku og iðkendafjölda í viðkomandi íþrótt. Markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði hefur engu að síður auglýst Enska boltann hjá sér, sem hefur vakið furðu magra. Þetta má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu sem féllst á kröfu markaðsráðandi aðila um að fá að flytja dagskrárefni Sýnar yfir sitt lokaða myndlyklakerfi (IPTV). Með þeirri ákvörðun var Sýn gert að veita aðgang að allri línulegri dagskrá, þar á meðal Sýn Sport. Niðurstaðan er sú að fyrirtæki sem fjárfestir í réttindum og framleiðslu verður að deila því með keppinautum sem bera hvorki áhættu né kostnað, en greiða eingöngu heildsöluverð fyrir hverja sölu. Upplýsingar um raunverulegar sölutölur eru jafnframt takmarkaðar og einungis aðgengilegar í gegnum samkeppnisaðila sem er í markaðsráðandi stöðu. Ein röksemdin fyrir niðurstöðu Fjarskiptastofu er að annað myndi setja neytendur í stöðu þar sem val á dreifiveitu gæti takmarkað aðgang þeirra að Enska boltanum. Fjarskiptastofa lítur ekki til þess að smáforrit („app“) Sýnar er aðgengilegt öllum, að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast Enska boltann gegn greiðslu og engar kvaðir um að viðkomandi þurfi að vera með internettengingu hjá Sýn eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þar sem um 99% landsmanna hafa internetaðgang og eru vön að nýta sambærileg forrit, til dæmis Netflix sem um 80% heimila á Íslandi hafa aðgang að, verður erfitt að færa rök fyrir því að app Sýnar takmarki aðgengi. Þá virðist Fjarskiptastofa hafa sérstakar áhyggjur af fólki í eldri aldurshópum og telur að það sé vandkvæðum bundið að þau noti app til að horfa á sjónvarp. Engu að síður er eldri borgurum þessa lands gert að hlaða niður appi til að eiga í samskiptum við opinbera aðila (Island.is) og eiga í bankaviðskiptum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan verður svo enn fjarstæðukenndari þegar horft er til þess að markmið með störfum Fjarskiptastofu er að stuðla að nýsköpun og þróun markaðarins í því skyni að hámarka jákvæð áhrif tækninnar á samkeppnisstöðu og framþróun samfélagsins. Neytendur eru fullfærir um að velja sjálfir við hverja þeir eiga í viðskiptum, kynna sér framboðið og meta hvað hentar þeim og þeirra heimilum best. Slíkar ákvarðanir þurfum við öll að taka daglega – þannig virkar lífið og markaðurinn. Við vitum að við fáum ekki allt alls staðar. Við vitum t.d. að við sækjum ekki vörur frá Krónunni í verslun Bónus, eða pizzu frá Dominos hjá KFC. Af hverju ættum við að geta nálgast Enska boltann hjá Símanum? Þegar öllu er á botninn hvolft snýst gagnrýnin á niðurstöðu Fjarskiptastofu um ákvörðun sem er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Herdís Dröfn Fjeldsted Sýn Fjölmiðlar Samkeppnismál Neytendur Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Eins og flestir vita er Enski boltinn kominn heim. Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að þessu vinsæla sjónvarpsefni næstu þrjú árin. Við hjá Sýn leggjum mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum upp á mikinn fjölda beinna útsendinga og vandaða og skemmtilega umfjöllun um allt sem tengist Enska boltanum. Þetta er stefna sem Sýn Sport og forverar þess hafa ávallt haft að leiðarljósi við töku nýrra sýningarrétta í íþróttum. Í samstarfi við hagaðila hefur Sýn Sport ítrekað skapað vandaða umgjörð og áhugaverða umfjöllun sem vakið hefur athygli, aukið áhuga almennings og jafnvel haft jákvæð áhrif á þátttöku og iðkendafjölda í viðkomandi íþrótt. Markaðsráðandi aðili á fjarskiptamarkaði hefur engu að síður auglýst Enska boltann hjá sér, sem hefur vakið furðu magra. Þetta má rekja til ákvörðunar Fjarskiptastofu sem féllst á kröfu markaðsráðandi aðila um að fá að flytja dagskrárefni Sýnar yfir sitt lokaða myndlyklakerfi (IPTV). Með þeirri ákvörðun var Sýn gert að veita aðgang að allri línulegri dagskrá, þar á meðal Sýn Sport. Niðurstaðan er sú að fyrirtæki sem fjárfestir í réttindum og framleiðslu verður að deila því með keppinautum sem bera hvorki áhættu né kostnað, en greiða eingöngu heildsöluverð fyrir hverja sölu. Upplýsingar um raunverulegar sölutölur eru jafnframt takmarkaðar og einungis aðgengilegar í gegnum samkeppnisaðila sem er í markaðsráðandi stöðu. Ein röksemdin fyrir niðurstöðu Fjarskiptastofu er að annað myndi setja neytendur í stöðu þar sem val á dreifiveitu gæti takmarkað aðgang þeirra að Enska boltanum. Fjarskiptastofa lítur ekki til þess að smáforrit („app“) Sýnar er aðgengilegt öllum, að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast Enska boltann gegn greiðslu og engar kvaðir um að viðkomandi þurfi að vera með internettengingu hjá Sýn eða aðra fjarskiptaþjónustu. Þar sem um 99% landsmanna hafa internetaðgang og eru vön að nýta sambærileg forrit, til dæmis Netflix sem um 80% heimila á Íslandi hafa aðgang að, verður erfitt að færa rök fyrir því að app Sýnar takmarki aðgengi. Þá virðist Fjarskiptastofa hafa sérstakar áhyggjur af fólki í eldri aldurshópum og telur að það sé vandkvæðum bundið að þau noti app til að horfa á sjónvarp. Engu að síður er eldri borgurum þessa lands gert að hlaða niður appi til að eiga í samskiptum við opinbera aðila (Island.is) og eiga í bankaviðskiptum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan verður svo enn fjarstæðukenndari þegar horft er til þess að markmið með störfum Fjarskiptastofu er að stuðla að nýsköpun og þróun markaðarins í því skyni að hámarka jákvæð áhrif tækninnar á samkeppnisstöðu og framþróun samfélagsins. Neytendur eru fullfærir um að velja sjálfir við hverja þeir eiga í viðskiptum, kynna sér framboðið og meta hvað hentar þeim og þeirra heimilum best. Slíkar ákvarðanir þurfum við öll að taka daglega – þannig virkar lífið og markaðurinn. Við vitum að við fáum ekki allt alls staðar. Við vitum t.d. að við sækjum ekki vörur frá Krónunni í verslun Bónus, eða pizzu frá Dominos hjá KFC. Af hverju ættum við að geta nálgast Enska boltann hjá Símanum? Þegar öllu er á botninn hvolft snýst gagnrýnin á niðurstöðu Fjarskiptastofu um ákvörðun sem er alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma. Höfundur er forstjóri Sýnar.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun