Erlent

Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðju­verk í Evrópu

Kjartan Kjartansson skrifar
Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði austturísk stjórnvöld ekki sýna hryðjuverkamönnum neina linkind þegar hann greindi frá vopnafundinum í dag. Myndin er úr safni.
Gerhard Karner, innanríkisráðherra Austurríkis, sagði austturísk stjórnvöld ekki sýna hryðjuverkamönnum neina linkind þegar hann greindi frá vopnafundinum í dag. Myndin er úr safni. AP/Heinz-Peter Bader

Austurríska leyniþjónustan segist hafa lagt hald á vopnabirgðir Hamas-samtakanna palestínsku í Vín. Mögulega hafi staðið til að nota þau til þess að fremja hryðjuverk í Evrópu.

Vopnin fundust í ferðatösku í leigðu geymslurými í Vín. Í henni voru fimm skammbyssur og tíu skothylki fyrir þær, að því er AP-fréttastofan greinir frá. Talið er að þau hafi verið í eigu ónefndra samtaka sem tengjast Hamas.

Breskur maður á fertugsaldri sem er talinn tengjast vopnunum var handtekinn í London á mánudag, að sögn austurríska innanríkisráðuneytisins.

Rannsókn málsins bendi á þessu stigi til þess að líklegt sé að ætlunin hafi verið að nota vopnin til þess að ráðast á stofnanir sem tengjast gyðingum meða Ísrael í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×