Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2025 07:01 Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti utanríkismálanefndar þings Evrópusambandsins samþykkti í fyrradag skýrslu um stefnu sambandsins á norðurslóðum þar sem meðal annars er hvatt til þess að Ísland, Noregur og Grænland gangi í raðir þess. Haft var eftir Urmas Paet, umsjónarmanni skýrslunnar, á fréttavef Ríkisútvarpsins í fyrradag að staða öryggis- og varnarmála á norðurslóðum væri að taka örum breytingum „og við stöndum líka frammi fyrir auknum áskorunum hvað varðar orkuöryggi.“ Fram kemur á norska fréttavefnum Energi og Klima að stofnanir Evrópusambandsins séu í skýrslunni hvattar til þess að beita sér fyrir því að löndin þrjú gangi í sambandið meðal annars í ljósi þess að þau búi yfir miklum náttúru- og orkuauðlindum á sama tíma og slíkar auðlindir séu grundvallarforsenda þess að hægt verði að byggja upp efnahag þess. Þá segi að Noregur og Ísland gengi lykilhlutverki þegar komi að öryggismálum Evrópusambandsins og aðgangi ríkja þess að orku. Vegna fyrirhugaðrar þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi, um það hvort sózt verði eftir inngöngu í Evrópusambandið, sé Ísland nær því en Noregur. Fyrir vikið kalli utanríkismálanefndin eftir því að ráðamenn í Brussel eigi í „virku samtali við ríkisstjórn Íslands um að tala fyrir kostum mögulegrar inngöngu í sambandið.“ Hafi einhver séð ástæðu til þess að efast um það að Evrópusambandið ásældist auðlindir okkar Íslendinga þarf líklega ekki að velkjast í vafa um það lengur. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi yfirstjórn íslenzkra orkumála, eins og flestra annarra málaflokka landsins, til stofnana þess í samræmi við Lissabon-sáttmálann, grundvallarlöggjöf sambandsins samanber 2. og 3. grein sáttmálans (TEC). Evrópusambandið hefur búið við mikla orkukrísu eftir að rússneski herinn réðist inn í Úkraínu og ríki þess þurftu í kjölfarið að draga verulega úr kaupum á þarlendri orku sem þau voru mörg orðin mjög háð. Fyrir vikið hefur Evrópusambandið leitað logandi ljósi að aðgengi að orku nánast hvar sem hana er að finna sem aftur hefur meðal annars leitt til þess að sambandið er orðið álíka háð Bandaríkjunum með gas og það var áður Rússlandi. Raunar kaupa ríki þess enn rússneskt gas í verulegt magni og á hærra verði en áður og munu gera áfram allavega þar til í byrjun árs 2027, þegar fimm ár verða liðin frá innrásinni í Úkraínu, og munu því halda áfram að fjármagna hernað Rússa. „Evrópusambandið ætti að vera opið fyrir stækkun á norðurslóðum, ekki síður en í austurhluta Evrópu og á Balkanskaganum,“ sagði Paet enn fremur við Ríkisútvarpið en á liðnum áratugum hefur sambandið tekið inn 13 ríki sem greiða minna til þess en þau fá til baka. Í flestum tilfellum miklu minna. Rúm 30 ár eru síðan ríki gengu í Evrópusambandið sem greiða meira til þess en þau fá til baka. Mikill áhugi er því á fleiri slíkum ríkjum. Eins og yrði í tilfelli Íslands. Fyrir utan auðlindirnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun