Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Árni Sæberg skrifar 5. nóvember 2025 11:03 Kári Stefánsson var forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar þegar atvik málsins urðu og Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Vilhelm/Einar Hæstiréttur hefur fallist á kröfur Íslenskrar erfðagreiningar um ógildingu á úrskurði Persónuverndar, um að fyrirtækið hefði brotið gegn persónuverndarlögum í þremur málum sem sneru að notkun blóðsýna sjúklinga með Covid-19. Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga. Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þetta var niðurstaða Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í málinu klukkan 11. Dómurinn hefur ekki enn verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Hæstiréttur dæmdi Persónuvernd til þess að greiða Íslenskri erfðagreiningu fjórar milljónir króna í málskostnað á öllum dómstigum. Forsaga málsins er sú að í nóvember 2021 komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að vinnsla persónuupplýsinga Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar í aðdraganda viðbótar við rannsóknina Faraldsfræði SARS-CoV-2-veirunnar og áhrif erfða og undirliggjandi sjúkdóma á COVID-19-sjúkdóminn sem hún veldur, samrýmdist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Ekki fallist á neyð vegna ástandsins í samfélaginu Íslensk erfðagreining krafðist þess í kjölfarið að ákvörðunin yrði felld úr gildi. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í mars 2023, en Landsréttur sneri þeim dómi við og sýknaði Persónuvernd í nóvember í fyrra. Íslensk erfðagreining vildi meina að aðkoma sín að málinu hefði verið byggð á neyðarrétti vegna ástandsins í samfélaginu. Í ákvörðun Persónuverndar var ákveðið að fara ekki með málið í sektarfarveg vegna þeirra aðstæðna sem voru í samfélaginu þegar sýnatakan fór fram. Engu að síður þótti Persónuvernd það ekki réttlæta að vikið yrði frá Persónuverndarlögum. Litaði forsetakosningar Mál þetta vakti athygli í kosningabaráttunni í vor. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar sem bauð sig fram til embættis forseta Íslands, gagnrýndi mótframbjóðanda sinn Katrínu Jakobsdóttur, sem var forsætisráðherra í faraldrinum, vegna þess hvernig hún hafði talað um Persónuvernd við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. „Ég get sagt þér það að tilfinningin þegar forsætisráðherra í manns eigin landi ákveður að styðja frekar einkafyrirtæki heldur en að styðja við stofnunina sína það var alveg gríðarlegt sjokk. Þarna var þetta svo ofboðslega viðkvæmt því að þarna var forstjóri þessa sterka fyrirtækis búinn að hóta Persónuvernd málshöfðun,“ sagði Helga.
Persónuvernd Íslensk erfðagreining gegn Persónuvernd Dómsmál Íslensk erfðagreining Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?