Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Aryna Sabalenka hefur verið efst á heimslista kvenna í meira en ár. Getty/STR/NurPhoto Þau sem eru nógu gömul muna eflaust eftir frægum tennisleik á milli kynjanna þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs. Þau sem yngri eru hafa kannski séð kvikmyndina. Nú keppa kynin á nýjan leik á tennisvellinum. „Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka) Tennis Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjá meira
„Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka)
Tennis Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjá meira