Kristófer Acox kallar sig glæpamann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 07:31 Kristófer Acox í leik með Valsmönnum í vetur. Vísir / Guðmundur Íslenski körfuboltamaðurinn Kristófer Acox hefur verið mikið í fréttum síðustu mánuði en aðallega vegna þess sem hann hefur gert utan vallar. Hann gerir þessa viðburðarríku mánuði upp á samfélagsmiðlum með stuttri en afar sérstakri yfirlýsingu. Kristófer missti fyrst af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu í haust þar sem landsliðsþjálfarinn neitaði að velja hann í landsliðið þótt flestir væru á því að íslenska landsliðið gæti notað einn af betri körfuboltamönnum landsins. Svo hófst tímabilið þar sem Valsmenn hafa verið í vandræðum og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum. Kristófer hefur skorað 11,8 stig og tekið 9,8 fráköst í leik. Færsla Kristófers og myndin af honum í Coolbet-bolnum.@krisacox Kristófer tilkynnti fljótlega eftir að tímabilið hófst um samstarf sitt við erlent veðmálafyrirtæki sem er ólöglegt hér á landi. Kristófer greindi frá ákvörðuninni á Instagram þar sem hann sagði að hann væri orðinn meðlimur „Coolbet-fjölskyldunnar“. „Það verða pottþétt einhverjir ósáttir, en sjitt maður, ég er vanur því,“ sagði Kristófer í tilkynningunni sem hann síðan fjarlægði af síðunni eftir hörð viðbrögð úr mörgum áttum. Þau komu þó meira til vegna þess sem gerðist næst. Kristófer birtist nefnilega í framhaldinu í auglýsingu Coolbet á samfélagsmiðlinum X þar sem fólki var ráðlagt í veðmálum fyrir nokkra af körfuboltaleikjum þess kvölds. „Það hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið til að þéna peninga,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þá í samtali við Vísi daginn eftir Myndböndin sem Kristófer setti á Instagram og myndina sem Coolbet birti á X voru síðan fjarlægð. Kristófer er hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum Coolbet og sömuleiðis er Coolbet hvergi sjáanlegt lengur á samfélagsmiðlum Kristófers. Kristófer gerir upp þessa síðustu mánuði með myndaveislu á samfélagsmiðlinum Instagram en við hana skrifar hann: „Síðustu mánuðir hjá glæpamanninum Kristófer Acox,“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá hann á einni myndinni í bol merktum Coolbet. Það skal tekið fram að það má vissulega lesa mikla kaldhæðni úr þessu hjá Kristófer. View this post on Instagram A post shared by Kristófer Acox ♛ (@krisacox) Bónus-deild karla Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Kristófer missti fyrst af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu í haust þar sem landsliðsþjálfarinn neitaði að velja hann í landsliðið þótt flestir væru á því að íslenska landsliðið gæti notað einn af betri körfuboltamönnum landsins. Svo hófst tímabilið þar sem Valsmenn hafa verið í vandræðum og aðeins unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum sínum. Kristófer hefur skorað 11,8 stig og tekið 9,8 fráköst í leik. Færsla Kristófers og myndin af honum í Coolbet-bolnum.@krisacox Kristófer tilkynnti fljótlega eftir að tímabilið hófst um samstarf sitt við erlent veðmálafyrirtæki sem er ólöglegt hér á landi. Kristófer greindi frá ákvörðuninni á Instagram þar sem hann sagði að hann væri orðinn meðlimur „Coolbet-fjölskyldunnar“. „Það verða pottþétt einhverjir ósáttir, en sjitt maður, ég er vanur því,“ sagði Kristófer í tilkynningunni sem hann síðan fjarlægði af síðunni eftir hörð viðbrögð úr mörgum áttum. Þau komu þó meira til vegna þess sem gerðist næst. Kristófer birtist nefnilega í framhaldinu í auglýsingu Coolbet á samfélagsmiðlinum X þar sem fólki var ráðlagt í veðmálum fyrir nokkra af körfuboltaleikjum þess kvölds. „Það hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið til að þéna peninga,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, þá í samtali við Vísi daginn eftir Myndböndin sem Kristófer setti á Instagram og myndina sem Coolbet birti á X voru síðan fjarlægð. Kristófer er hvergi sjáanlegur á samfélagsmiðlum Coolbet og sömuleiðis er Coolbet hvergi sjáanlegt lengur á samfélagsmiðlum Kristófers. Kristófer gerir upp þessa síðustu mánuði með myndaveislu á samfélagsmiðlinum Instagram en við hana skrifar hann: „Síðustu mánuðir hjá glæpamanninum Kristófer Acox,“ eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar má sjá hann á einni myndinni í bol merktum Coolbet. Það skal tekið fram að það má vissulega lesa mikla kaldhæðni úr þessu hjá Kristófer. View this post on Instagram A post shared by Kristófer Acox ♛ (@krisacox)
Bónus-deild karla Valur Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum