Körfubolti

Stjarnan með þægi­legan sigur á ný­liðunum

Siggeir Ævarsson skrifar
Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 29 stig í kvöld
Diljá Ögn Lárusdóttir skoraði 29 stig í kvöld Vísir/Pawel

Stjarnan tók á móti nýliðum Ármanns í kvöld og fóru Stjörnukonur með nokkuð þægilegan sigur af hólmi en lokatölur leiksins urðu 103-81.

Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af og munaði aðeins fjórum stigum á liðunum eftir fyrsta leikhluta. Þá settu heimakonur í gírinn og unnu næsta leikhluta með 15 stigum en gestirnir skoruðu aðeins 13 stig í leikhlutanum.

Staðan í hálfleik 55-34 og Ármenningar komnir í djúpa holu. Sú hola var um það bil jafn djúp allan seinni hálfleikinn og má segja að grunnurinn að sigri Stjörnunnar hafi verið lagður í 2. leikhluta.

Diljá Ögn Lárusdóttir fór fyrir sóknarleik Stjörnunnar í kvöld og endaði langstigahæst með 29 stig, bætti einnig við fimm fráköstum og fjórum stoðsendingum. Allir tólf leikmenn á skýrslu heimakvenna fengu að spreyta sig í kvöld og átti Berglind Katla Hlynsdóttir góða innkomu af bekknum með 18 stig.

Khiana Nickita Johnson var stigahæst gestanna með 20 stig og sjö stoðsendingar að auki. Dzana Crnac bætti við 18 stigum en Ármann fékk aðeins fimm stig af bekknum í kvöld, öll frá Aníku Lindu Hjálmarsdóttur.

Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í vetur og er liðið í 6. sæti en Ármann í því 9. með einn sigur í sjö tilraunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×