Að byrja að vinna á ný í sorg Rakel Sveinsdóttir skrifar 11. nóvember 2025 07:02 Það getur falist viss hjálp í því að byrja að vinna eftir fráfall ástvinar. En ýmiss góð ráð er þó gott að hafa í huga þegar byrjað er að vinna á ný, en í sorg. Vísir/Getty Síðustu vikurnar hefur Atvinnulífið fjallað um ýmiss áföll í vinnu. Allt frá uppsögnum yfir í að samstarfsfélagi eða við sjálf greinumst með krabbamein. Eins hversu mikilvægt það er að fólk hljóti áfallahjálp þegar það starfar við mjög erfiðar aðstæður. Til dæmis viðbragðsaðilar. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í nokkur góð ráð sem geta gagnast þegar fólk mætir aftur til vinnu en er í sorg eftir ástvinamissi. Í grein sem birt var í Harvard Business Review eru ýmiss atriði nefnd. Til dæmis að sumt fólk upplifi sig stundum svolítið einangrað þegar það mætir aftur til vinnu. Ekki vegna sorgarinnar sjálfrar heldur vegna þess að sumt samstarfsfólk veit ekki alveg hvernig það á að bregðast við, vera eða hegða sér. Svo margt er allt í einu öðruvísi og þess vegna er einfaldlega ágætt að gera ráð fyrir því. Hér eru nokkur góð ráð sem nefnd eru sérstaklega. 1. Skrýtið – undrandi - hissa Eitt af því sem fólk má búast við er að það verði stundum undrandi. Einfaldlega hissa. Því oft er það þannig að stuðningur getur komið úr óvæntustu áttum. Á meðan stuðningur kemur mögulega ekki frá þeim áttum sem þú áður hefðir haldið að kæmi. Fólk þarf líka að vera undir það búið að samstarfsfólk sé misfært í því hvernig það á að hegða sér við þig eftir óvæntan missi. Sumir bera upp samúðarkveðjur fyrir framan aðra og strax, öðrum finnst betra að gera það í einrúmi, sumir spyrja hvernig þér líður á meðan aðrir vilja forvitnast um hvað gerðist. Gott er að búast við því að útfærslurnar geti verið alls konar. Og eyða þá orkunni okkar í að ákveða hvernig við viljum svara, hvað við viljum segja eða hvernig við viljum vera. En pæla minna í því hvernig aðrir eru. 2. Að ákveða sjálf hvað við segjum og fleira Það hvað við gerum, hvernig við gerum það eða hvað við segjum eða viljum deila er allt eitthvað undir okkur sjálfum komið. Þess vegna skiptir svo miklu máli að við séum ekki að ræða hluti við fólk sem við erum mögulega ekki tilbúin til þess að ræða og svo framvegis. Þetta þýðir að þótt fólk spyrji okkur spurninga, er ekki þar með sagt að spurningunni þurfi að vera svarað. Stundum getum við einfaldlega sagt að við séum ekki tilbúin til að ræða það. Eða einfaldlega að beina umræðunni frá og í annað. Þessu tengt þurfum við líka að vera undir það búin að spurningar og jafnvel alls kyns triggerar – geta poppað upp frá vinnufélögum eða í vinnu, mörgum mánuðum síðar og jafnvel þegar síst skyldi. Ef við óvænt triggerumst af einhverju, gæti ein leið verið að segja einfaldlega frá því við fólk í kringum okkur; Afsakið, ég er einfaldlega enn frekar meyr eftir fráfall xxxx …. og draga okkur jafnvel í hlé. Eða að rifja upp svörin sem við vorum búin að ákveða að yrðu okkar svör í upphafi, og svara samkvæmt því. Stóra málið er að halda stjórninni alltaf hjá okkur sjálfum. Þannig að okkur líði ekki illa eftir einhver samskipti eða atvik. 3. Þinn upplýsingafulltrúi Enn eitt góða ráðið er að eiga sér sinn eiginn fulltrúa á vinnustaðnum, sem eiginlega virkar eins og upplýsingafulltrúi. Þetta getur verið traustur vinur eða yfirmaður. Einhver sem þú velur að ræða meira við og oftar en við aðra og treysta því að þessi fulltrúi þinn, sjái síðan til þess að upplýsa aðra og svo framvegis. Í sumum tilfellum má búast við því að þú þurfir að gera einhverjar ráðstafanir í vinnunni þinni. Til dæmis að fá aðstoð við að vera minna í samskiptum við of marga fyrst um sinn; vera ekki að hitta marga viðskiptavini, mæta á marga fundi, viðburði og svo framvegis. Jafnvel að haga hádegis- og kaffihléum öðruvísi en áður. Gott er að ræða þessi mál við fulltrúann sem þú velur að treysta eða ræða sérstaklega við, því sá hinn sami sér síðan til þess að þú fáir stuðninginn sem þú ert að biðja um. 4. Orkan þín og afköst Sorg tekur frá okkur orku. Það munu því koma dagar þar sem þú nærð að afkasta miklu og gera mikið. En aðrir dagar þar sem þér finnst þú eiginlega ekki hafa orku til að gera neitt. Þetta er eðlilegt og gott fyrir okkur að vera meðvituð um. Að gefa okkur svigrúm til að syrgja er einfaldlega eitthvað sem við þurfum að gera ráð fyrir að þurfi líka sitt pláss í dagskránni. Fyrir suma geta öndunaræfingar hjálpað eða hugleiðslur. Öndunaræfingar eru til dæmis dæmi um eitthvað sem getur hjálpað okkur að gefa okkur smá svigrúm og taka okkur hlé frá vinnu vegna þess að sorgin þarf að komast að, án þess að þessi stund taki of langan tíma. Því það getur verið allur gangur á því hvort okkur finnist við þurfa eitt augnablik fyrir sorgina okkar eða lengri tíma. Enginn er eins og ekkert eitt er réttari leið en önnur. 5. Að ákveða þitt rými, helst kósí Næstu mánuði munu koma augnablik þar sem tárin spretta fram eða við finnum að við verðum meyr. Þá er gott að vera búinn að ákveða hvar okkar næðisrými er. Greinahöfundur Harvard Business Review talar til dæmis af eigin reynslu og nefnir bílinn sinn sem sitt næðisrými. Ef þörfin kom til að gráta, fór viðkomandi einfaldlega út í bíl. Fyrir þetta næðisrými er hins vegar líka ágætt fyrir okkur að vera búin að hugsa fyrir ýmsu öðru. Svo vitnað sé aftur í tiltekinn greinahöfund var í bílnum bréfþurrkur, púði, vatn og lítið box með uppáhalds saltkaramellunum. Í raun gætum við hugsað þetta þannig að þetta næðisrými sem við ákveðum sé rými þar sem okkur finnst auðvelt að hafa það svolítið kósý með okkur sjálfum. Þá er fólki bent á að fyrir fyrstu mánuðina sé gott að vera með bréfþurrkur á sér – alltaf. Eins að vera ekkert feimin við að skilja það sjálf eða nefna við aðra, að það muni koma stundir þar sem við erum einfaldlega svolítið utan við okkur. Minnið getur því strítt okkur stundum en það mun jafna sig. Vinnan getur líka falið í sér mikla hjálp. Í viðtali sem birt var í Atvinnulífinu fyrir nokkrum árum, segir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar meðal annars: Okkar tilfinning er að fólk vill fara fljótt til vinnu, það er ákveðin hvíld í því. En svo geta koma erfiðir dagar inn á milli og þá er gott að hafa svigrúmið. Góðu ráðin Tengdar fréttir Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14. janúar 2021 07:00 Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Undanfarið hefur Atvinnulífið fjallað um áföll í vinnu. Til dæmis krabbamein á vinnustöðum eða óvæntar uppsagnir. 23. október 2025 07:00 „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. 9. október 2025 07:03 Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Fyrir fullu húsi hélt Viktoría Jensdóttir, VP Global Product Service hjá Emblu Medical og formaður Krafts, erindi í Eldborg á Mannauðsdeginum 2025 sem haldinn var í síðustu viku. 8. október 2025 07:01 Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök „Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 15. janúar 2021 07:01 Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Eins hversu mikilvægt það er að fólk hljóti áfallahjálp þegar það starfar við mjög erfiðar aðstæður. Til dæmis viðbragðsaðilar. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í nokkur góð ráð sem geta gagnast þegar fólk mætir aftur til vinnu en er í sorg eftir ástvinamissi. Í grein sem birt var í Harvard Business Review eru ýmiss atriði nefnd. Til dæmis að sumt fólk upplifi sig stundum svolítið einangrað þegar það mætir aftur til vinnu. Ekki vegna sorgarinnar sjálfrar heldur vegna þess að sumt samstarfsfólk veit ekki alveg hvernig það á að bregðast við, vera eða hegða sér. Svo margt er allt í einu öðruvísi og þess vegna er einfaldlega ágætt að gera ráð fyrir því. Hér eru nokkur góð ráð sem nefnd eru sérstaklega. 1. Skrýtið – undrandi - hissa Eitt af því sem fólk má búast við er að það verði stundum undrandi. Einfaldlega hissa. Því oft er það þannig að stuðningur getur komið úr óvæntustu áttum. Á meðan stuðningur kemur mögulega ekki frá þeim áttum sem þú áður hefðir haldið að kæmi. Fólk þarf líka að vera undir það búið að samstarfsfólk sé misfært í því hvernig það á að hegða sér við þig eftir óvæntan missi. Sumir bera upp samúðarkveðjur fyrir framan aðra og strax, öðrum finnst betra að gera það í einrúmi, sumir spyrja hvernig þér líður á meðan aðrir vilja forvitnast um hvað gerðist. Gott er að búast við því að útfærslurnar geti verið alls konar. Og eyða þá orkunni okkar í að ákveða hvernig við viljum svara, hvað við viljum segja eða hvernig við viljum vera. En pæla minna í því hvernig aðrir eru. 2. Að ákveða sjálf hvað við segjum og fleira Það hvað við gerum, hvernig við gerum það eða hvað við segjum eða viljum deila er allt eitthvað undir okkur sjálfum komið. Þess vegna skiptir svo miklu máli að við séum ekki að ræða hluti við fólk sem við erum mögulega ekki tilbúin til þess að ræða og svo framvegis. Þetta þýðir að þótt fólk spyrji okkur spurninga, er ekki þar með sagt að spurningunni þurfi að vera svarað. Stundum getum við einfaldlega sagt að við séum ekki tilbúin til að ræða það. Eða einfaldlega að beina umræðunni frá og í annað. Þessu tengt þurfum við líka að vera undir það búin að spurningar og jafnvel alls kyns triggerar – geta poppað upp frá vinnufélögum eða í vinnu, mörgum mánuðum síðar og jafnvel þegar síst skyldi. Ef við óvænt triggerumst af einhverju, gæti ein leið verið að segja einfaldlega frá því við fólk í kringum okkur; Afsakið, ég er einfaldlega enn frekar meyr eftir fráfall xxxx …. og draga okkur jafnvel í hlé. Eða að rifja upp svörin sem við vorum búin að ákveða að yrðu okkar svör í upphafi, og svara samkvæmt því. Stóra málið er að halda stjórninni alltaf hjá okkur sjálfum. Þannig að okkur líði ekki illa eftir einhver samskipti eða atvik. 3. Þinn upplýsingafulltrúi Enn eitt góða ráðið er að eiga sér sinn eiginn fulltrúa á vinnustaðnum, sem eiginlega virkar eins og upplýsingafulltrúi. Þetta getur verið traustur vinur eða yfirmaður. Einhver sem þú velur að ræða meira við og oftar en við aðra og treysta því að þessi fulltrúi þinn, sjái síðan til þess að upplýsa aðra og svo framvegis. Í sumum tilfellum má búast við því að þú þurfir að gera einhverjar ráðstafanir í vinnunni þinni. Til dæmis að fá aðstoð við að vera minna í samskiptum við of marga fyrst um sinn; vera ekki að hitta marga viðskiptavini, mæta á marga fundi, viðburði og svo framvegis. Jafnvel að haga hádegis- og kaffihléum öðruvísi en áður. Gott er að ræða þessi mál við fulltrúann sem þú velur að treysta eða ræða sérstaklega við, því sá hinn sami sér síðan til þess að þú fáir stuðninginn sem þú ert að biðja um. 4. Orkan þín og afköst Sorg tekur frá okkur orku. Það munu því koma dagar þar sem þú nærð að afkasta miklu og gera mikið. En aðrir dagar þar sem þér finnst þú eiginlega ekki hafa orku til að gera neitt. Þetta er eðlilegt og gott fyrir okkur að vera meðvituð um. Að gefa okkur svigrúm til að syrgja er einfaldlega eitthvað sem við þurfum að gera ráð fyrir að þurfi líka sitt pláss í dagskránni. Fyrir suma geta öndunaræfingar hjálpað eða hugleiðslur. Öndunaræfingar eru til dæmis dæmi um eitthvað sem getur hjálpað okkur að gefa okkur smá svigrúm og taka okkur hlé frá vinnu vegna þess að sorgin þarf að komast að, án þess að þessi stund taki of langan tíma. Því það getur verið allur gangur á því hvort okkur finnist við þurfa eitt augnablik fyrir sorgina okkar eða lengri tíma. Enginn er eins og ekkert eitt er réttari leið en önnur. 5. Að ákveða þitt rými, helst kósí Næstu mánuði munu koma augnablik þar sem tárin spretta fram eða við finnum að við verðum meyr. Þá er gott að vera búinn að ákveða hvar okkar næðisrými er. Greinahöfundur Harvard Business Review talar til dæmis af eigin reynslu og nefnir bílinn sinn sem sitt næðisrými. Ef þörfin kom til að gráta, fór viðkomandi einfaldlega út í bíl. Fyrir þetta næðisrými er hins vegar líka ágætt fyrir okkur að vera búin að hugsa fyrir ýmsu öðru. Svo vitnað sé aftur í tiltekinn greinahöfund var í bílnum bréfþurrkur, púði, vatn og lítið box með uppáhalds saltkaramellunum. Í raun gætum við hugsað þetta þannig að þetta næðisrými sem við ákveðum sé rými þar sem okkur finnst auðvelt að hafa það svolítið kósý með okkur sjálfum. Þá er fólki bent á að fyrir fyrstu mánuðina sé gott að vera með bréfþurrkur á sér – alltaf. Eins að vera ekkert feimin við að skilja það sjálf eða nefna við aðra, að það muni koma stundir þar sem við erum einfaldlega svolítið utan við okkur. Minnið getur því strítt okkur stundum en það mun jafna sig. Vinnan getur líka falið í sér mikla hjálp. Í viðtali sem birt var í Atvinnulífinu fyrir nokkrum árum, segir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar meðal annars: Okkar tilfinning er að fólk vill fara fljótt til vinnu, það er ákveðin hvíld í því. En svo geta koma erfiðir dagar inn á milli og þá er gott að hafa svigrúmið.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14. janúar 2021 07:00 Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Undanfarið hefur Atvinnulífið fjallað um áföll í vinnu. Til dæmis krabbamein á vinnustöðum eða óvæntar uppsagnir. 23. október 2025 07:00 „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. 9. október 2025 07:03 Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Fyrir fullu húsi hélt Viktoría Jensdóttir, VP Global Product Service hjá Emblu Medical og formaður Krafts, erindi í Eldborg á Mannauðsdeginum 2025 sem haldinn var í síðustu viku. 8. október 2025 07:01 Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök „Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 15. janúar 2021 07:01 Mest lesið Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Sorg á vinnustöðum: „Ég kveið fyrir því að byrja að vinna“ „Mjög margir tala um að þeir hafi snúið of fljótt til vinnu eftir andlát ástvinar og sjá eftir því. Fólk talar um að það hefði viljað gefa sér meiri tíma,“ segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 14. janúar 2021 07:00
Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Undanfarið hefur Atvinnulífið fjallað um áföll í vinnu. Til dæmis krabbamein á vinnustöðum eða óvæntar uppsagnir. 23. október 2025 07:00
„Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ „Rannsóknir sýna að starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hætti störfum í kjölfar uppsagnar,“ segir Hilja Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Mental ráðgjöf og sérfræðingur í mannauðsstjórnun. Og er þar að vísa í það sem getur gerst á vinnustað, eftir hópuppsagnir. 9. október 2025 07:03
Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Fyrir fullu húsi hélt Viktoría Jensdóttir, VP Global Product Service hjá Emblu Medical og formaður Krafts, erindi í Eldborg á Mannauðsdeginum 2025 sem haldinn var í síðustu viku. 8. október 2025 07:01
Sorg á vinnustöðum: Auðvelt að gera mistök „Það skiptir öllu máli að vinnustaðurinn láti mann finna að sorgin og söknuðurinn sem maður er að fara í gegnum sé viðurkenndur, svigrúm veitt til að syrgja en á sama tíma séu skilaboðin skýr um að maður skipti máli sem starfsmaður og að þeir vilji mann aftur. Þetta er algjört lykilatriði í skilaboðum vinnuveitenda til þess sem missir náinn ástvin," segir Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar. 15. janúar 2021 07:01