Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2026 10:00 Hreggviður Steinar Magnússon (Reggie), framkvæmdastjóri Ceedr, segir rómantík snúast um að segja ég elska þig við makann á alls kyns hátt. Reggie dekrar við eiginkonuna með kaffibolla alla morgna og segist stundum bjóða fram knús umfram eftirspurn. Vísir/Vilhelm Hreggviður Steinar Magnússon, Reggie, framkvæmdastjóri Ceedr, segir stundum þurfa að minna eiginkonuna á háttatímann. Því nú sé hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni. Hreggviður segir rómantík snúast um að segja ég elska þig á marga ólíka vegu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um sjöleytið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgunrútínan er mjög fastmótuð – ég kann best við það. Við hjónin skiptum með okkur verkum þegar kemur að börnunum okkar þremur, ég tek morgunvaktina og hún eftirmiðdaginn. Morgnarnir byrja á því að vekja krakkana og gefa þeim að borða, oft hafragraut og smyrja nestið. Okkar yngsta barn, sem er 6 ára, les heima. Það virkar betur en eftirmiðdagarnir. Stundum spilar svo dóttir okkar 11 ára á píanó sem er kósý. Allir morgnar byrja á lýsi hjá mér og steinefnum en ég sleppi morgunmat sjálfur og svo rjúkandi cappochino handa konunni og sjálfum mér. Í kjölfarið tekur vinnan við með verkefni dagsins.“ Á skalanum 0-10, hversu rómantískur ertu? „Erfið spurning. Ætli ég myndi ekki gefa sjálfum mér 7. Svona fyrir ofan meðalag. Rómantík er ekki Valentínusardagur í mínum huga. Rómantík snýst um litlu hlutina og þeir verða persónulegir. Til að mynda færi ég konunni alla morgna góðan cappochino bolla, sem hún elskar. Um helgar vek ég hana með bollanum upp í rúm því ég er yfirleitt vaknaður á undan. Svo er ég mikið fyrir snertingu, svo frúin fær gott framboð af knúsi. Stundum er framboðið meira að segja örlítið umfram eftirspurn! Ég vil gera hlutina saman með henni og hún finnur það. Rómantík er á endanum tjáning af öllum toga sem segir ég elska þig.“ Hreggviður notar KPIs verkumsjónarkerfið til viðbótar við flæðandi to-do-lista. Þar sem Teymið vinnur í fimm löndum, kortleggur Hreggviður vikuna með því að taka stutta fundi með teyminu í upphafi hverrar viku. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Um það bil helmingur starfs míns felst í að vinna beint með viðskiptavinum Ceedr á Íslandi og utan Íslands og stuðla að vexti þeirra fyrirtækja í gegnum stafrænar sölu- og markaðsleiðir. Með hjálp leitarvéla, spjallmenna, samfélagsmiðla og tækni eins og Hubspot. Nýlega varð Ceedr til að mynda Platinum Partner með Hubspot en slíkum innleiðingum fyrir fyrirtæki á Norðurlöndunum hefur fjölgað mikið. Inn í þetta blandast sú öra þróun sem er í gangi í tækninni, gervigreindin og athygli okkar allra er þar. Hinn helmingurinn fer í daglegan rekstur og daglega uppbyggingu Ceedr á Norðurlöndunum og takast á við þær fjölmörgu áskoranir okkar eigin vaxtarskeiðs. Þar skiptir miklu máli að vera í sterkri tengingu við lykilfólk erlendis og styðja við teymin okkar á þann hátt sem tryggir árangur. Lykilverkefnið er að viðhalda rekstrarhagkvæmni á sama tíma og við fjárfestum í uppbyggingu Ceedr á nýjum mörkuðum. Verkefnin eru þar að leiðandi virkilega fjölbreytt og skemmtileg.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Fyrir utan flæðandi to-do lista, þá nota ég verkumsjónarkerfi sem er mikilvægt í rekstri verkefna á milli landa, sem og skýra markmiðasetningu hjá mér og teyminu öllu, svokölluð KPIs. Mælaborð, calendar og Gemini hjálpa mikið. Upphaf vikunnar tek ég nokkuð af stuttum samtölum við teymi sem vinnur í Finnlandi, Osló eða Búdapest, sem dæmi en starfsfólk okkar er í fimm löndum, og fer þannig yfir málefni líðandi stundar og kortlegg vikuna.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég upp úrppúr ellefu. Ég vil helst sofna snemma og vakna snemma. Eiginkonan er meiri B-manneskja, svo það togast örlítið á þar. Nú er hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni og prjónar flest kvöld sem mér þykir lúmskt vænt um. Ég þarf því stundum að kalla á hana „komdu að sofa ástin“ þar sem erfitt er að leggja prjónunum.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03 Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna um sjöleytið.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgunrútínan er mjög fastmótuð – ég kann best við það. Við hjónin skiptum með okkur verkum þegar kemur að börnunum okkar þremur, ég tek morgunvaktina og hún eftirmiðdaginn. Morgnarnir byrja á því að vekja krakkana og gefa þeim að borða, oft hafragraut og smyrja nestið. Okkar yngsta barn, sem er 6 ára, les heima. Það virkar betur en eftirmiðdagarnir. Stundum spilar svo dóttir okkar 11 ára á píanó sem er kósý. Allir morgnar byrja á lýsi hjá mér og steinefnum en ég sleppi morgunmat sjálfur og svo rjúkandi cappochino handa konunni og sjálfum mér. Í kjölfarið tekur vinnan við með verkefni dagsins.“ Á skalanum 0-10, hversu rómantískur ertu? „Erfið spurning. Ætli ég myndi ekki gefa sjálfum mér 7. Svona fyrir ofan meðalag. Rómantík er ekki Valentínusardagur í mínum huga. Rómantík snýst um litlu hlutina og þeir verða persónulegir. Til að mynda færi ég konunni alla morgna góðan cappochino bolla, sem hún elskar. Um helgar vek ég hana með bollanum upp í rúm því ég er yfirleitt vaknaður á undan. Svo er ég mikið fyrir snertingu, svo frúin fær gott framboð af knúsi. Stundum er framboðið meira að segja örlítið umfram eftirspurn! Ég vil gera hlutina saman með henni og hún finnur það. Rómantík er á endanum tjáning af öllum toga sem segir ég elska þig.“ Hreggviður notar KPIs verkumsjónarkerfið til viðbótar við flæðandi to-do-lista. Þar sem Teymið vinnur í fimm löndum, kortleggur Hreggviður vikuna með því að taka stutta fundi með teyminu í upphafi hverrar viku. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst þessa dagana? „Um það bil helmingur starfs míns felst í að vinna beint með viðskiptavinum Ceedr á Íslandi og utan Íslands og stuðla að vexti þeirra fyrirtækja í gegnum stafrænar sölu- og markaðsleiðir. Með hjálp leitarvéla, spjallmenna, samfélagsmiðla og tækni eins og Hubspot. Nýlega varð Ceedr til að mynda Platinum Partner með Hubspot en slíkum innleiðingum fyrir fyrirtæki á Norðurlöndunum hefur fjölgað mikið. Inn í þetta blandast sú öra þróun sem er í gangi í tækninni, gervigreindin og athygli okkar allra er þar. Hinn helmingurinn fer í daglegan rekstur og daglega uppbyggingu Ceedr á Norðurlöndunum og takast á við þær fjölmörgu áskoranir okkar eigin vaxtarskeiðs. Þar skiptir miklu máli að vera í sterkri tengingu við lykilfólk erlendis og styðja við teymin okkar á þann hátt sem tryggir árangur. Lykilverkefnið er að viðhalda rekstrarhagkvæmni á sama tíma og við fjárfestum í uppbyggingu Ceedr á nýjum mörkuðum. Verkefnin eru þar að leiðandi virkilega fjölbreytt og skemmtileg.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Fyrir utan flæðandi to-do lista, þá nota ég verkumsjónarkerfi sem er mikilvægt í rekstri verkefna á milli landa, sem og skýra markmiðasetningu hjá mér og teyminu öllu, svokölluð KPIs. Mælaborð, calendar og Gemini hjálpa mikið. Upphaf vikunnar tek ég nokkuð af stuttum samtölum við teymi sem vinnur í Finnlandi, Osló eða Búdapest, sem dæmi en starfsfólk okkar er í fimm löndum, og fer þannig yfir málefni líðandi stundar og kortlegg vikuna.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég upp úrppúr ellefu. Ég vil helst sofna snemma og vakna snemma. Eiginkonan er meiri B-manneskja, svo það togast örlítið á þar. Nú er hún komin með prjónaveikina frá ömmu sinni og prjónar flest kvöld sem mér þykir lúmskt vænt um. Ég þarf því stundum að kalla á hana „komdu að sofa ástin“ þar sem erfitt er að leggja prjónunum.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03 Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00 Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00 Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01 Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Sjá meira
Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Ólöf Kristjánsdóttir, CMO hjá Taktikal og formaður WomenTechIceland, sveiflast á milli þess að fasta á morgnana eða borða morgunmat. Enda hvoru tveggja sagt svo hollt. Hárið er orðið óstýrilátara en áður og þrátt fyrir rándýran búnað tekst henni illa að venja sig á kaffi. 10. janúar 2026 10:03
Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Jón Ingi Ingibergsson, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs PwC á Íslandi og verðandi forstjóri, upplifði það eitt sinn að vera endurnærður allt þar til hann sá á Garmin úrinu að svefnskorið var arfaslakt fyrir nætursvefninn. Þá helltist yfir hann mikil þreyta og allt varð miklu erfiðara. Þegar Jón nennir ekki að strauja, mætir hann í peysu í vinnuna. 27. desember 2025 10:00
Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er ánægð með gjafavalið handa eiginmanninum í ár og gefur sjálfri sér 9,5 í einkunn. Þorgerður viðurkennir að fara allt of seint að sofa, en morgunstundina nýtir hún til að þvo þvott og setja í þvottavél. 20. desember 2025 10:00
Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Edda Hermannsdóttir, forstjóri Lyfja og heilsu, segist vera með mótþróaröskun gagnvart því að stilla vekjaraklukkuna of snemma. Helst samsvarar hún sig við jólasveininn Kertasníki því henni finnst kertaljós svo kósí. 13. desember 2025 10:01
Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Rólegir kósý morgnar eru pínu fjarlægir draumar hjá Björgvin Víkingssyni, framkvæmdastjóra Bónus. Sem þó fer oft aðeins of seint að sofa, því kvöldin geta verið stundirnar sem gefa smá „me time.“ 6. desember 2025 10:01