Körfubolti

Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora

Siggeir Ævarsson skrifar
Styrmir hefur farið ágætlega af stað með Zamora
Styrmir hefur farið ágætlega af stað með Zamora Twitter@ClubBZAMORA

Styrmir Snær Þrastarson átti góðan leik með CB Zamora á Spáni þegar liðið komst aftur á sigurbraut með 99-76 sigri á botnliði Palmer Basquet Mallorca Palma.

Styrmir skoraði 13 stig í leiknum í dag og bætti við fimm fráköstum og fjórum stoðsendingum á aðeins 21 mínútu af spilatíma.

Þetta var þriðji sigurleikur Zamora í deildinni í fyrstu sex umferðunum en liðið hafði tapað þremur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

Zamora situr í 6. sæti deildarinnar en liðin sem enda í 2. - 9. sæti fara í úrslitakeppni um að komast upp í efstu deild. Liðið sem endar efst kemst beinustu leið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×