Körfubolti

Blikar á­fram með fullt hús stiga

Sindri Sverrisson skrifar
Blikar völdu Sardaar Calhoun sem mann leiksins í kvöld en hann skoraði 21 stig, tók 4 fráköst og stal boltanum tvisvar.
Blikar völdu Sardaar Calhoun sem mann leiksins í kvöld en hann skoraði 21 stig, tók 4 fráköst og stal boltanum tvisvar. Breiðablik

Breiðablik og Haukar sitja saman á toppi 1. deildar karla í körfubolta, með fullt hús stiga, eftir að Blikar unnu tíu stiga sigur gegn Snæfelli í kvöld, 94-84.

Blikar hafa þar með unnið fyrstu fjóra leiki sína en þeir tóku snemma frumkvæðið í Kópavogi í kvöld og náðu sextán stiga forskoti í öðrum leikhluta. 

Snæfell náði hins vegar að vinna sig inn í leikinn og minnkaði muninn í fjögur stig snemma í seinni hálfleik en þá tóku heimamenn aftur við sér og juku forskotið í fimmtán stig fyrir lokafjórðunginn. Gestirnir voru ekki hættir, komu muninum niður í þrjú stig en Blikar voru sterkari á lokamínútunum og unnu.

Tékkinn Vojtéch Novák var atkvæðamestur Blika en hann skoraði 14 stig og tók 10 fráköst. Sardaar Calhoun skoraði flest stig eða 21. Hjá gestunum var Guðmundur Aron Jóhannesson stigahæstur með 22 stig af bekknum.

Þór Akureyri vann KV 85-77 og Skallagrímur hafði betur gegn Hamri í Hveragerði, 118-95. Þetta var fyrsti sigur Þórsara og eru Þór, KV, Hamar og Skallagrímur nú með einn sigur hvert en Fylkir á botninum án stiga. Fylkismenn taka á móti Hetti á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×