Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Árni Sæberg skrifar 28. október 2025 16:38 Engar töskur runnu inn á beltið úr flugvélinni sem átti að fljúga til Kaupmannahafnar. Eins og glöggir lesendur sjá er myndin úr safni. Vísir/Vilhelm Kona sem var á meðal á annað þúsund farþega sem biðu í nokkrar klukkustundir í flugvél á Keflavíkurflugvelli í morgun áður en fluginu var aflýst er ósátt við upplýsingagjöf Icelandair. Fjögurra tíma bið við farangursbeltin áður en tilkynnt var um þrjúleytið að engar töskur bærust hafi verið sérstaklega svekkjandi. Félagið harmar biðina. Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorninu síðan í gærkvöldi og hefur sett sinn svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu. Bílaumferð hefur verið afar þung, sundlaugum hefur verið lokað vegna versnandi spár og flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur gengið illa. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is og Home&You, var á meðal þeirra sem átti flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun. Millilenda átti á Kastrup á leiðinni í vinnuferð til Aþenu en komu vinnufélaganna til Grikklands frestast um allavega sólarhring. Sátu í vélinni frá sjö til ellefu Færðin var erfið eftir Reykjanesbrautinni út á Keflavíkurflugvöll í morgunsárið en slapp þó til. Farþegar voru komnir um borð í flugvélina klukkan sjö og styttist í flugtak. Eða svo töldu farþegar. „Við vorum þar inni til klukkan ellefu. Þá var hleypt út og sagt að búið væri að aflýsa fluginu,“ segir Ingibjörg. Meðal ferðafélaga er móðurbróðir hennar á sjötugsaldri og vinir hans. Fólki var vísað í móttökusalinn þar sem það beið eftir farangri sínum. „Þarna var fólk til klukkan þrjú. Þá var okkur sagt að við mættum fara og fengjum ekki farangurinn.“ Flugfreyjurnar indælar Flugfreyjur Icelandair hafi verið indælar og gefið farþegum vatn að drekka í biðinni. Enginn skilji þó hvers vegna beðið hafi verið svo lengi. Sérstaklega hafi verið pirrandi að sjá einstaka flugvélar Icelandair fara í loftið, þar á meðal vél til Helsinki og önnur hafi farið til Rómar. „Það var mjög skrýtið og við vitum ekki hvað var í gangi.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu var sagt að halda til síns heima. Ingibjörg og félagar ákváðu að leita ekki langt yfir skammt eftir gistingu heldur bókuðu gistingu í Keflavík. „Við vorum svo skynsöm og ákváðum að tékka okkur inn á hótel í Keflavík. En það hafa ekki allir ráð á því,“ segir Ingibjörg. Hún vonast til þess að brottför gangi betur á morgun og að hún verði komin í sólina í Aþenu, í vinnutengdum erindagjörðum þó, sólarhring á eftir áætlun. Létu vita um leið og staðan lá fyrir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, segir í svari við fyrirspurn Vísis að aðstæður á Keflavíkurflugvelli hafi verið mjög erfiðar í morgun vegna mikillar snjókomu. Félagið hafi endað á að aflýsa um helmingi flugferða sem voru á áætlun í morgun og hafi nú aflýst flest öllu flugi seinnipartinn dag, bæði komum og brottförum. „Það hefur verið krefjandi að koma farangri frá borði í þessum aðstæðum og í einhverjum tilfellum reyndist það ekki hægt fyrr en veðrinu slotar, þar með talin er vélin sem átti að fara til Kaupmannahafnar sem þú vísar í. Farþegar voru upplýstir um leið og það kom í ljós en því miður var það eftir mjög langa bið. Okkur þykir það mjög leitt.“ Alls hefur 48 flugferðum, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli, verið aflýst í dag. Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Snjó hefur kyngt niður á suðvesturhorninu síðan í gærkvöldi og hefur sett sinn svip á daglegt líf á höfuðborgarsvæðinu. Bílaumferð hefur verið afar þung, sundlaugum hefur verið lokað vegna versnandi spár og flugumferð frá Keflavíkurflugvelli hefur gengið illa. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Gæludýr.is og Home&You, var á meðal þeirra sem átti flug með Icelandair til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun. Millilenda átti á Kastrup á leiðinni í vinnuferð til Aþenu en komu vinnufélaganna til Grikklands frestast um allavega sólarhring. Sátu í vélinni frá sjö til ellefu Færðin var erfið eftir Reykjanesbrautinni út á Keflavíkurflugvöll í morgunsárið en slapp þó til. Farþegar voru komnir um borð í flugvélina klukkan sjö og styttist í flugtak. Eða svo töldu farþegar. „Við vorum þar inni til klukkan ellefu. Þá var hleypt út og sagt að búið væri að aflýsa fluginu,“ segir Ingibjörg. Meðal ferðafélaga er móðurbróðir hennar á sjötugsaldri og vinir hans. Fólki var vísað í móttökusalinn þar sem það beið eftir farangri sínum. „Þarna var fólk til klukkan þrjú. Þá var okkur sagt að við mættum fara og fengjum ekki farangurinn.“ Flugfreyjurnar indælar Flugfreyjur Icelandair hafi verið indælar og gefið farþegum vatn að drekka í biðinni. Enginn skilji þó hvers vegna beðið hafi verið svo lengi. Sérstaklega hafi verið pirrandi að sjá einstaka flugvélar Icelandair fara í loftið, þar á meðal vél til Helsinki og önnur hafi farið til Rómar. „Það var mjög skrýtið og við vitum ekki hvað var í gangi.“ Íbúar á höfuðborgarsvæðinu var sagt að halda til síns heima. Ingibjörg og félagar ákváðu að leita ekki langt yfir skammt eftir gistingu heldur bókuðu gistingu í Keflavík. „Við vorum svo skynsöm og ákváðum að tékka okkur inn á hótel í Keflavík. En það hafa ekki allir ráð á því,“ segir Ingibjörg. Hún vonast til þess að brottför gangi betur á morgun og að hún verði komin í sólina í Aþenu, í vinnutengdum erindagjörðum þó, sólarhring á eftir áætlun. Létu vita um leið og staðan lá fyrir Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta hjá Icelandair, segir í svari við fyrirspurn Vísis að aðstæður á Keflavíkurflugvelli hafi verið mjög erfiðar í morgun vegna mikillar snjókomu. Félagið hafi endað á að aflýsa um helmingi flugferða sem voru á áætlun í morgun og hafi nú aflýst flest öllu flugi seinnipartinn dag, bæði komum og brottförum. „Það hefur verið krefjandi að koma farangri frá borði í þessum aðstæðum og í einhverjum tilfellum reyndist það ekki hægt fyrr en veðrinu slotar, þar með talin er vélin sem átti að fara til Kaupmannahafnar sem þú vísar í. Farþegar voru upplýstir um leið og það kom í ljós en því miður var það eftir mjög langa bið. Okkur þykir það mjög leitt.“ Alls hefur 48 flugferðum, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli, verið aflýst í dag.
Veður Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira