Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Lovísa Arnardóttir skrifar 28. október 2025 13:58 Strætisvagn fastur á Snorrabraut tefur umferð. Vísir/Boði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. Á vef Strætó kemur fram að ferðum á landsbyggðinni hafi ýmist verið aflýst eða akstri hætt. Þar kemur einnig fram að miklar seinkanir séu á ferðum. Vísir hefur auk þess fengið fregnir af því að fólk hafi beðið í allt að tvær klukkustundir eftir strætó. „Það eru þó nokkrir vagnar fastir úti í bæ. Við erum með dráttarbílinn okkar á fullu að koma þeim af stað aftur,“ segir Steinar Karl í samtali við Vísi. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó Hann segir aðstæður verulega krefjandi vegna vanbúinna bíla. „Þetta gengur mjög erfiðlega. Það eru svo margir vanbúnir bílar og ef vagnarnir stoppa fyrir aftan þá komumst við ekkert áfram. Við erum að gera okkar besta til að halda þjónustunni gangandi á öllum leiðum þó að það séu ekki allir vagnar í gangi svo fólk komist leiðar sinnar.“ Steinar segir strætó halda sinni þjónustu opinni þar til annað kemur í ljós. Reykjavíkurborg hefur hvatt fólk til að halda sig heima eða koma sér heim fyrir klukkan 15. „Við keyrum þangað til okkur er sagt að stoppa. Ef almannavarnir eða lögreglan líta svo á að þetta sé ekki hægt lengur þá reynum við að koma flotanum heim, en við höldum áfram að berjast í þessu, eins og mögulegt er. Þetta er þungt, mjög þungt. Ef tveir vagnar stoppa úti í hverfi, þá eru hinir kannski út á Granda, og þá dettur þjónustan niður heillengi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt.“ Hann segir marga hafa notað þjónustu strætó í dag sem hafi mögulega ekki getað notað bílinn. „Það er slatti. Við komumst yfirleitt leiðar okkar á endanum þó að fólk sé seint og alls konar. Við þökkum fyrir þolinmæðina og biðjum fólk að fylgjast með vögnum á rauntímakorti, tímatöflur eru alveg úti á túni.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum af veðrinu í vaktinni á Vísi. Strætó Veður Færð á vegum Umferð Snjómokstur Tengdar fréttir Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun þar til síðdegis í dag en þá taka við appelsínugular viðvaranir við Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Snjóað hefur frá því í gærkvöldi á suðvesturhorninu og er nokkurra sentímetra snjólag yfir öllu. 28. október 2025 08:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Sjá meira
Á vef Strætó kemur fram að ferðum á landsbyggðinni hafi ýmist verið aflýst eða akstri hætt. Þar kemur einnig fram að miklar seinkanir séu á ferðum. Vísir hefur auk þess fengið fregnir af því að fólk hafi beðið í allt að tvær klukkustundir eftir strætó. „Það eru þó nokkrir vagnar fastir úti í bæ. Við erum með dráttarbílinn okkar á fullu að koma þeim af stað aftur,“ segir Steinar Karl í samtali við Vísi. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó Hann segir aðstæður verulega krefjandi vegna vanbúinna bíla. „Þetta gengur mjög erfiðlega. Það eru svo margir vanbúnir bílar og ef vagnarnir stoppa fyrir aftan þá komumst við ekkert áfram. Við erum að gera okkar besta til að halda þjónustunni gangandi á öllum leiðum þó að það séu ekki allir vagnar í gangi svo fólk komist leiðar sinnar.“ Steinar segir strætó halda sinni þjónustu opinni þar til annað kemur í ljós. Reykjavíkurborg hefur hvatt fólk til að halda sig heima eða koma sér heim fyrir klukkan 15. „Við keyrum þangað til okkur er sagt að stoppa. Ef almannavarnir eða lögreglan líta svo á að þetta sé ekki hægt lengur þá reynum við að koma flotanum heim, en við höldum áfram að berjast í þessu, eins og mögulegt er. Þetta er þungt, mjög þungt. Ef tveir vagnar stoppa úti í hverfi, þá eru hinir kannski út á Granda, og þá dettur þjónustan niður heillengi. Það er auðvitað mjög leiðinlegt.“ Hann segir marga hafa notað þjónustu strætó í dag sem hafi mögulega ekki getað notað bílinn. „Það er slatti. Við komumst yfirleitt leiðar okkar á endanum þó að fólk sé seint og alls konar. Við þökkum fyrir þolinmæðina og biðjum fólk að fylgjast með vögnum á rauntímakorti, tímatöflur eru alveg úti á túni.“ Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum af veðrinu í vaktinni á Vísi.
Strætó Veður Færð á vegum Umferð Snjómokstur Tengdar fréttir Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun þar til síðdegis í dag en þá taka við appelsínugular viðvaranir við Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Snjóað hefur frá því í gærkvöldi á suðvesturhorninu og er nokkurra sentímetra snjólag yfir öllu. 28. október 2025 08:30 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Mildari spá í kortunum Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Um sautján stiga frost í Skagafirði í nótt Frost komst í fjórtán stig í nótt Norðanáttin gengur niður Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Stormur eða hvassviðri suðaustantil Gul viðvörun á landinu sunnan- og austanverðu Svöl norðanátt og hálka á vegum Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Rigning eða slydda suðvestantil Kólnar í veðri næstu daga Hægviðri og þokusúld framan af degi Hæg breytileg átt og dálítil væta Vindur fyrir norðan og rigning og þokusúld vestanlands Dálítil væta og hiti að átján stigum Tuttugu stig á nokkrum stöðum Allt að 18 stig í dag Allt að átján stig fyrir austan á morgun Vindur fer smá saman minnkandi Fer að rigna og bætir í vind Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Sjá meira
Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun þar til síðdegis í dag en þá taka við appelsínugular viðvaranir við Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Snjóað hefur frá því í gærkvöldi á suðvesturhorninu og er nokkurra sentímetra snjólag yfir öllu. 28. október 2025 08:30