Veður

Allt að 18 stig í dag

Í dag verður minnkandi suðvestanátt, 5-10 m/s síðdegis. Rigning eða þokusúld með köflum, en yfirleitt þurrt á Norðausturlandi. Styttir upp norðan- og vestantil þegar líður á daginn. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðaustanlands.

Veður

Allt að á­tján stig fyrir austan á morgun

Útlit er fyrir rigningu og þokusúld víða á landinu í dag, úrkomulítið á norðanverðu landinu framan af degi en rigning eftir hádegi. Á morgun verður minnkandi suðvestanátt, rigning með köflum en þurrt að kalla fyrir austan. Hiti 10 - 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Veður

Fer að rigna og bætir í vind

Veðurstofan gerir ráð fyrir minnkandi suðvestanátt, fimm til þrettán metrum á sekúndu eftir hádegi og fer þá að rigna, fyrst suðvestanlands. Það mun svo bæta í vind í kvöld og nótt.

Veður

Urðu fyrir sjóskvettu í beinni

Gular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu og á suður- og suðvesturhluta landsins. Varað er við mikilli ölduhæð og sjógangi við sjávarsíðuna. Meðan fréttamaður ræddi við veðurfræðing í beinni útsendingu gekk sjór yfir viðtalið. 

Veður

Spá mikilli öldu­hæð við Faxa­flóa í vestan hvass­viðri

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu, við Faxaflóa og með suðurströnd landsins vegna vestan hvassviðris eða storms. Spáð er mikilli ölduhæð við Faxaflóa eftir hádegi í dag og talsverðum áhlaðanda. Þar sem einnig er stórstreymt getur sjór gengið á land og valdið staðbundnu tjóni.

Veður

Hægur vindur og skúrir eða slyddu­él

Dálítil lægð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu á landinu í dag og verður áttin því suðvestlæg eða breytileg. Gera má ráð fyrir fremur hægum vindi og skúrum eða slydduéljum, en yfirleitt þurrt austanlands.

Veður

Sleppum ekki al­veg við leiðindi

Djúp lægð skammt norður af Hjaltlandi veldur nú illviðri í norðvestanverðri Evrópu, ýmist hvössum vindi eða úrhellisrigningu, segir í textaspá Veðurstofunnar.

Veður

Skúrir og á­fram milt í veðri

Lægð vestur af landinu beinir suðlægum áttum yfir landið í dag og má reikna með sunnan og suðvestan golu og skúrum, en bjartviðri norðaustanlands.

Veður

Sunnan strekkingur og vætu­samt

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan strekkingi víða um land með vætusömu veðri í dag, ýmist skúraklökkum eða stærri úrkomusvæðum með samfelldri rigningu um tíma.

Veður

Fyrsta haustlægðin mætt til landsins

Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land.

Veður

Von á mesta vindinum í marga mánuði

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi.

Veður

Búast við auknu á­lagi á fráveitu vegna mikillar úr­komu

Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma.

Veður

Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun

Grunn lægð fer austur fyrir norðan land í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar fylgir henni ákveðin vestlæg átt og rigning. Búast má við dálítilli rigningu á Suður- og Suðausturlandi seinnipartinn. Hiti verður á bilinu fimm til tíu stig síðdegis.

Veður