„Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 11:00 Guðrún Arnardóttir spilar vanalega út úr stöðu í hægri bakverðinum en hún er miðvörður hjá félagsliði sínu. Sýn Sport Íslenska kvennalandsliðið er 2-0 yfir í hálfleik í umspilinu um sæti í A-deildinni og því í mjög góðum málum fyrir seinni leikinn á móti Norður-Írlandi á Laugardalsvelli í kvöld. Einn af lykilmönnum íslensku varnarinnar var sátt með fyrri leikinn. Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira
Hvernig var ferðin til Norður-Írlands? „Hún var bara góð. Við gerðum það sem við ætluðum að gera, sóttum sigur og þetta var þægilegt ferðalag. Við flugum stutt flug til Dublin og þetta var eins best var kosið,“ sagði Guðrún Arnardóttir við Ágúst Orra Arnarson. Vilja sýna betri heildarframmistöðu „Það er gott að vera komnar með sigur eftir fyrri hlutann. Við eigum seinni leikinn heima sem er líka sterkt fyrir okkur. Við sýndum fína frammistöðu og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik var þetta svolítið kaós og við hefðum getað gert betur þar. Ofboðslega gott að koma með 2-0 forystu inn í seinni leikinn,“ sagði Guðrún. Norður-írska liðið er ekki sterkt og það á ekkert að lifa á úrslitum fyrri leiksins heldur vinna leikinn í kvöld. Klippa: „Mér finnst þeir hafa komið vel inn“ „Við ætlum okkur að sjálfsögðu sigur aftur. Við ætlum okkur líka að sýna betri heildarframmistöðu í öllum leiknum, allar níutíu mínúturnar. Við stefnum á sigur,“ sagði Guðrún. Farin að sakna stelpnanna Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska landsliðið kemur saman eftir EM og nú er nýtt þjálfarateymi þótt það sé sami aðalþjálfari. Hvernig hefur verið að tækla þær breytingar? „Það hefur bara verið gaman. Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn og nýjan blæ. Mér finnst þeir hafa komið vel inn. Þeir koma inn með sínar skoðanir og sína hluti inn í þetta. Það er bara gaman að því,“ sagði Guðrún. „Það er svo ótrúlega langt síðan EM var og ég var farin að sakna stelpnanna. Það er ótrúlegt gott að við séum komnar saman og við erum að njóta þess rosalega mikið,“ sagði Guðrún. Ólafur í sóknarleiknum Hvaða áherslur hefur nýr aðstoðarþjálfari, Ólafur Kristjánsson, komið með inn í liðið? „Óli hefur verið svolítið í sóknarleiknum og fókusað á það, hvernig við getum staðsett miðjumennina okkar til þess að búa til svæði og hvaða leiðir við getum farið til þess að stríða Norður-Írunum. Nýta okkur plássin sem þær skilja eftir í sínum leikstíl,“ sagði Guðrún. Hún var ánægð með að Þorsteinn Halldórsson héldi áfram sem þjálfari liðsins. „Já. Steini er flottur og það er gaman að hafa hann enn þá,“ sagði Guðrún en það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Fleiri fréttir Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Sjá meira