Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Lovísa Arnardóttir skrifar 27. október 2025 09:49 Kári Stefánsson segir að þó svo að auðvelt sé að líta nú í baksýnisspegill og sjá hvað hafi verið hægt að gera öðruvísi í Covid hafi viðbrögðin á þeim tíma tekið mið af þeim upplýsingum sem voru til staðar. Viðbrögðin hefðu ekki getað verið öðruvísi. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, stofnandi Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að sjá fyrir hvort hægt er að gera upp Covid-heimsfaraldur fyllilega og áhrif faraldursins á samfélagið allt. Hann segir viðbrögðin hafa tekið mið af útliti veirunnar þegar faraldurinn var í gangi og að þau hefðu ekki getað verið öðruvísi á þeim tíma. Aðgerðir hafi tekið mið af góðum gögnum. „Covid var nýr faraldur, faraldur sjúkdóms sem við vissum ekkert um,“ segir hann og að snemma í faraldrinum, áður en hann kom hingað til Íslands, hafi á einum spítala á Norður-Ítalíu látist 180 sjúklingar á einum degi. Í upphafi hafi þetta því litið út eins og fyrsti kaflinn í útrýmingu mannkyns og viðbrögðin hafi verið eftir því. Kári ræddi viðbrögð við faraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kári segir að þegar horft sé til baka megi sjá að veiran hafi veikst töluvert hratt eftir að hún kom fyrst fram. Hún hafi ekki verið eins mannskæð og hún hafi litið út í upphafi. Það sé samt mjög erfitt að koma fram með eitthvað leikjaplan fyrir samskonar viðburð. Komi nýr faraldur sem hefjist á Ítalíu og 200 manns deyi á einu degi þá sé ekki hægt að ganga út frá því að veiran veikist jafn hratt og Covid gerði. Sé ákveðið að bregðast ekki við því af krafti geti afleiðingin orðið sú að aldrei verði hægt að bæta fyrir hana. „Þannig við erum í dálítið erfiðri stöðu þegar við erum spurð hvernig við eigum að bregðast við næst.“ Fagaðilar stýrt viðbrögðum Hann segir á sama tíma að það sé lítið mál að líta til baka og sjá hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Á Ísland hafi fólk verið heppið. Ríkisstjórnin hafi látið fagaðila um að stýra sóttvörnum. Fagaðilar hafi komið með tillögur til ríkisstjórnar sem hún hafi nánast undantekningarlaust samþykkt fram undir það síðasta. „Þær tillögur voru mjög hófstilltar í flestum tilfellum og byggðu allar á gögnum sem sóttvarnalæknir hafði safnað saman.“ Líklega hefði verið hægt að hafa samfélagið opnara árið 2021 en það hafi ekki verið forsendur til að taka þá ákvörðun á þeim tíma. Afleiðingarnar voru töluverðar segir Kári. Fyrirtæki hafi farið illa út úr þessu og lokanir valdið töluverðri skemmd í samfélaginu. „En akkúrat núna, miðað við þessar forsendur sem voru til staðar, þegar ákvarðanir voru teknar, þá held ég það hefði varla annað verið hægt að gera.“ Kári segir að hans mati hafi íslenskt samfélagið komist nokkuð vel út úr faraldrinum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð í faraldrinum hafi verið rými og pláss og tók dæmi um gagnrýni Sigríðar Andersen, þingkonu Miðflokksins en þá Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þó svo að hann hafi verið ósammála henni hafi verið gott að heyra þessar raddir og það hafi verið til marks um að tjáningarfrelsi fólks sé mikið hér á Íslandi. Samfélagsleg áhrif og læknisfræðileg áhrif Sigmar Vilhjálmsson þáttastjórnandi segir að í faraldrinum hafi viðmið í faraldri verið að líta á tölur um fólk í einangrun og hversu margir væru veikir en að það hefði á sama tíma verið hægt að líta til þess að áfengissala jókst þrátt fyrir að hér væru engir ferðamenn og að útköllum um heimilisofbeldi hafi fjölgað. Afleiðingar hafi verið miklar samfélagslega og að það hafi mögulega ekki verið gert upp. Kári segir samfélagsaðgerðir eins og læknisfræðilegar aðgerðir hafa aukaverkanir. Sem dæmi sé bólusetningin. Hún hafi gert sjúkdóminn vægari og þannig bjargað lífi fólks en þegar ónæmiskerfið sé hvatt til að bregðast við einu mótefni þá sértu í raun að hvetja það til að bregðast við öðrum mótefnum. Afleiðingin sé til dæmis að menn gátu fengið bólgu í hjarta, bólgu í líkamann og að nýleg grein sýni að krabbameinssjúklingar sem fengu bólusetningu vegnaði betur. „Ónæmiskerfið var hvatt á þann máta að hvítu blóðkornin beittu sér að krabbameininu.“ Hvað varðar samfélagsaðgerðir segir Kári að aukaverkanir þeirra hafi verið meiri drykkja, verri andleg líðan og meiri angist vegna atvinnumissi. „Þetta eru allt hlutir sem við verðum að vega og meta. Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út.“ Líklega hefði verið hægt að draga fyrr úr aðgerðum en það sé aðeins hægt að sjá það núna þegar litið er í baksýnisspegilinn. Engar forsendur hafi verið fyrir því á þeim tíma sem faraldurinn var í gangi. Kári segir viðbrögð sérfræðinga á Íslandi hafa verið byggða á gögnum og sérfræðiþekkingu. Þau hafi ekki bara hallað sér að því hvað væri verið að gera erlendis. Til dæmis hafi verið vitað frá upphafi með hvaða hætti veiran komst til landsins vegna þess að hún leit öðruvísi út hvaðan hún kom. Þetta hafi verið skráð nákvæmlega. „Við byggðum okkar aðgerðir á Íslandi á miklu betri gögnum en þú gast fundið nokkurs staðar.“ Fullur aðdáunar í garð Ölmu og Þórólfs Til dæmis hafi verið raðgreind veiran í hverjum einasta sem veiktist. Þau hafi því vitað hvaðan fólk fékk veiruna og hverjir voru að smita hvern. „Þegar ég horfi til baka er ég fullur aðdáunar yfir því hvernig Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur, stjórnuðu þessu af mikilli fagmennsku,“ segir hann og að það sé gott að vita að nú sé heilbrigðisráðherra sem tók við stýrinu á erfiðum tímum. Kári segir að ef komi til slíks faraldurs aftur þá sé þörf fyrir kraftmeiri stofnun sem geti ráðist í allt það sem þarf að gera í slíkum faraldri. Íslensk erfðagreinin hafi fyllt skarð við að greina og raðgreina veiruna en það sé ólíklegt að það gerist aftur. Það sé ekki hægt að ætlast til þess að erlent fyrirtæki setji svo mikinn pening í að takast á við faraldur á Íslandi. Íslensk erfðagreining muni ekki aftur aðstoða eins og áður Því verði að setja á stofn einhverja Sóttvarnastofnun með tækjum og starfsfólki sem geti tekist á við slíkan faraldur. Kári segir að brugðist hafi verið við veirunni með mismunandi hætti eftir því hversu gamalt fólk var. Það segir hann þegar Sigmar, þáttastjórnandi, velti því fram hvort að hægt hefði verið að bregðast við með öðrum hætti hvað varðar þau sem eldri voru og með undirliggjandi sjúkdóma. Hvort viðbrögðin hefðu getað beinst frekar að þeim til að tryggja betur að eðlilegt líf gæti farið fram. Kári segirt að allar aðgerðir og bólusetningar hafi verið skipulagðar með tilliti til þess að eftir því sem fólk var eldra gæti hún haft verri afleiðingar. Hann segir að á sama tíma hafi verið gerð mistök og það hafi til dæmis verið mjög óheppilegt þegar veiran barst inn á Landakot og fór þar mjög hratt á milli. „Ég ekki alveg viss um að sá viðburður hafi verið greindur í tætlur og hvar mistök hafi átt sér stað.“ Kári segir þó ekki óeðlilegt í svo stórum atburði að atburðir eigi sér stað sem hefði verið betra að sleppa við. „En almennt séð þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel. Ég er svolítið óviss um að efnahagsaðgerðir sem var gripið til að þær hafi allar átt rétt á sér,“ segir hann en að þar sé hans sérfræðiþekking ekki mikil. Læknisfræðilega hafi þetta tekist vel til. Kári segir mikilvægt að einhver stofnun verði sett á laggirnar til að takast á við komi annar álíka faraldur. Hann segir á sama tíma erfitt að segja til um hvernig viðbrögð yrðu við nýjum faraldri. Myndi hann birtast með sömu mynd og Covid-19 sé hann hræddur um að viðbrögðin þyrftu að vera álíka og þau voru. „Þetta leit virkilega óhuggulega út í byrjun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina. 7. maí 2025 20:09 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
„Covid var nýr faraldur, faraldur sjúkdóms sem við vissum ekkert um,“ segir hann og að snemma í faraldrinum, áður en hann kom hingað til Íslands, hafi á einum spítala á Norður-Ítalíu látist 180 sjúklingar á einum degi. Í upphafi hafi þetta því litið út eins og fyrsti kaflinn í útrýmingu mannkyns og viðbrögðin hafi verið eftir því. Kári ræddi viðbrögð við faraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kári segir að þegar horft sé til baka megi sjá að veiran hafi veikst töluvert hratt eftir að hún kom fyrst fram. Hún hafi ekki verið eins mannskæð og hún hafi litið út í upphafi. Það sé samt mjög erfitt að koma fram með eitthvað leikjaplan fyrir samskonar viðburð. Komi nýr faraldur sem hefjist á Ítalíu og 200 manns deyi á einu degi þá sé ekki hægt að ganga út frá því að veiran veikist jafn hratt og Covid gerði. Sé ákveðið að bregðast ekki við því af krafti geti afleiðingin orðið sú að aldrei verði hægt að bæta fyrir hana. „Þannig við erum í dálítið erfiðri stöðu þegar við erum spurð hvernig við eigum að bregðast við næst.“ Fagaðilar stýrt viðbrögðum Hann segir á sama tíma að það sé lítið mál að líta til baka og sjá hvað hefði verið hægt að gera öðruvísi. Á Ísland hafi fólk verið heppið. Ríkisstjórnin hafi látið fagaðila um að stýra sóttvörnum. Fagaðilar hafi komið með tillögur til ríkisstjórnar sem hún hafi nánast undantekningarlaust samþykkt fram undir það síðasta. „Þær tillögur voru mjög hófstilltar í flestum tilfellum og byggðu allar á gögnum sem sóttvarnalæknir hafði safnað saman.“ Líklega hefði verið hægt að hafa samfélagið opnara árið 2021 en það hafi ekki verið forsendur til að taka þá ákvörðun á þeim tíma. Afleiðingarnar voru töluverðar segir Kári. Fyrirtæki hafi farið illa út úr þessu og lokanir valdið töluverðri skemmd í samfélaginu. „En akkúrat núna, miðað við þessar forsendur sem voru til staðar, þegar ákvarðanir voru teknar, þá held ég það hefði varla annað verið hægt að gera.“ Kári segir að hans mati hafi íslenskt samfélagið komist nokkuð vel út úr faraldrinum. Gagnrýnisraddir á viðbrögð í faraldrinum hafi verið rými og pláss og tók dæmi um gagnrýni Sigríðar Andersen, þingkonu Miðflokksins en þá Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að þó svo að hann hafi verið ósammála henni hafi verið gott að heyra þessar raddir og það hafi verið til marks um að tjáningarfrelsi fólks sé mikið hér á Íslandi. Samfélagsleg áhrif og læknisfræðileg áhrif Sigmar Vilhjálmsson þáttastjórnandi segir að í faraldrinum hafi viðmið í faraldri verið að líta á tölur um fólk í einangrun og hversu margir væru veikir en að það hefði á sama tíma verið hægt að líta til þess að áfengissala jókst þrátt fyrir að hér væru engir ferðamenn og að útköllum um heimilisofbeldi hafi fjölgað. Afleiðingar hafi verið miklar samfélagslega og að það hafi mögulega ekki verið gert upp. Kári segir samfélagsaðgerðir eins og læknisfræðilegar aðgerðir hafa aukaverkanir. Sem dæmi sé bólusetningin. Hún hafi gert sjúkdóminn vægari og þannig bjargað lífi fólks en þegar ónæmiskerfið sé hvatt til að bregðast við einu mótefni þá sértu í raun að hvetja það til að bregðast við öðrum mótefnum. Afleiðingin sé til dæmis að menn gátu fengið bólgu í hjarta, bólgu í líkamann og að nýleg grein sýni að krabbameinssjúklingar sem fengu bólusetningu vegnaði betur. „Ónæmiskerfið var hvatt á þann máta að hvítu blóðkornin beittu sér að krabbameininu.“ Hvað varðar samfélagsaðgerðir segir Kári að aukaverkanir þeirra hafi verið meiri drykkja, verri andleg líðan og meiri angist vegna atvinnumissi. „Þetta eru allt hlutir sem við verðum að vega og meta. Það má ekki gleyma því að í byrjun þá leit Covid-19 býsna ógnvekjandi út.“ Líklega hefði verið hægt að draga fyrr úr aðgerðum en það sé aðeins hægt að sjá það núna þegar litið er í baksýnisspegilinn. Engar forsendur hafi verið fyrir því á þeim tíma sem faraldurinn var í gangi. Kári segir viðbrögð sérfræðinga á Íslandi hafa verið byggða á gögnum og sérfræðiþekkingu. Þau hafi ekki bara hallað sér að því hvað væri verið að gera erlendis. Til dæmis hafi verið vitað frá upphafi með hvaða hætti veiran komst til landsins vegna þess að hún leit öðruvísi út hvaðan hún kom. Þetta hafi verið skráð nákvæmlega. „Við byggðum okkar aðgerðir á Íslandi á miklu betri gögnum en þú gast fundið nokkurs staðar.“ Fullur aðdáunar í garð Ölmu og Þórólfs Til dæmis hafi verið raðgreind veiran í hverjum einasta sem veiktist. Þau hafi því vitað hvaðan fólk fékk veiruna og hverjir voru að smita hvern. „Þegar ég horfi til baka er ég fullur aðdáunar yfir því hvernig Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur, stjórnuðu þessu af mikilli fagmennsku,“ segir hann og að það sé gott að vita að nú sé heilbrigðisráðherra sem tók við stýrinu á erfiðum tímum. Kári segir að ef komi til slíks faraldurs aftur þá sé þörf fyrir kraftmeiri stofnun sem geti ráðist í allt það sem þarf að gera í slíkum faraldri. Íslensk erfðagreinin hafi fyllt skarð við að greina og raðgreina veiruna en það sé ólíklegt að það gerist aftur. Það sé ekki hægt að ætlast til þess að erlent fyrirtæki setji svo mikinn pening í að takast á við faraldur á Íslandi. Íslensk erfðagreining muni ekki aftur aðstoða eins og áður Því verði að setja á stofn einhverja Sóttvarnastofnun með tækjum og starfsfólki sem geti tekist á við slíkan faraldur. Kári segir að brugðist hafi verið við veirunni með mismunandi hætti eftir því hversu gamalt fólk var. Það segir hann þegar Sigmar, þáttastjórnandi, velti því fram hvort að hægt hefði verið að bregðast við með öðrum hætti hvað varðar þau sem eldri voru og með undirliggjandi sjúkdóma. Hvort viðbrögðin hefðu getað beinst frekar að þeim til að tryggja betur að eðlilegt líf gæti farið fram. Kári segirt að allar aðgerðir og bólusetningar hafi verið skipulagðar með tilliti til þess að eftir því sem fólk var eldra gæti hún haft verri afleiðingar. Hann segir að á sama tíma hafi verið gerð mistök og það hafi til dæmis verið mjög óheppilegt þegar veiran barst inn á Landakot og fór þar mjög hratt á milli. „Ég ekki alveg viss um að sá viðburður hafi verið greindur í tætlur og hvar mistök hafi átt sér stað.“ Kári segir þó ekki óeðlilegt í svo stórum atburði að atburðir eigi sér stað sem hefði verið betra að sleppa við. „En almennt séð þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel. Ég er svolítið óviss um að efnahagsaðgerðir sem var gripið til að þær hafi allar átt rétt á sér,“ segir hann en að þar sé hans sérfræðiþekking ekki mikil. Læknisfræðilega hafi þetta tekist vel til. Kári segir mikilvægt að einhver stofnun verði sett á laggirnar til að takast á við komi annar álíka faraldur. Hann segir á sama tíma erfitt að segja til um hvernig viðbrögð yrðu við nýjum faraldri. Myndi hann birtast með sömu mynd og Covid-19 sé hann hræddur um að viðbrögðin þyrftu að vera álíka og þau voru. „Þetta leit virkilega óhuggulega út í byrjun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina. 7. maí 2025 20:09 Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Kári Stefánsson, fyrrverandi forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ en mögulega séu þó minni líkur á því núna þegar hann sé hættur sem forstjóri. Hann segist þó minnst vilja spá fyrir um framtíðina. 7. maí 2025 20:09
Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur látið af störfum sem forstjóri hjá fyrirtækinu. Unnur Þorsteinsdóttir og Patrik Sulem taka við sem nýir framkvæmdastjórar Íslenskrar erfðagreiningar. 2. maí 2025 08:34