Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2025 19:45 Guðlaugur Ingi Guðlaugsson er eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar. Vísir/Lýður Valberg Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“ Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Landsbankinn kynnti í gær breytingar á lánaframboði sínu í kjölfar dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða. Breytingarnar fela í sér að nú geta aðeins fyrstu kaupendur fengið verðtryggt íbúðalán og að breytilegir vextir beri nú fast álag ofan á stýrivexti Seðlabankans. Auk þess verða verðtryggðu lánin til fyrstu kaupenda nú aðeins veitt til tuttugu ára, í stað fjörutíu ára líkt og áður, og núna einungis með föstum vöxtum. Enn á eftir að koma í ljós hvort aðrir lánveitendur fari sambærilega leið. Guðlaugur Ingi Guðlaugsson eigandi fasteignasölunnar Eignamiðlunar segir að breytingar Landsbankans feli í sér útilokun fyrir stóran hluta kaupenda frá markaðnum. „Þetta er að setja mikið stopp á markaðinn og lokar á stóran hluta kaupenda. Í dag ef þú ætlar að kaupa 65 milljón króna íbúð og ætlar að taka 80 prósent lán sem eru 52 milljónir þá þarftu að vera með 1,8 milljónur í mánaðartekjur, sem segir sig sjálft að lokar á stóran hluta kaupendur og eiginlega bara örugglega alla fyrstu kaupendur.“ Það sé ekki neikvætt í sjálfu sér að tekið sé fyrir verðtryggð húsnæðislán, en í núverandi vaxtaumhverfi sé það á færri örfárra aðila að taka óverðtryggð lán. „Þetta bitnar á mjög mörgum og stoppar bara mjög mörg mál, það eru mjög mörg mál inni á borði hjá okkur sem eru bara stopp. En það er kaupvilji, við erum að fá mætingar í opin hús.“ Allt stöðvist nú á meðan lánaframboð sé til endurskoðunar. Stjórnvöld verði að bregðast við hið fyrsta. „Þetta eru ekki bara fyrstu kaupendur. Þetta eru líka fólk sem er bara að koma sér fyrir, stækkandi fjölskyldur sem þurfa stærra húsnæði. Þannig þetta er bara mikið áhyggjuefni og ríkisstjórnin þarf að beita sér fyrir breyttum aðstæðum.“ Guðlaugur hefur verið fasteignasali síðan 2005 og segist ekki muna ekki eftir viðlíka breytingum á lánaumhverfi hérlendis síðan í hruninu. Þær séu víðtækari en margir geri sér grein fyrir. „Af því að einhvers staðar þarf keðjan að byrja. Hún byrjar yfirleitt hjá aðilum sem eru að byrja kaupin, þannig allar þessar keðjur bara hrynja ef keðjan brotnar einhvers staðar,“ segir Guðlaugur. „Það þarf að koma eitthvað frá ríkisstjórninni, eins og ég sagði áðan, svo það sé hægt að taka þessi lán.“ Annars er bara meirihluti fólks ekki að fara að geta keypt sér íbúð? „Já, það er bara þannig.“
Húsnæðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira