Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 25. október 2025 13:20 Á bak við rólega rödd Guðlaugar Halldórsdóttur leynist saga sem gæti átt heima í kvikmynd: íslensk kona sem fór frá Hafnarfirði til Blekinge í Svíþjóð, frá Kóraninum til Ásatrúarfélagsins – og lifði af. Vísir/Anton Brink Guðlaug Halldórudóttir hefur lifað lífi sem flestir myndu ekki trúa að væri raunverulegt. Hún var íslensk kona í samfélagi múslima í sænskum smábæ, lifði við stöðugt trúarofbeldi, ótta og hótanir um helvíti en slapp að lokum. Í dag hefur hún snúið baki við trúnni og fundið sjálfa sig á ný. Guðlaug er fædd árið 1983 og ólst upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði. Hún flutti til Svíþjóðar árið 2009, ásamt þáverandi eiginmanni sínum og syni þeirra sem þá var að verða tveggja ára. Þetta var stuttu eftir hrunið og efnahagsástandið á Íslandi var ein af ástæðunum fyrir því að þau ákváðu að flytja út fyrir landsteinana. „Á þessum tíma var ég að taka út fæðingarorlof en ég hafði áður lokið BA-námi í ensku og kennsluréttindum og hafði unnið sem vaktstjóri í Nóatúni. En lífið var oft erfitt peningalega.” Móðir barnsföður Guðlaugar hafði flutt til Svíþjóðar ári áður og fleiri úr fjölskyldu hans bjuggu þar. „Þar af leiðandi höfðum við fólk í kringum okkur þarna úti.“ Þau fluttu til Blekinge, sem er syðst í Svíþjóð við ströndina að Eystrasalti. Héraðið liggur á milli Skåne og Småland. „Við flökkuðum aðeins á milli bæja en bjuggum lengst af í Ronneby, 13 þúsund manna bæ á milli Karlshamn og höfuðborgarinnar, Karlskrona. Svo fæddist dóttir okkar árið 2010. Barnsfaðir minn fór í nám úti og árið 2011 skráði ég mig í nám í háskólanum í Lundi, fyrst í ensku og svo í almennum málvísindum.“ Að sögn Guðlaugar stóð hjónabandið höllum fæti á þessum tíma; barnsföður hennar hafi boðist vinna á Íslandi og flutt þangað og þau voru um tíma í nokkurs konar fjarbúð. Að lokum hafi hjónabandið siglt í strand árið 2014. Fyrsta hvíta konan Á þessum tíma hafði Guðlaug komist í kynni við mann, Íslending, sem hafði verið búsettur í Danmörku en var á þessum tíma að vinna í því að flytja til Svíþjóðar og skrá sig inn í landið. Guðlaug segist á þessum tíma hafa verið á einstaklega viðkvæmum stað, niðurbrotin eftir fyrra hjónaband og skilnaðinn, auk þess sem hún hafi verið búin að missa mikið af öryggisnetinu sem hún hafði úti og var því afar einangruð. Hún hafi því verið auðveld „bráð” fyrir einstakling sem hafi verið það sem í daglegu tali er kallað „narsisisti“. „Þá leiddist ég út í samband með honum. Ég þráði ekkert meira en öryggi, að vera samþykkt og elskuð. Upplifa eins og ég væri einhvers virði. Þegar maður er á þessum stað þá er sálin svo brotin og rökhugsunin er ekki beinlínis til staðar. Maður er bara að reyna að vera til, og lifa af. Og narsisistar eru svo flinkir í þessu, að spotta þá sem eru veikir fyrir og veiða þá í sitt net. Ég var líka á sama tíma drifin áfram af einhverri umhyggjusemi, ég hef alltaf verið það sem er kallað „aumingjagóð“ – og hann nýtti sér það, spilaði sig oft sem fórnarlamb. Það kom í ljós seinna meir að hann var haldinn einhvers konar persónuleikaröskun, og hann hafði líka verið í eiturlyfjaneyslu frá því hann var unglingur.“ Guðlaug segir manninn hafa tjáð sér um þetta leyti að hann hefði tekið upp íslamstrú á meðan hann bjó í Danmörku. Hún hafi þó aldrei fengið skýr svör af hverju og hvernig það kom til. „Hann vildi komast inn í samfélag með Aröbunum, og sérstaklega ef hann gat fundið eitthvað sem tengdist arabísku mafíunni. Hann var með einhverri konu í Danmörku sem tengdist einhverri glæpafjölskyldu. Hann sóttist í athygli og aðdáun frá öðrum og vildi upplifa sig mikilvægan og merkilegan. Hann var skólabókardæmi um narsista, og í íslamstrú þrífst narsisimi svo vel. Hann var ekkert sérstaklega að iðka trúna en hann vissi hvað hann gat notað úr henni til að stjórna og leyfa narsissismanum að njóta sín; eins og til dæmis það að konan mátti ekki draga manninn í efa eða standa uppi gegn honum,“ segir Guðlaug. Hún hafi á þessu mtíma verið mjög leitandi. Alltaf að reyna að finna einhvern innri frið. „Það dró mig áfram í því að kynna mér trúna.“ Guðlaug trúði, fylgdi og fórnaði sjálfri sér fyrir kerfi - sem á endanum braut hana niður.Vísir/Anton Brink Að sögn Guðlaugar komst hún þannig inn í samfélag múslima í Ronneby, sem var þó ekki stórt, eitthvað í kringum 500 manns. „Ég var fyrsta hvíta múslimakonan sem kom þarna inn og það var mikil spenna yfir því. Það var alltaf verið að bjóða manni hingað og þangað, í kaffi og í heimsóknir, til þess að ræða mögulegt hjónaband. Það var einhvers konar samkeppni um að ná manni, sem sagt gifta mann. Í íslam er ekki leyfilegt að vera „bara“ í sambúð, það var hjónaband eða ekkert. Og þá gilda allar reglurnar strax,“ segir Guðlaug. Það hafi ekki liðið langur tími áður en hún og Íslendingurinn gengu í hjónaband. Karlmennirnir mega ekki freistast Að sögn Guðlaugar hafði trúariðkunin ekki teljanleg áhrif á börnin hennar og þeirra daglega líf. „Þegar þú tekur íslamstrú og ert með fortíð eins og fyrri sambönd, þá er litið svo á að fortíðin og lífið sem þú lifðir „eyðist“ þegar þú tekur upp trúna. Manni á þar af leiðandi að vera vel tekið innan samfélagsins.“ Tveimur árum síðar, árið 2018, eignuðust þau dóttur, þriðja barn Guðlaugar. Eftir að Guðlaug gerðist múslimi þurfti hún að fylgja hinum og þessum reglum trúarinnar, eins og að ganga um með slæðu á höfðinu og biðja fimm sinnum á dag. Hún áréttar að eiginmaðurinn hafi ekki verið strangtrúaður heldur nýtt sér trúna til að réttlæta ofbeldisfulla framkomu. „Það er gengið út frá því að maðurinn þinn eigi að kenna þér þegar þú tekur upp trúna, en þessi maður var náttúrulega ekkert í trúnni sjálfur. Maður þarf að læra að biðja og lesa Kóraninn. Samkvæmt Kóraninum eru ákveðin mörg vers sem maður þarf að kunna til að biðja og til að stunda bænahaldið fimm sinnum á dag. Hann kunni ekki einu sinni aðalversið, hann bara mumblaði eitthvað. Hann lagði ekkert á sig til þess að vera að rækta trúna. Hann var að þessu fyrir athyglina. Ef hann var í vinnunni, hann starfaði hjá byggingarfyrirtæki og var í kringum fólk, og það kom allt í einu bænakall þá var fólk alveg: „Ert þú múslimi?“ Og hann var stoltur af því að geta sagt já við því.“ Guðlaug á erfitt með að fallast á þá alhæfingu að konum innan íslam sé í sjálfvald sett hvort þær hylji sig eða ekki. Það hafi ekki verið hennar upplifun. „Það er talað um að konurnar velji þetta og að þetta sé svo valdeflandi. Í aðalversinu í Kóraninum er guð þeirra að segja við Múhameð: „Hyldu konurnar þínar, allt kvenfólkið.“ Þetta er skipun frá guðinum þeirra. Þetta er bæði skipun til Múhameðs að hylja konur sínar og á sama tíma fyrir alla karlmenn að hylja konurnar sem eru í þeirra lífi, frá og með kynþroska. Þetta er skylda frá guðunum en þetta er líka vald sem er gefið karlmönnunum. Þetta er eitt af þeirra hlutverkum, samkvæmt trúarritunum. Þetta er eitt af því sem ég gagnrýni mest við Íslam. Það er gengið út frá því að þeir sem trúa séu veikburða einstaklingar sem falli auðveldlega í synd, hafi enga sjálfstjórn, og þess vegna þurfi allar þessar reglur. Það er ekki gert ráð fyrir að einstaklingar geti hamið sig eða haft stjórn á eigin hvötum. Þetta stríðir gegn þessari hugsun sem ég hef; við sem manneskjur höfum í grunninn öll færni í að vinna upp sjálfsaga og lesa af samfélaginu hvað er viðeigandi og hvað ekki. Við erum ekki dýr. Konunum hafi alltaf verið kennt um. „Karlmennirnir mega ekki freistast, þess vegna þurfa konurnar að hylja sig. Staðreyndin er sú að sem kvenmaður í íslam þá hefur rödd þín ekki sama vægi og hjá þeim sem eru alin upp á Íslandi. Rödd konunnar vegur miklu minna. Karlmaðurinn hefur alltaf lokaorðið, úrslitavaldið.“ Stöðugur ótti við helvíti Hjónabandið einkenndist að sögn Guðlaugar af margvíslegu ofbeldi: líkamlegu, kynferðislegu en fyrst og fremst andlegu – sem braust út í gífurlega kúgun og stjórnun. „Ég vissi aldrei hvað hann hafði í laun og það fór alltaf eitthvað í eiturlyf á bak við luktar dyr, sem ég tók ekki eftir fyrr en í blálokin. Ég var skráð fyrir bílnum okkar vegna þess að hann var skuldugur. Það lenti líka alltaf á mér að borga leigu og fara í stórinnkaup fyrir mat og þess háttar.“ Hún segir ekki hægt að láta eins og þessi hegðun hafi ekki verði tilkomin út frá trúnni. „Hann var haldinn mjög miklum ranghugmyndum. Trúin gaf honum, að hans mati, rétt á þessari framkomu. Það var alltaf talað um út frá trúnni hvernig líf mitt gæti endað ef ég færi ekki að hans vilja, hver refsingin yrði, að ég myndi enda í helvíti. Ég var stöðugt keyrð áfram af endalausum reglum og hótunum. Það voru alltaf þessar hótanir um helvíti. Það var alltaf þessi hræðsla við að enda í helvíti. Þessar reglur í trúnni eru bæði grunnur fyrir rosalega mikla kúgun og líka grunnurinn fyrir ofnotkun og extremisma, sem þá verður enn þá hættulegri.“ Árið 2018 fékk Guðlaug nóg og tók fyrsta skrefið til að fara út úr aðstæðunum, en fór í raun úr öskunni í eldinn.Vísir/Anton Brink Að sögn Guðlaugar höfðu hennar nánustu heima á Íslandi áhyggjur af henni og voru uggandi yfir aðstæðunum sem hún bjó við. Hún segir manninum hafa tekist að eitra og skaða fjölskylduböndin. Eldri börnin tvö fluttu til föður síns á Íslandi en Guðlaug og yngsta dóttir hennar urðu eftir í Svíþjóð. „Þau vildu náttúrulega fá mig heim. Það sem stoppaði mig var að við áttum barn saman og ég gat ekki farið með hana til Íslands án þess að vera sökuð um barnsrán. Ég var eiginlega í algjörri sjálfheldu. Á sama tíma var mér haldið föstum tökum – út frá þessum reglum sem eru í Kóraninum og hræðslunni við að lenda í helvíti ef ég hefði yfirgefið trúna eftir að ég flúði. Maður verður að fylgja guðinum, sendiboðanum og manninum. Maður á ekki að mótmæla eða draga í efa.“ Konur forðuðust karlavinnustaði Á meðan hjónabandi Guðlaugar og Íslendingsins stóð vann Guðlaug sem framhaldsskólakennari. Hún sá um sérkennslu í ensku og kunni afar vel við sig í starfinu. Það sama gildir ekki um margar af þeim konum sem voru innan múslimasamfélagsins. „Samkvæmt Kóraninum þá er staður konunnar á heimilinu. Ég hef séð, heyrt og lesið um dæmi í Svíþjóð þar sem konur eiga varla að stíga fæti út fyrir heimilið. Það er líka sprottið út frá þessari verndandi afbrýðissemi sem karlmenn innan íslam eru hvattir til að sýna.“ Konurnar hafi fylgt trúarreglunum frekar en reglum félagsþjónustunnar. „Til dæmis á meðan þær voru að leita sér að vinnu og þáðu fjárhagsstuðning. Einnig reyndu flestar þeirra, að örfáum undanskildum, að finna sér eitthvað að gera þannig að þær gætu haldið sig heima, eins og að reka netverslun. Oftast nær snerist það um að selja flíkur og alls kyns hluti í WhatsApp-hópnum þeirra og þar tóku þær við reiðufé.“ Þau störf sem konurnar hafi sóst í hafi átt það sameiginlegt að vera laus við karlmenn og áfengi. „Mennirnir sáu um reikningana og að því sem ég best vissi áttu mennirnir að vita allt um bankaaðgang þeirra eins og leyniorð og PIN-númer.“ Hún hafi sótt eitt námskeið í hverfinu um hvernig ætti að reka sitt eigið fyrirtæki. „Þar voru hafðar kynningar til að vinna gegn þeim hömlunum sem trúarbrögð settu á daglegt líf múslímskra kvenna. Og að sjálfsögðu var því fylgt að konan væri veikara kynið og þar sem maðurinn átti að sjá um fjölskylduna fjárhagslega var það hann sem alltaf tók þær ákvarðanir.“ Konur hafi frekar farið á atvinnuleysisbætur en að vinna á vinnustað með karlmönnum. „Þær fóru þess vegna frekar á atvinnuleysisbætur. Það eru samt sem áður leiðbeiningar til staðar sem þær geta fylgt þegar þær eru á blönduðum vinnustöðum; eins og hvernig og hversu lengi og um hvað þær megi tala við karlkyns samstarfsmenn sína.“ Guðlaug segist alltaf hafa verið glöð og liðið vel í vinnunni. „Síðan fékk ég alltaf sting í magann þegar ég var að keyra heim. Þá vissi ég hvað væri að fara í gang, hvað hann ætti eftir að segja og gera. Ég þurfti reglulega að sitja undir ásökunum, eins og að ég væri búin að sofa hjá öllum karlmönnunum sem voru að vinna með mér í skólanum. Hann var alltaf að kalla mig hóru, á fjórum mismunandi tungumálum.“ Endalok Í desember 2018 varð síðan stór vendipunktur. „Þá stóð ég upp gegn honum með öllum þeim mætti sem ég hafði. Ég veit ekki nákvæmlega hvar ég fann styrkinn til þess, kannski er það gamla íslenska bóndaþrjóskan sem ég fékk frá ömmu og afa.“ Ástandið hafi í aðdraganda þess farið hríðversnandi. Eiginmaðurinn þáverandi hafi glímt við ógreindar geðraskanir, verið farinn að sjá ofsjónir og heyra raddir. „Ég hafði kynnst yndislegri íslenskri konu sem bjó ekki mjög langt frá okkur og hafði þekkt hann sem barn á meðan þau bjuggu bæði í Danmörku. Ég sendi henni skilaboð eitt kvöldið: „Ég er hrædd, ég er ekki örugg hérna. Geturðu hjálpað mér?“ Þegar hún kom var hann í ham og var „horfinn í augunum“, eins og hún orðaði það. Hann þekkti hana ekki og hann vissi ekki lengur hver hún var.“ Í kjölfarið var haft samband við lögreglu og félagsmálayfirvöld og það varð til þess að Guðlaugu og dóttur hennar, sem hafði ekki náð eins árs aldri, var komið fyrir í leynihúsnæði á vegum kvennaathvarfsins. Það var gert til að gæta öryggis þeirra. Þá tók við forsjárdeila fyrir dómi sem endaði með því að Guðlaug fékk fulla forsjá yfir dóttur þeirra. Líkt og Guðlaug lýsir því misnotaði leiðtoginn aðstöðu sína og sannfærði hana að lokum um að ganga í hjónaband með sér.Vísir/Anton Brink Eiginmaðurinn þáverandi svipti sig lífi árið 2022. „Hann hafði þá margoft lagst inn á neyðargeðdeild og var búinn að vera í mikilli neyslu. Hann gat ekki séð um sjálfan sig. Að lokum náðu raddirnar honum.“ Gifting í gegnum síma Í gegnum múslimasamfélagið hafði Guðlaug kynnst manni frá Sýrlandi sem var svokallaður ímam – trúarleiðtogi. Ímam er sá sem leiðir bænina í moskum, fer með félagsleg völd, veitir trúarlega ráðgjöf og nýtur virðingar innan múslimska samfélagsins. Þetta er hæsta staðan innan samfélagsins. Þegar þú ert ímam þá þorir enginn að setja sig upp á móti þér. Guðlaug kveðst hafa sett sig í samband við hann um það leyti þegar hún var að skilja árið 2018. „Hann, ímaminn, hafði kennt mér um trúna og við töluðum um trúna og lífið. Ég var búin að láta hann vita hvernig maðurinn minn var búinn að koma fram við mig og að ég væri ákveðin í að skilja við hann því ég gæti ekki meira. Hann bauð mér að hitta sig og ræða málin.“ Guðlaug segir að þó svo að hún hafi verið staðráðin í að skilja við eiginmanninn á þessum tíma þá hafi hún ekki verið komin á þann stað að snúa baki við trúnni. „Þegar maður er stöðugt búinn að upplifa að maður skipti ekki máli, að maður sé einskis virði, þá þráir maður að tilheyra. Ég hélt í þau rök að ég væri í trúnni fyrir mig. Ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að trúin væri búin að gefa mér svo mikið. Ég var náttúrulega ekkert að lesa þetta á réttan hátt. Líklega var ég hreinlega heilaþvegin og ekkert annað. Ég var að vinna í því að koma mér út úr ofbeldissambandi við narsisista en á sama tíma var ég í trúarbrögðum sem voru keyrð áfram af skyldum og reglum sem gefa karlmönnum gífurlega mikil völd yfir kvenfólki. Ég vildi halda áfram að vera virk í múslimasamfélaginu, eins og ég var búin að vera að gera.“ Líkt og Guðlaug lýsir því misnotaði leiðtoginn aðstöðu sína og sannfærði hana að lokum um að ganga í hjónaband með sér. Hann átti að hennar sögn aðrar konur fyrir og nýtti sér að trúin leyfði fjölkvæni, þó bak við luktar dyr, þar sem það er ekki leyft samkvæmt lögum í Svíþjóð. „Athöfnin fór fram heima hjá mér, í gegnum síma, þar sem annar ímam fór með einhver orð á arabísku. Það mátti enginn vita að við vorum gift. Það var ekkert á pappír. Þar af leiðandi var auðveldara að svindla á mér. Hann bjó hjá foreldrum sínum og kom og heimsótti mig sirka einu sinni eða tvisvar í viku. Þar sem Guðlaug var nú orðin gift trúarleiðtoga innan samfélagsins þá voru kröfurnar að hennar sögn strangari en áður, meðal annars þegar kom að klæðaburði. Hún hafi áður einungis notað slæðu til að hylja hárið en byrjaði nú að klæðast jilbab. Áður fyrr hafði ég nálgast trúna út frá mér, ég var að lesa og kynnast fólkinu, taka fyrstu skrefin og sinna mínu. Þetta var miklu ýktara. Hún varð nokkurs konar talsmaður fyrir trúarsamfélagið í Ronneby og ræddi meðal annars við sænska fjölmiðla á sínum tíma. „Ég var í raun hans hægri hönd út á við. Ég var mikill fengur fyrir þetta samfélag af því að ég var norræn og ég þekkti menninguna og samfélagið og ég skildi málið og gat hjálpað öðrum að aðlagast samfélaginu í Svíþjóð. Ég kunni sænsku og gat túlkað og útskýrt og verið milliliður þegar þess þurfti. Hann og fjölskyldan hans nýttu það sérstaklega að ég var með tungumálakunnáttu og lét mig fara yfir alls konar pappíra og texta og umsóknir fyrir sig. Hann vildi giftast mér til að geta notað mig í hitt og þetta sem myndi láta hann líta vel út, nota mig í allskyns forvinnu, sem hann gat síðan tekið heiðurinn af sjálfur.“ Guðlaug segist reglulega hafa fengið að heyra að fjölskylda hennar og vinir á Íslandi, sem eru ekki múslimar, ættu eftir að enda í helvíti. „Hann reyndi að telja mér trú um að yndislega amma mín, sem ég elska svo mikið, ætti eftir að enda í helvíti. Og ég fékk svo að heyra: „En þú átt alla vega mig.“ Hann var stöðugt að nota skilnað sem hótun. „Ef þú skilur við mig, ef þú skilur í annað skipti, hvað heldurðu að allir aðrir séu að fara að segja um þig í samfélaginu?“ Það var allt gert til að halda manni niðri. Hann hélt fjármálunum sínum leyndum og síðar komst ég að því hann hafði gifst annarri konu og svo þeirri þriðju sem átti að búa með honum og vera skráð í kerfið. Sú kona fékk allan hans fókus, vegna þess að hún var frá Sýrlandi og var samþykkt af móður hans.“ Guðlaug var á þessum tíma iðin við að lesa Kóraninn og kynna sér fræðin. „Þó svo að þessi langvarandi kúgun væri búin að brjóta mig niður þá byrjaði ég að finna fyrir einhverri örlítilli gagnrýnni hugsun þarna. Það rann upp fyrir mér ljós: Það er enginn munur á þessum „klassíska“ narsisista sem er ekkert að iðka trúna – og ímam, sem á að vera gangandi dæmi um það hvernig maður á að stunda trúna. Það er enginn munur á framkomu þeirra. Ég var búin að gefa mig alla í þessa trú – og var á sama tíma „refsað fyrir það.“ Ég var bara komin með nóg.“ Hún er hugsi yfir skilaboðum til kvenna innan samfélagsins. „Ef þú ert kona í íslam þá máttu ekki biðja og þú mátt ekki koma við Kóraninn á meðan þú ert á blæðingum, ekki fyrr en þú ert orðin „hrein“ aftur. Ég fór á blæðingar einn mánuðinn og hugsaði með mér: Ég ætla ekki að biðja aftur, ég ætla ekki að byrja aftur á því. Ef ég yfirgef trúna, ef ég trúi ekki á þetta – þá gilda engar af þessum hótunum í trúnni um mig. Þetta er ekki lengur hluti af lífi mínu. Ég þarf ekki að vera hrædd við neitt. Ég er ekki múslimi lengur. Þetta gildir ekki um mig. Ég vissi líka að ef hann myndi reyna að vera með einhvern kjaft, þá myndi hann sömuleiðis þurfa að viðurkenna fyrir öðrum að við værum gift. Þar sem hjónabandið var ekki til á pappír var skilnaðarferlið þar af leiðandi ekki flókið. Ég sendi honum skilaboð: „Við erum skilin. Þú ert búin að fá það sem þú vilt“.“ Þurfti að læra á lífið upp á nýtt Guðlaug og dóttir hennar komust aftur heim til Íslands með hjálp foreldra Guðlaugar. Þetta var í maí árið 2023. Eftir að heim var komið tók við langt og erfitt ferli við að koma undir sig fótunum á ný og takast á við fortíðina. Guðlaug fékk margvíslega aðstoð frá félagsþjónustunni í Reykjavík og Hafnarfirði og segir það hafa verið mikið gæfuskref að komast að í endurhæfingarprógrammi hjá geðheilsuteymi. „Ég ákvað að segja strax já við öllu sem var í boði og fylgja öllu sem var stungið upp á, hvort sem það var sálfræðiþjónusta, líkamsrækt eða annað.Það liðu átján mánuðir frá því ég kom til Íslands og þar til ég var útskrifuð af geðheilsuteyminu. Þegar þú ert svona „all in“ í trúnni þá snýst lífið meira og minna um það, og þá dettur maður óhjákvæmilega frekar mikið úr sambandi við umheiminn. Ég tala ekki um þegar þú ert búin að vera hluti af trú þar sem stöðugt er verið að hamra á það við mann að maður sé fallvaltur og syndugur. Óhjákvæmilega hef ég því þurft að finna sjálfa mig aftur; hver ég er, hvað ég vil og hvað ég stend fyrir sem manneskja. Það er mikill skaði sem situr eftir, sem ég hef þurft að eiga við undanfarin tvö ár.“ Henni finnst hún vera komin mjög langt þegar komi að því að vernda mörkin sín og gildi „Þetta er mikil vinna sem ég hef þurft að gefa mig alla í. Þegar maður er að glíma við áfallastreituröskun eftir langvarandi ofbeldi þá er maður orðinn svo vanur að vera stöðugt í varnarham, og það getur verið erfitt að sleppa tökunum af því. Ég þurfti að hvetja sjálfa mig áfram, tala fallega og uppbyggilega við sjálfa mig. Önnur íbúðin sem ég bjó í eftir að ég kom heim var á Laugarnesinu og ég byrjaði að fara reglulega í göngutúra á Sæbrautinni, til að vera nálægt sjónum og sækja orku þangað. Sitja hjá vitanum. Maður verður að gefa sér biðtímann upp á að leyfa sárunum að gróa. Þú flýtir ekkert fyrir þessu ferli.“ Hún þakkar einni ákvörðunin að hafa náð að stíga stórt skref í bataferlinu. „Besta ákvörðunin sem ég tók í þessu ferli var að vera algjörlega „off radar“ í eitt ár. Ég tók þetta eina ár þar sem ég var ekki að einblína á neitt nema að koma til baka, ég var ekkert að pæla í ástarsamböndum eða neinu slíku. Mér hefur gengið vel að byggja mig upp og ég held að það sé meðal annars vegna þess að ég hef einblínt á að taka bara eitt lítið skref í einu, ég hef þurft að læra rosalega margt upp á nýtt, eins og til dæmis það að hleypa fólki nær mér, og að treysta. Ég hef þurft að þjálfa mig í að vera í kringum fólk, labba fram hjá fólki og heilsa því, kinka kolli til karlmanns úti á götu. Alls konar litlir hlutir.“ Eftir að hún sagði skilið við íslam gat hún gert hluti sem áður voru forboðnir; eins og að elda beikonvafðar kjúklingabringur og horfa á kvikmyndir þar sem naktir karlmannslíkamar komu fyrir á skjánum. „Ég hef líka þurft að læra að gera hluti fyrir mig, ekki út frá einhverjum skyldum eða reglum heldur út frá því að það veiti mér ánægju og gleði.“ Það hafi verið stórt skref að geta gert það. „Ein mikilvægasta hugsunin í gegnum endurhæfinguna var sú að mitt gildi sem einstaklingur er ekki fullkomnað bara vegna þess að ég er með maka við hliðina á mér. Ég get staðið uppi eins og sér og ég er nóg. Ég var áður hrædd við að vera ein, og ég veit að það eru margir hræddir við að enda einir, en mér finnst svo mikilvægt að vernda sálina, vernda virði sitt sem einstaklings. Maður á aldrei að fórna mörkunum sínum eða gildunum sínum fyrir einhvern annan,“ segir Guðlaug og bætir við: Ég skammast mín ekki fyrir að hafa verið í þessum aðstæðum sem ég var í - fyrir að hafa verið múslimi. Ég var á hræðilegum stað, ég var brotin, og ég var dregin inn í þetta. Ekki á móti innflytjendum Guðlaug tekur skýrt fram að það vaki ekki fyrir henni að koma óorði á sjálft fólkið, múslima, með því að deila reynslu sinni. „Þetta er einfaldlega mín persónulega reynsla, byggt á því sem ég hef lent í, séð, heyrt og upplifað. Ég vil ekki nýta söguna mína í að koma með eitthvað skítkast. Ég vil engu að síður sýna fólki hvernig raunveruleikinn er. Það eru öfgar alls staðar, ekki bara í íslam, það eru líka öfgar í kristni, það eru öfgar í heiðni. Það sem ég stend upp gegn hefur ekkert með iðkendurna að gera, heldur trúna sjálfa, því án trúarritanna er ekki hægt að beita svona mikilli kúgun og svona miklu ofbeldi - í nafni trúarinnar. Ég held að margir þeirra sem styðja múslimska samfélagið hafi í raun ekki kynnst sér trúarritið og gera sér ekki grein fyrir að það er munur á fólkinu og ritunum. Það eru ekki allir sem fylgja bókstaflega öllu sem stendur í Kóraninum, en það eru samt þessi ákveðnu ákvæði í trúnni sem eru rituð í Kóraninn og eru skylda og gefa leyfi fyrir ákveðinni hegðun. Það fer eftir því hvað ákvæðin eru stór, hvort þetta sé mikil synd eða mjög slæmt eða minna slæmt.“ Hún tekur einnig fram að hún setji sig ekki upp á móti innflytjendum sem koma hingað til lands og aðhyllast íslamstrú. „En öryggið sem við búum við hérna á Íslandi, sem við höfum alist upp við, er svo ótrúlega dýrmætt og við verðum að standa vörð um það. Við þurfum að standa vörð um þróunina okkar – og ekki síst trúfrelsislögin. Þeir sem koma hingað verða að fylgja lögunum okkar og virða okkar gildi og rætur. Það er einfaldlega svo margt í íslam sem skarast algjörlega á við okkar gildi. Til að mynda viðhorfið gagnvart samkynhneigð, það er litið á samkynhneigð sem verstu syndina og refsingin er aftaka. Þetta er eitt af því sem ég gagnrýni mest við íslam, sérstaklega af því að eldri dóttir mín er samkynhneigð, og líka af því að mér finnst ekkert eins dásamlegt og þegar fólk getur fengið að vera það sjálft; einstaklingseðlið í fólki er svo óheyrilega fallegt.“ Í dag stendur Guðlaug uppi með nýtt líf, nýja trú og óbilandi þor til að tala um það sem aðrir þegja um.Vísir/Anton Brink Fann sig í ásatrúnni „Ég hugsa svo oft til annarra kvenna þarna úti sem eru í sömu aðstæðum og ég var í. Mér finnst svo mikilvægt að koma því á framfæri að ef þú ert brotin fyrir og ekki búin að vinna í andlegu hliðinni – þá eru trúarbrögð ein og sér ekki að fara að redda þér eða lækna þig,“ segir Guðlaug jafnframt. Hún vonast til að saga hennar geti orðið hvatning fyrir aðra þarna úti. „Við sem manneskjur erum oft miklu sterkari en við gerum okkur grein fyrir. Ekki gefa upp vonina. Það koma slæmir dagar inn á milli. Ég nota oft þessa myndlíkingu; það koma stormar en þeir enda líka og svo kemur sólin. En mér finnst líka mikilvægt að nefna að samfélagið má aldrei taka fram hendurnar á fórnarlömbunum, segja þeim hvernig þau eigi að lifa lífinu eða takast á við hlutina. Það er mikilvægt að skilja alla söguna hjá fórnarlömbunum, sjá heildarmyndina, rótina að vandanum. Það þarf að vernda þennan hóp. Það langbesta sem hægt er að gera til að styðja við fórnarlömb er einfaldlega að vera til staðar og hlusta.“ Í dag er Guðlaug ekki lengur múslimi. Hún er orðin ásatrúar. „Ég var í Þjóðkirkjunni þegar ég var yngri en ég hafði skráð mig úr henni þegar ég var komin á fullorðnisár, og varð þá trúleysingi. Ég tók þá ákvörðun þegar ég kom til Íslands frá Svíþjóð að ef trú myndi vera hluti af lífi mínu þá myndi það vera mín ákvörðun, ég myndi taka upp trú á mínum eigin forsendum. Í júní í fyrra, eftir þetta ár þar sem ég var „off-radar“, þá skráði ég mig í Ásatrúarfélagið og þar hef ég fundið mig. Ásatrúin er í raun menningararfurinn okkar, hún stríður aldrei nokkurn tímann gegn okkar gildum. Þetta er yndislegt samfélag sem ég hef kynnst þar. Það er engin bænaskylda eða skyldur um að mæta hér eða þar. Ég hef verið að mæta á opin hús hjá félaginu, líka bara upp á það að vera í kringum fólk, kynnast og spjalla. Ég er virkilega hamingjusöm í dag, þó svo að þessi uppbygging sé hvergi nærri búin, þetta er eilífðarverkefni. Ég er að sinna ástríðunni minni og er komin í meistaranám í málvísindum í HÍ og mig langar að verða háskólakennari í framtíðinni. Ég er afskaplega stolt af börnunum mínum þremur, sem ég kalla alltaf „litlu heimspekingana mína“. Það er yndislegt að sjá þau fullorðnast og þau eru öll að gera svo flotta hluti. Mér finnst minn tími vera kominn núna.“ Trúmál Svíþjóð Geðheilbrigði Helgarviðtal Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Guðlaug er fædd árið 1983 og ólst upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði. Hún flutti til Svíþjóðar árið 2009, ásamt þáverandi eiginmanni sínum og syni þeirra sem þá var að verða tveggja ára. Þetta var stuttu eftir hrunið og efnahagsástandið á Íslandi var ein af ástæðunum fyrir því að þau ákváðu að flytja út fyrir landsteinana. „Á þessum tíma var ég að taka út fæðingarorlof en ég hafði áður lokið BA-námi í ensku og kennsluréttindum og hafði unnið sem vaktstjóri í Nóatúni. En lífið var oft erfitt peningalega.” Móðir barnsföður Guðlaugar hafði flutt til Svíþjóðar ári áður og fleiri úr fjölskyldu hans bjuggu þar. „Þar af leiðandi höfðum við fólk í kringum okkur þarna úti.“ Þau fluttu til Blekinge, sem er syðst í Svíþjóð við ströndina að Eystrasalti. Héraðið liggur á milli Skåne og Småland. „Við flökkuðum aðeins á milli bæja en bjuggum lengst af í Ronneby, 13 þúsund manna bæ á milli Karlshamn og höfuðborgarinnar, Karlskrona. Svo fæddist dóttir okkar árið 2010. Barnsfaðir minn fór í nám úti og árið 2011 skráði ég mig í nám í háskólanum í Lundi, fyrst í ensku og svo í almennum málvísindum.“ Að sögn Guðlaugar stóð hjónabandið höllum fæti á þessum tíma; barnsföður hennar hafi boðist vinna á Íslandi og flutt þangað og þau voru um tíma í nokkurs konar fjarbúð. Að lokum hafi hjónabandið siglt í strand árið 2014. Fyrsta hvíta konan Á þessum tíma hafði Guðlaug komist í kynni við mann, Íslending, sem hafði verið búsettur í Danmörku en var á þessum tíma að vinna í því að flytja til Svíþjóðar og skrá sig inn í landið. Guðlaug segist á þessum tíma hafa verið á einstaklega viðkvæmum stað, niðurbrotin eftir fyrra hjónaband og skilnaðinn, auk þess sem hún hafi verið búin að missa mikið af öryggisnetinu sem hún hafði úti og var því afar einangruð. Hún hafi því verið auðveld „bráð” fyrir einstakling sem hafi verið það sem í daglegu tali er kallað „narsisisti“. „Þá leiddist ég út í samband með honum. Ég þráði ekkert meira en öryggi, að vera samþykkt og elskuð. Upplifa eins og ég væri einhvers virði. Þegar maður er á þessum stað þá er sálin svo brotin og rökhugsunin er ekki beinlínis til staðar. Maður er bara að reyna að vera til, og lifa af. Og narsisistar eru svo flinkir í þessu, að spotta þá sem eru veikir fyrir og veiða þá í sitt net. Ég var líka á sama tíma drifin áfram af einhverri umhyggjusemi, ég hef alltaf verið það sem er kallað „aumingjagóð“ – og hann nýtti sér það, spilaði sig oft sem fórnarlamb. Það kom í ljós seinna meir að hann var haldinn einhvers konar persónuleikaröskun, og hann hafði líka verið í eiturlyfjaneyslu frá því hann var unglingur.“ Guðlaug segir manninn hafa tjáð sér um þetta leyti að hann hefði tekið upp íslamstrú á meðan hann bjó í Danmörku. Hún hafi þó aldrei fengið skýr svör af hverju og hvernig það kom til. „Hann vildi komast inn í samfélag með Aröbunum, og sérstaklega ef hann gat fundið eitthvað sem tengdist arabísku mafíunni. Hann var með einhverri konu í Danmörku sem tengdist einhverri glæpafjölskyldu. Hann sóttist í athygli og aðdáun frá öðrum og vildi upplifa sig mikilvægan og merkilegan. Hann var skólabókardæmi um narsista, og í íslamstrú þrífst narsisimi svo vel. Hann var ekkert sérstaklega að iðka trúna en hann vissi hvað hann gat notað úr henni til að stjórna og leyfa narsissismanum að njóta sín; eins og til dæmis það að konan mátti ekki draga manninn í efa eða standa uppi gegn honum,“ segir Guðlaug. Hún hafi á þessu mtíma verið mjög leitandi. Alltaf að reyna að finna einhvern innri frið. „Það dró mig áfram í því að kynna mér trúna.“ Guðlaug trúði, fylgdi og fórnaði sjálfri sér fyrir kerfi - sem á endanum braut hana niður.Vísir/Anton Brink Að sögn Guðlaugar komst hún þannig inn í samfélag múslima í Ronneby, sem var þó ekki stórt, eitthvað í kringum 500 manns. „Ég var fyrsta hvíta múslimakonan sem kom þarna inn og það var mikil spenna yfir því. Það var alltaf verið að bjóða manni hingað og þangað, í kaffi og í heimsóknir, til þess að ræða mögulegt hjónaband. Það var einhvers konar samkeppni um að ná manni, sem sagt gifta mann. Í íslam er ekki leyfilegt að vera „bara“ í sambúð, það var hjónaband eða ekkert. Og þá gilda allar reglurnar strax,“ segir Guðlaug. Það hafi ekki liðið langur tími áður en hún og Íslendingurinn gengu í hjónaband. Karlmennirnir mega ekki freistast Að sögn Guðlaugar hafði trúariðkunin ekki teljanleg áhrif á börnin hennar og þeirra daglega líf. „Þegar þú tekur íslamstrú og ert með fortíð eins og fyrri sambönd, þá er litið svo á að fortíðin og lífið sem þú lifðir „eyðist“ þegar þú tekur upp trúna. Manni á þar af leiðandi að vera vel tekið innan samfélagsins.“ Tveimur árum síðar, árið 2018, eignuðust þau dóttur, þriðja barn Guðlaugar. Eftir að Guðlaug gerðist múslimi þurfti hún að fylgja hinum og þessum reglum trúarinnar, eins og að ganga um með slæðu á höfðinu og biðja fimm sinnum á dag. Hún áréttar að eiginmaðurinn hafi ekki verið strangtrúaður heldur nýtt sér trúna til að réttlæta ofbeldisfulla framkomu. „Það er gengið út frá því að maðurinn þinn eigi að kenna þér þegar þú tekur upp trúna, en þessi maður var náttúrulega ekkert í trúnni sjálfur. Maður þarf að læra að biðja og lesa Kóraninn. Samkvæmt Kóraninum eru ákveðin mörg vers sem maður þarf að kunna til að biðja og til að stunda bænahaldið fimm sinnum á dag. Hann kunni ekki einu sinni aðalversið, hann bara mumblaði eitthvað. Hann lagði ekkert á sig til þess að vera að rækta trúna. Hann var að þessu fyrir athyglina. Ef hann var í vinnunni, hann starfaði hjá byggingarfyrirtæki og var í kringum fólk, og það kom allt í einu bænakall þá var fólk alveg: „Ert þú múslimi?“ Og hann var stoltur af því að geta sagt já við því.“ Guðlaug á erfitt með að fallast á þá alhæfingu að konum innan íslam sé í sjálfvald sett hvort þær hylji sig eða ekki. Það hafi ekki verið hennar upplifun. „Það er talað um að konurnar velji þetta og að þetta sé svo valdeflandi. Í aðalversinu í Kóraninum er guð þeirra að segja við Múhameð: „Hyldu konurnar þínar, allt kvenfólkið.“ Þetta er skipun frá guðinum þeirra. Þetta er bæði skipun til Múhameðs að hylja konur sínar og á sama tíma fyrir alla karlmenn að hylja konurnar sem eru í þeirra lífi, frá og með kynþroska. Þetta er skylda frá guðunum en þetta er líka vald sem er gefið karlmönnunum. Þetta er eitt af þeirra hlutverkum, samkvæmt trúarritunum. Þetta er eitt af því sem ég gagnrýni mest við Íslam. Það er gengið út frá því að þeir sem trúa séu veikburða einstaklingar sem falli auðveldlega í synd, hafi enga sjálfstjórn, og þess vegna þurfi allar þessar reglur. Það er ekki gert ráð fyrir að einstaklingar geti hamið sig eða haft stjórn á eigin hvötum. Þetta stríðir gegn þessari hugsun sem ég hef; við sem manneskjur höfum í grunninn öll færni í að vinna upp sjálfsaga og lesa af samfélaginu hvað er viðeigandi og hvað ekki. Við erum ekki dýr. Konunum hafi alltaf verið kennt um. „Karlmennirnir mega ekki freistast, þess vegna þurfa konurnar að hylja sig. Staðreyndin er sú að sem kvenmaður í íslam þá hefur rödd þín ekki sama vægi og hjá þeim sem eru alin upp á Íslandi. Rödd konunnar vegur miklu minna. Karlmaðurinn hefur alltaf lokaorðið, úrslitavaldið.“ Stöðugur ótti við helvíti Hjónabandið einkenndist að sögn Guðlaugar af margvíslegu ofbeldi: líkamlegu, kynferðislegu en fyrst og fremst andlegu – sem braust út í gífurlega kúgun og stjórnun. „Ég vissi aldrei hvað hann hafði í laun og það fór alltaf eitthvað í eiturlyf á bak við luktar dyr, sem ég tók ekki eftir fyrr en í blálokin. Ég var skráð fyrir bílnum okkar vegna þess að hann var skuldugur. Það lenti líka alltaf á mér að borga leigu og fara í stórinnkaup fyrir mat og þess háttar.“ Hún segir ekki hægt að láta eins og þessi hegðun hafi ekki verði tilkomin út frá trúnni. „Hann var haldinn mjög miklum ranghugmyndum. Trúin gaf honum, að hans mati, rétt á þessari framkomu. Það var alltaf talað um út frá trúnni hvernig líf mitt gæti endað ef ég færi ekki að hans vilja, hver refsingin yrði, að ég myndi enda í helvíti. Ég var stöðugt keyrð áfram af endalausum reglum og hótunum. Það voru alltaf þessar hótanir um helvíti. Það var alltaf þessi hræðsla við að enda í helvíti. Þessar reglur í trúnni eru bæði grunnur fyrir rosalega mikla kúgun og líka grunnurinn fyrir ofnotkun og extremisma, sem þá verður enn þá hættulegri.“ Árið 2018 fékk Guðlaug nóg og tók fyrsta skrefið til að fara út úr aðstæðunum, en fór í raun úr öskunni í eldinn.Vísir/Anton Brink Að sögn Guðlaugar höfðu hennar nánustu heima á Íslandi áhyggjur af henni og voru uggandi yfir aðstæðunum sem hún bjó við. Hún segir manninum hafa tekist að eitra og skaða fjölskylduböndin. Eldri börnin tvö fluttu til föður síns á Íslandi en Guðlaug og yngsta dóttir hennar urðu eftir í Svíþjóð. „Þau vildu náttúrulega fá mig heim. Það sem stoppaði mig var að við áttum barn saman og ég gat ekki farið með hana til Íslands án þess að vera sökuð um barnsrán. Ég var eiginlega í algjörri sjálfheldu. Á sama tíma var mér haldið föstum tökum – út frá þessum reglum sem eru í Kóraninum og hræðslunni við að lenda í helvíti ef ég hefði yfirgefið trúna eftir að ég flúði. Maður verður að fylgja guðinum, sendiboðanum og manninum. Maður á ekki að mótmæla eða draga í efa.“ Konur forðuðust karlavinnustaði Á meðan hjónabandi Guðlaugar og Íslendingsins stóð vann Guðlaug sem framhaldsskólakennari. Hún sá um sérkennslu í ensku og kunni afar vel við sig í starfinu. Það sama gildir ekki um margar af þeim konum sem voru innan múslimasamfélagsins. „Samkvæmt Kóraninum þá er staður konunnar á heimilinu. Ég hef séð, heyrt og lesið um dæmi í Svíþjóð þar sem konur eiga varla að stíga fæti út fyrir heimilið. Það er líka sprottið út frá þessari verndandi afbrýðissemi sem karlmenn innan íslam eru hvattir til að sýna.“ Konurnar hafi fylgt trúarreglunum frekar en reglum félagsþjónustunnar. „Til dæmis á meðan þær voru að leita sér að vinnu og þáðu fjárhagsstuðning. Einnig reyndu flestar þeirra, að örfáum undanskildum, að finna sér eitthvað að gera þannig að þær gætu haldið sig heima, eins og að reka netverslun. Oftast nær snerist það um að selja flíkur og alls kyns hluti í WhatsApp-hópnum þeirra og þar tóku þær við reiðufé.“ Þau störf sem konurnar hafi sóst í hafi átt það sameiginlegt að vera laus við karlmenn og áfengi. „Mennirnir sáu um reikningana og að því sem ég best vissi áttu mennirnir að vita allt um bankaaðgang þeirra eins og leyniorð og PIN-númer.“ Hún hafi sótt eitt námskeið í hverfinu um hvernig ætti að reka sitt eigið fyrirtæki. „Þar voru hafðar kynningar til að vinna gegn þeim hömlunum sem trúarbrögð settu á daglegt líf múslímskra kvenna. Og að sjálfsögðu var því fylgt að konan væri veikara kynið og þar sem maðurinn átti að sjá um fjölskylduna fjárhagslega var það hann sem alltaf tók þær ákvarðanir.“ Konur hafi frekar farið á atvinnuleysisbætur en að vinna á vinnustað með karlmönnum. „Þær fóru þess vegna frekar á atvinnuleysisbætur. Það eru samt sem áður leiðbeiningar til staðar sem þær geta fylgt þegar þær eru á blönduðum vinnustöðum; eins og hvernig og hversu lengi og um hvað þær megi tala við karlkyns samstarfsmenn sína.“ Guðlaug segist alltaf hafa verið glöð og liðið vel í vinnunni. „Síðan fékk ég alltaf sting í magann þegar ég var að keyra heim. Þá vissi ég hvað væri að fara í gang, hvað hann ætti eftir að segja og gera. Ég þurfti reglulega að sitja undir ásökunum, eins og að ég væri búin að sofa hjá öllum karlmönnunum sem voru að vinna með mér í skólanum. Hann var alltaf að kalla mig hóru, á fjórum mismunandi tungumálum.“ Endalok Í desember 2018 varð síðan stór vendipunktur. „Þá stóð ég upp gegn honum með öllum þeim mætti sem ég hafði. Ég veit ekki nákvæmlega hvar ég fann styrkinn til þess, kannski er það gamla íslenska bóndaþrjóskan sem ég fékk frá ömmu og afa.“ Ástandið hafi í aðdraganda þess farið hríðversnandi. Eiginmaðurinn þáverandi hafi glímt við ógreindar geðraskanir, verið farinn að sjá ofsjónir og heyra raddir. „Ég hafði kynnst yndislegri íslenskri konu sem bjó ekki mjög langt frá okkur og hafði þekkt hann sem barn á meðan þau bjuggu bæði í Danmörku. Ég sendi henni skilaboð eitt kvöldið: „Ég er hrædd, ég er ekki örugg hérna. Geturðu hjálpað mér?“ Þegar hún kom var hann í ham og var „horfinn í augunum“, eins og hún orðaði það. Hann þekkti hana ekki og hann vissi ekki lengur hver hún var.“ Í kjölfarið var haft samband við lögreglu og félagsmálayfirvöld og það varð til þess að Guðlaugu og dóttur hennar, sem hafði ekki náð eins árs aldri, var komið fyrir í leynihúsnæði á vegum kvennaathvarfsins. Það var gert til að gæta öryggis þeirra. Þá tók við forsjárdeila fyrir dómi sem endaði með því að Guðlaug fékk fulla forsjá yfir dóttur þeirra. Líkt og Guðlaug lýsir því misnotaði leiðtoginn aðstöðu sína og sannfærði hana að lokum um að ganga í hjónaband með sér.Vísir/Anton Brink Eiginmaðurinn þáverandi svipti sig lífi árið 2022. „Hann hafði þá margoft lagst inn á neyðargeðdeild og var búinn að vera í mikilli neyslu. Hann gat ekki séð um sjálfan sig. Að lokum náðu raddirnar honum.“ Gifting í gegnum síma Í gegnum múslimasamfélagið hafði Guðlaug kynnst manni frá Sýrlandi sem var svokallaður ímam – trúarleiðtogi. Ímam er sá sem leiðir bænina í moskum, fer með félagsleg völd, veitir trúarlega ráðgjöf og nýtur virðingar innan múslimska samfélagsins. Þetta er hæsta staðan innan samfélagsins. Þegar þú ert ímam þá þorir enginn að setja sig upp á móti þér. Guðlaug kveðst hafa sett sig í samband við hann um það leyti þegar hún var að skilja árið 2018. „Hann, ímaminn, hafði kennt mér um trúna og við töluðum um trúna og lífið. Ég var búin að láta hann vita hvernig maðurinn minn var búinn að koma fram við mig og að ég væri ákveðin í að skilja við hann því ég gæti ekki meira. Hann bauð mér að hitta sig og ræða málin.“ Guðlaug segir að þó svo að hún hafi verið staðráðin í að skilja við eiginmanninn á þessum tíma þá hafi hún ekki verið komin á þann stað að snúa baki við trúnni. „Þegar maður er stöðugt búinn að upplifa að maður skipti ekki máli, að maður sé einskis virði, þá þráir maður að tilheyra. Ég hélt í þau rök að ég væri í trúnni fyrir mig. Ég var búin að sannfæra sjálfa mig um að trúin væri búin að gefa mér svo mikið. Ég var náttúrulega ekkert að lesa þetta á réttan hátt. Líklega var ég hreinlega heilaþvegin og ekkert annað. Ég var að vinna í því að koma mér út úr ofbeldissambandi við narsisista en á sama tíma var ég í trúarbrögðum sem voru keyrð áfram af skyldum og reglum sem gefa karlmönnum gífurlega mikil völd yfir kvenfólki. Ég vildi halda áfram að vera virk í múslimasamfélaginu, eins og ég var búin að vera að gera.“ Líkt og Guðlaug lýsir því misnotaði leiðtoginn aðstöðu sína og sannfærði hana að lokum um að ganga í hjónaband með sér. Hann átti að hennar sögn aðrar konur fyrir og nýtti sér að trúin leyfði fjölkvæni, þó bak við luktar dyr, þar sem það er ekki leyft samkvæmt lögum í Svíþjóð. „Athöfnin fór fram heima hjá mér, í gegnum síma, þar sem annar ímam fór með einhver orð á arabísku. Það mátti enginn vita að við vorum gift. Það var ekkert á pappír. Þar af leiðandi var auðveldara að svindla á mér. Hann bjó hjá foreldrum sínum og kom og heimsótti mig sirka einu sinni eða tvisvar í viku. Þar sem Guðlaug var nú orðin gift trúarleiðtoga innan samfélagsins þá voru kröfurnar að hennar sögn strangari en áður, meðal annars þegar kom að klæðaburði. Hún hafi áður einungis notað slæðu til að hylja hárið en byrjaði nú að klæðast jilbab. Áður fyrr hafði ég nálgast trúna út frá mér, ég var að lesa og kynnast fólkinu, taka fyrstu skrefin og sinna mínu. Þetta var miklu ýktara. Hún varð nokkurs konar talsmaður fyrir trúarsamfélagið í Ronneby og ræddi meðal annars við sænska fjölmiðla á sínum tíma. „Ég var í raun hans hægri hönd út á við. Ég var mikill fengur fyrir þetta samfélag af því að ég var norræn og ég þekkti menninguna og samfélagið og ég skildi málið og gat hjálpað öðrum að aðlagast samfélaginu í Svíþjóð. Ég kunni sænsku og gat túlkað og útskýrt og verið milliliður þegar þess þurfti. Hann og fjölskyldan hans nýttu það sérstaklega að ég var með tungumálakunnáttu og lét mig fara yfir alls konar pappíra og texta og umsóknir fyrir sig. Hann vildi giftast mér til að geta notað mig í hitt og þetta sem myndi láta hann líta vel út, nota mig í allskyns forvinnu, sem hann gat síðan tekið heiðurinn af sjálfur.“ Guðlaug segist reglulega hafa fengið að heyra að fjölskylda hennar og vinir á Íslandi, sem eru ekki múslimar, ættu eftir að enda í helvíti. „Hann reyndi að telja mér trú um að yndislega amma mín, sem ég elska svo mikið, ætti eftir að enda í helvíti. Og ég fékk svo að heyra: „En þú átt alla vega mig.“ Hann var stöðugt að nota skilnað sem hótun. „Ef þú skilur við mig, ef þú skilur í annað skipti, hvað heldurðu að allir aðrir séu að fara að segja um þig í samfélaginu?“ Það var allt gert til að halda manni niðri. Hann hélt fjármálunum sínum leyndum og síðar komst ég að því hann hafði gifst annarri konu og svo þeirri þriðju sem átti að búa með honum og vera skráð í kerfið. Sú kona fékk allan hans fókus, vegna þess að hún var frá Sýrlandi og var samþykkt af móður hans.“ Guðlaug var á þessum tíma iðin við að lesa Kóraninn og kynna sér fræðin. „Þó svo að þessi langvarandi kúgun væri búin að brjóta mig niður þá byrjaði ég að finna fyrir einhverri örlítilli gagnrýnni hugsun þarna. Það rann upp fyrir mér ljós: Það er enginn munur á þessum „klassíska“ narsisista sem er ekkert að iðka trúna – og ímam, sem á að vera gangandi dæmi um það hvernig maður á að stunda trúna. Það er enginn munur á framkomu þeirra. Ég var búin að gefa mig alla í þessa trú – og var á sama tíma „refsað fyrir það.“ Ég var bara komin með nóg.“ Hún er hugsi yfir skilaboðum til kvenna innan samfélagsins. „Ef þú ert kona í íslam þá máttu ekki biðja og þú mátt ekki koma við Kóraninn á meðan þú ert á blæðingum, ekki fyrr en þú ert orðin „hrein“ aftur. Ég fór á blæðingar einn mánuðinn og hugsaði með mér: Ég ætla ekki að biðja aftur, ég ætla ekki að byrja aftur á því. Ef ég yfirgef trúna, ef ég trúi ekki á þetta – þá gilda engar af þessum hótunum í trúnni um mig. Þetta er ekki lengur hluti af lífi mínu. Ég þarf ekki að vera hrædd við neitt. Ég er ekki múslimi lengur. Þetta gildir ekki um mig. Ég vissi líka að ef hann myndi reyna að vera með einhvern kjaft, þá myndi hann sömuleiðis þurfa að viðurkenna fyrir öðrum að við værum gift. Þar sem hjónabandið var ekki til á pappír var skilnaðarferlið þar af leiðandi ekki flókið. Ég sendi honum skilaboð: „Við erum skilin. Þú ert búin að fá það sem þú vilt“.“ Þurfti að læra á lífið upp á nýtt Guðlaug og dóttir hennar komust aftur heim til Íslands með hjálp foreldra Guðlaugar. Þetta var í maí árið 2023. Eftir að heim var komið tók við langt og erfitt ferli við að koma undir sig fótunum á ný og takast á við fortíðina. Guðlaug fékk margvíslega aðstoð frá félagsþjónustunni í Reykjavík og Hafnarfirði og segir það hafa verið mikið gæfuskref að komast að í endurhæfingarprógrammi hjá geðheilsuteymi. „Ég ákvað að segja strax já við öllu sem var í boði og fylgja öllu sem var stungið upp á, hvort sem það var sálfræðiþjónusta, líkamsrækt eða annað.Það liðu átján mánuðir frá því ég kom til Íslands og þar til ég var útskrifuð af geðheilsuteyminu. Þegar þú ert svona „all in“ í trúnni þá snýst lífið meira og minna um það, og þá dettur maður óhjákvæmilega frekar mikið úr sambandi við umheiminn. Ég tala ekki um þegar þú ert búin að vera hluti af trú þar sem stöðugt er verið að hamra á það við mann að maður sé fallvaltur og syndugur. Óhjákvæmilega hef ég því þurft að finna sjálfa mig aftur; hver ég er, hvað ég vil og hvað ég stend fyrir sem manneskja. Það er mikill skaði sem situr eftir, sem ég hef þurft að eiga við undanfarin tvö ár.“ Henni finnst hún vera komin mjög langt þegar komi að því að vernda mörkin sín og gildi „Þetta er mikil vinna sem ég hef þurft að gefa mig alla í. Þegar maður er að glíma við áfallastreituröskun eftir langvarandi ofbeldi þá er maður orðinn svo vanur að vera stöðugt í varnarham, og það getur verið erfitt að sleppa tökunum af því. Ég þurfti að hvetja sjálfa mig áfram, tala fallega og uppbyggilega við sjálfa mig. Önnur íbúðin sem ég bjó í eftir að ég kom heim var á Laugarnesinu og ég byrjaði að fara reglulega í göngutúra á Sæbrautinni, til að vera nálægt sjónum og sækja orku þangað. Sitja hjá vitanum. Maður verður að gefa sér biðtímann upp á að leyfa sárunum að gróa. Þú flýtir ekkert fyrir þessu ferli.“ Hún þakkar einni ákvörðunin að hafa náð að stíga stórt skref í bataferlinu. „Besta ákvörðunin sem ég tók í þessu ferli var að vera algjörlega „off radar“ í eitt ár. Ég tók þetta eina ár þar sem ég var ekki að einblína á neitt nema að koma til baka, ég var ekkert að pæla í ástarsamböndum eða neinu slíku. Mér hefur gengið vel að byggja mig upp og ég held að það sé meðal annars vegna þess að ég hef einblínt á að taka bara eitt lítið skref í einu, ég hef þurft að læra rosalega margt upp á nýtt, eins og til dæmis það að hleypa fólki nær mér, og að treysta. Ég hef þurft að þjálfa mig í að vera í kringum fólk, labba fram hjá fólki og heilsa því, kinka kolli til karlmanns úti á götu. Alls konar litlir hlutir.“ Eftir að hún sagði skilið við íslam gat hún gert hluti sem áður voru forboðnir; eins og að elda beikonvafðar kjúklingabringur og horfa á kvikmyndir þar sem naktir karlmannslíkamar komu fyrir á skjánum. „Ég hef líka þurft að læra að gera hluti fyrir mig, ekki út frá einhverjum skyldum eða reglum heldur út frá því að það veiti mér ánægju og gleði.“ Það hafi verið stórt skref að geta gert það. „Ein mikilvægasta hugsunin í gegnum endurhæfinguna var sú að mitt gildi sem einstaklingur er ekki fullkomnað bara vegna þess að ég er með maka við hliðina á mér. Ég get staðið uppi eins og sér og ég er nóg. Ég var áður hrædd við að vera ein, og ég veit að það eru margir hræddir við að enda einir, en mér finnst svo mikilvægt að vernda sálina, vernda virði sitt sem einstaklings. Maður á aldrei að fórna mörkunum sínum eða gildunum sínum fyrir einhvern annan,“ segir Guðlaug og bætir við: Ég skammast mín ekki fyrir að hafa verið í þessum aðstæðum sem ég var í - fyrir að hafa verið múslimi. Ég var á hræðilegum stað, ég var brotin, og ég var dregin inn í þetta. Ekki á móti innflytjendum Guðlaug tekur skýrt fram að það vaki ekki fyrir henni að koma óorði á sjálft fólkið, múslima, með því að deila reynslu sinni. „Þetta er einfaldlega mín persónulega reynsla, byggt á því sem ég hef lent í, séð, heyrt og upplifað. Ég vil ekki nýta söguna mína í að koma með eitthvað skítkast. Ég vil engu að síður sýna fólki hvernig raunveruleikinn er. Það eru öfgar alls staðar, ekki bara í íslam, það eru líka öfgar í kristni, það eru öfgar í heiðni. Það sem ég stend upp gegn hefur ekkert með iðkendurna að gera, heldur trúna sjálfa, því án trúarritanna er ekki hægt að beita svona mikilli kúgun og svona miklu ofbeldi - í nafni trúarinnar. Ég held að margir þeirra sem styðja múslimska samfélagið hafi í raun ekki kynnst sér trúarritið og gera sér ekki grein fyrir að það er munur á fólkinu og ritunum. Það eru ekki allir sem fylgja bókstaflega öllu sem stendur í Kóraninum, en það eru samt þessi ákveðnu ákvæði í trúnni sem eru rituð í Kóraninn og eru skylda og gefa leyfi fyrir ákveðinni hegðun. Það fer eftir því hvað ákvæðin eru stór, hvort þetta sé mikil synd eða mjög slæmt eða minna slæmt.“ Hún tekur einnig fram að hún setji sig ekki upp á móti innflytjendum sem koma hingað til lands og aðhyllast íslamstrú. „En öryggið sem við búum við hérna á Íslandi, sem við höfum alist upp við, er svo ótrúlega dýrmætt og við verðum að standa vörð um það. Við þurfum að standa vörð um þróunina okkar – og ekki síst trúfrelsislögin. Þeir sem koma hingað verða að fylgja lögunum okkar og virða okkar gildi og rætur. Það er einfaldlega svo margt í íslam sem skarast algjörlega á við okkar gildi. Til að mynda viðhorfið gagnvart samkynhneigð, það er litið á samkynhneigð sem verstu syndina og refsingin er aftaka. Þetta er eitt af því sem ég gagnrýni mest við íslam, sérstaklega af því að eldri dóttir mín er samkynhneigð, og líka af því að mér finnst ekkert eins dásamlegt og þegar fólk getur fengið að vera það sjálft; einstaklingseðlið í fólki er svo óheyrilega fallegt.“ Í dag stendur Guðlaug uppi með nýtt líf, nýja trú og óbilandi þor til að tala um það sem aðrir þegja um.Vísir/Anton Brink Fann sig í ásatrúnni „Ég hugsa svo oft til annarra kvenna þarna úti sem eru í sömu aðstæðum og ég var í. Mér finnst svo mikilvægt að koma því á framfæri að ef þú ert brotin fyrir og ekki búin að vinna í andlegu hliðinni – þá eru trúarbrögð ein og sér ekki að fara að redda þér eða lækna þig,“ segir Guðlaug jafnframt. Hún vonast til að saga hennar geti orðið hvatning fyrir aðra þarna úti. „Við sem manneskjur erum oft miklu sterkari en við gerum okkur grein fyrir. Ekki gefa upp vonina. Það koma slæmir dagar inn á milli. Ég nota oft þessa myndlíkingu; það koma stormar en þeir enda líka og svo kemur sólin. En mér finnst líka mikilvægt að nefna að samfélagið má aldrei taka fram hendurnar á fórnarlömbunum, segja þeim hvernig þau eigi að lifa lífinu eða takast á við hlutina. Það er mikilvægt að skilja alla söguna hjá fórnarlömbunum, sjá heildarmyndina, rótina að vandanum. Það þarf að vernda þennan hóp. Það langbesta sem hægt er að gera til að styðja við fórnarlömb er einfaldlega að vera til staðar og hlusta.“ Í dag er Guðlaug ekki lengur múslimi. Hún er orðin ásatrúar. „Ég var í Þjóðkirkjunni þegar ég var yngri en ég hafði skráð mig úr henni þegar ég var komin á fullorðnisár, og varð þá trúleysingi. Ég tók þá ákvörðun þegar ég kom til Íslands frá Svíþjóð að ef trú myndi vera hluti af lífi mínu þá myndi það vera mín ákvörðun, ég myndi taka upp trú á mínum eigin forsendum. Í júní í fyrra, eftir þetta ár þar sem ég var „off-radar“, þá skráði ég mig í Ásatrúarfélagið og þar hef ég fundið mig. Ásatrúin er í raun menningararfurinn okkar, hún stríður aldrei nokkurn tímann gegn okkar gildum. Þetta er yndislegt samfélag sem ég hef kynnst þar. Það er engin bænaskylda eða skyldur um að mæta hér eða þar. Ég hef verið að mæta á opin hús hjá félaginu, líka bara upp á það að vera í kringum fólk, kynnast og spjalla. Ég er virkilega hamingjusöm í dag, þó svo að þessi uppbygging sé hvergi nærri búin, þetta er eilífðarverkefni. Ég er að sinna ástríðunni minni og er komin í meistaranám í málvísindum í HÍ og mig langar að verða háskólakennari í framtíðinni. Ég er afskaplega stolt af börnunum mínum þremur, sem ég kalla alltaf „litlu heimspekingana mína“. Það er yndislegt að sjá þau fullorðnast og þau eru öll að gera svo flotta hluti. Mér finnst minn tími vera kominn núna.“
Trúmál Svíþjóð Geðheilbrigði Helgarviðtal Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira