Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. október 2025 14:01 Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Skattar og tollar Landbúnaður Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Föstudaginn 17. október 2025 skilaði Fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði til Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna svonefnds „bandorms“, frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum í tengslum við fjárlög ársins 2026. Í minnisblaðinu, sem ber heitið Breytingartillaga, er meðal annars fjallað um nánari afmörkun undanþágu dráttarvéla frá vörugjaldi. Í breytingartillögunni er lagt til að þrengja skilgreininguna á því hvað teljist dráttarvél og þannig takmarka undanþáguna. Rökin eru þau að sum fjórhjól sem falla undir vörulið 8701 í tollskrá – dráttarvélar – eigi fremur heima undir vörulið 8703, sem nær til ökutækja gert til fólksflutninga. Með þessu, segir í rökstuðningi ráðuneytisins, sé verið að koma í veg fyrir að tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. En hér er mikilvægt að staldra við. Nauðsynlegur búnaður í daglegu bústörfum Í dag eru fjór- og sexhjól orðin nánast jafn nauðsynlegur búnaður á búum landsins og dráttarvélar. Þau eru ekki lúxus eða frístundatæki heldur nauðsynlegur hluti af daglegum störfum bænda. Þau eru notuð við girðingavinnu, ferðir milli útihúsa, eftirlit með landi og ræktun, búfjárrekstur og við smalamennsku – allt verkefni sem krefjast frekar lipurra og léttari tækja en stórra bifreiða eða hefðbundinna dráttarvéla. Það er því vart hægt að halda því fram að þessi tæki njóti undanþágu „að óþörfu“. Þvert á móti eru þau orðin órjúfanlegur hluti af landbúnaði nútímans og tengdum atvinnugreinum. Réttlát skattameðferð mikilvæg Ef fjórhjól eru í raun notuð með sama hætti og dráttarvélar, ætti eðlilega að líta á þau sem minni tæki til landbúnaðarnota og veita þeim sömu skilyrði og dráttarvélum þegar kemur að vörugjöldum. Það er ekkert réttlæti í því að hækka gjöld á búnað sem þjónar sama tilgangi og nýtist í sömu atvinnustarfsemi – aðeins vegna tæknilegrar flokkunar í tollskrá eða geðþótta einstakra embættismanna. Ég tel að frekari skoðun þurfi á þessari tillögu áður en hún verður lögð fram til afgreiðslu. Í þeirri vinnu þarf sérstaklega að horfa til mikilvægi þessara tækja fyrir bændur og landbúnað sem þegar býr við þröngan rekstrargrundvöll. Fjórhjól og sexhjól eru hluti af þróun landbúnaðarins – dráttarvélar framtíðarinnar í mörgum verkum. Þau eiga ekki að lenda undir hærri gjöldum vegna orðalagsbreytingar í lagatexta, heldur njóta sömu virðingar og sá búnaður sem þau hafa í reynd í mörgum tilvikum komið í staðinn fyrir. Höfundur er sveitarstjóri Dalabyggðar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun „Undirliggjandi verðbólguþrýstingur“ – afsökun fyrir háum vöxtum? Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun