Brunaði austur til að finna litla frænda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2025 19:48 Guðrún Lára er móðursystir Axels. Vísir/Bjarni Móðursystir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði tók sjálf þátt í leitinni að honum, og segist ekki hafa getað setið aðgerðalaus eftir að frændi hennar féll í sjóinn. Hún safnar nú fé fyrir hönd foreldranna. Þeir hafa þurft að standa sjálfir straum af dýru dómsmáli sem tapaðist. Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151 Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fyrr í vikunni ræddi fréttastofa við Katrínu Sjöfn Sveinbjörnsdóttur, móður Axels Jósefssonar Zarioh, sem drukknaði í Vopnafirði eftir að hafa fallið fyrir borð báts á leið í land í hans fyrsta túr á sjó. Foreldrar Axels hafa árangurslaust reynt fyrir tveimur dómstigum að fá miska sinn bættan frá Brimi hf., sem gerði bátinn út. Guðrún Lára, systir Katrínar, tók þátt í leitinni að Axel, sem féll útbyrðis í maí 2020. Hún var í Reykjavík þegar hún frétti af slysinu og tók ákvörðun um að fara austur. „Þetta var svolítil skyndiákvörðun. Ég fór um morgunin, gáði hvað er langt til Vopnafjarðar og það voru sjö tímar. Ég komst þangað á fjórum tímum.“ Það gerði Guðrún með því að keyra norður á Akureyri og fá far með lítilli flugvél austur. „Ég mæti bara á svæðið, eiginlega ekki með neitt, þetta var bara skyndiákvörðun. Ekki beint með aðbúnað til að leita.“ Tók sjálf þátt í skipulagðri leit Björgunarsveitarfólk hafi aðstoðað hana við að komast inn í leitina, sem fór fram á sjó, í fjörum og til fjalla. „Svo fékk ég líka fatnað sem systir mín hafði sent Axel. Þannig að ég leitaði að Axel í hans fatnaði, sem er svolítið svakalegt þegar maður hugsar út í það.“ Afar óvenjulegt þykir að ættingjar taki þátt í leitaraðgerðum sem þessum. „Fyrsta daginn mátti ég ekki taka þátt. Eða, ég fékk að fara fjörurnar. Það var bara svona til að athuga hvernig staðan væri á manni. En ég var þarna bara til að leita að honum, og ég ætlaði bara að koma með hann heim. En það tókst því miður ekki.“ Safnar fyrir kostnaði við dómsmálið Líkt og áður sagði hafa foreldrar Axels tapað málum á hendur Brimi á tveimur dómstigum, en fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn. Því þurftu foreldrar að bera kostnað af rekstri málsins sjálf þar. Þau skoða nú að leita til Hæstaréttar um áfrýjunarleyfi. Guðrún segir það munu reynast dýrt, og hefur því blásið til söfnunar til hjálpar systur sinni. „Bara að reyna að aðstoða hana að einhverju leyti. Þetta er of stórt í höndum á einni manneskju að taka. Þetta var líka hugsað þannig að ef það er peningur umfram þá myndi hann bara fara beint til björgunarsveitanna, til að þakka fyrir okkur.“ Hér að neðan má finna upplýsingar um styrktarreikninginn: Kennitala: 090381-5479Reikningsnúmer: 0123-26-105151
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Björgunarsveitir Tengdar fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00 Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02 Mest lesið Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Landsréttur hefur sýknað Brim hf. og TM tryggingar hf. af skaðabótakröfu foreldra ungs skipverja sem drukknaði á sjó í maí 2020. Dómurinn féllst ekki á að með því að vanrækja öryggis- og eftirlitsskyldu sína gagnvart skipverjanum hafi útgerðin bakað sér skaðabótaskyldu á hendur foreldrunum. 9. október 2025 22:00
Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Lögmaður foreldra sem hafa árangurslaust reynt að sækja bætur til Brims hf. og TM trygginga eftir að sonur þeirra drukknaði á sjó vorið 2020 segir óvíst hvort leitað verði til Hæstaréttar vegna málsins. Hann segir sönnunarstöðu foreldranna í málinu einstaklega erfiða. Brim og TM voru sýknuð af kröfum foreldranna í Landsrétti í vikunni. 11. október 2025 11:02