Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar 24. október 2025 09:01 Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar