Sport

Missir af Ólympíu­leikunum á heima­velli eftir slys á æfingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það eru bara nokkrir mánuðir í Ólympíuleikana og Marta Bassino verður ekki búin að ná sér af meiðslunum þegar þeir hefjast.
Það eru bara nokkrir mánuðir í Ólympíuleikana og Marta Bassino verður ekki búin að ná sér af meiðslunum þegar þeir hefjast. Getty/Pier Marco Tacca

Alpaskíðakonan Marta Bassino varð fyrir miklu áfalli í vikunni eftir að ljóst varð að slys á æfingu myndi ræna hana möguleikann á því að keppa á Ólympíuleikum á heimavelli.

HInn 29 ára gamla Bassino verður frá keppni í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir að hafa brotið fótinn á æfingu. Hún mun því missa af Ólympíuleikunum í vetur.

Ítalska vetraríþróttasambandið (Fisi) tilkynnti á fimmtudag að Bassino hefði gengist undir aðgerð á læknastofu í Mílanó og að hún yrði ekki komin aftur á skíði fyrr en í fyrsta lagi í fjóra til sex mánuði.

Ólympíuleikarnir í Mílanó og Cortina fara fram frá 6. til 22. febrúar, sem þýðir að Bassino getur ekki hafið skíðaæfingar fyrr en í fyrsta lagi í kringum lok Vetrarólympíuleikanna.

Bassino hefur unnið gull á heimsmeistaramótinu í risasvigi og er meðal þeirra bestu í heimi í risasvigi.

Að öllu eðlilegu hefði hún verið sigurstrangleg um baráttu um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×