Viðskipti innlent

Hús­leit hjá Terra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skrifstofur Terra við Berghellu í Hafnarfirði.
Skrifstofur Terra við Berghellu í Hafnarfirði. Terra

Samkeppniseftirlitið lét framkvæma húsleit hjá Terra í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Terra.

Þar segir að málið varði rannsókn eftirlitsins á meintum brotum á samkeppnislögum í tengslum við útboð sveitarfélaga á sorphirðu.

„Stjórnendum Terra kemur málið á óvart og mun fyrirtækið aðstoða yfirvöld af bestu getu við að upplýsa málið og vonar að rannsókn þess ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu frá Terra.

Terra starfar við flokkun, söfnun og endurvinnslu efna og hefur gert frá árinu 1984. Það starfar fyrir fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga að því er segir á heimasíðu fyrirtækisins.  Markmiðið sé umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið. 

Fréttin er í vinnslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×