Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2025 08:44 Þúsundir komu saman í Búdapest í september til að krefjast heiðarlegri stjórnmála. Getty/Balint Szentgallay Gert er ráð fyrir að tugþúsundir munu taka þátt í baráttufundum- og göngum stjórnmálaflokkanna Fidesz og Tisza í Búdapest í Ungverjalandi í dag, en gengið verður til þingkosninga í apríl á næsta ári. Á þessum degi árið 1956 braust út uppreisn háskólanema og annarra stjórnarandstæðinga, sem mótmæltu yfirráðum Sovétríkjanna. Fidesz, stjórnarflokkur forsætisráðherrans Viktor Orbán, var áður á móti Sovétríkjunum en þykir nú hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Fidesz hefur verið við völd frá 2010 en mælist nú með álíka fylgi og Tisza, flokkur Péter Magyar, sem var áður innanbúðarmaður í Fidesz en er nú helsti andstæðingur Orbán. Samkvæmt könnunum óháðra stofnana hefur Tisza um það bil tíu prósenta forskot á Fidesz en hugveitur tengdar stjórnvöldum sýna akkúrat hið andstæða; tíu prósenta forystu Fidesz fram yfir Tisza. Margt getur breyst fram að kosningum, sem verða að óbreyttu spennandi, en einn af fjórum kjósendum er óákveðinn. Meirihluti óákveðinna eru taldir hafa kosið Orbán í vil árið 2022. Magyar hefur sakað Orbán um spillingu, á meðan Orbán hefur lýst andstæðing sínum sem strengjabrúðu yfirvalda í Brussel. Magyer er yfirlýstur stuðningsmaður Úkraínu og Orbán hefur sakað hann um að vilja draga Ungverjaland inn í átökin við Rússa. BBC hefur eftir sérfræðingi við hugveituna Political Capital í Búdapest að kosningarnar verði frjálsar en líklega ósanngjarnar og bendir meðal annars á fjárhagslega ólíka stöðu stjórnarflokksins og stjórnarandstöðunnar. Magyar hefur sakað stjórnvöld um að nota opinbert fé til að greiða niður ýmsan kostnað í kosningabaráttunni og um að hafa í hótunum við fyrirtæki til að fá þau til að hafna andstæðingum sínum um þjónustu. Ungverjaland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Á þessum degi árið 1956 braust út uppreisn háskólanema og annarra stjórnarandstæðinga, sem mótmæltu yfirráðum Sovétríkjanna. Fidesz, stjórnarflokkur forsætisráðherrans Viktor Orbán, var áður á móti Sovétríkjunum en þykir nú hliðhollur Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Fidesz hefur verið við völd frá 2010 en mælist nú með álíka fylgi og Tisza, flokkur Péter Magyar, sem var áður innanbúðarmaður í Fidesz en er nú helsti andstæðingur Orbán. Samkvæmt könnunum óháðra stofnana hefur Tisza um það bil tíu prósenta forskot á Fidesz en hugveitur tengdar stjórnvöldum sýna akkúrat hið andstæða; tíu prósenta forystu Fidesz fram yfir Tisza. Margt getur breyst fram að kosningum, sem verða að óbreyttu spennandi, en einn af fjórum kjósendum er óákveðinn. Meirihluti óákveðinna eru taldir hafa kosið Orbán í vil árið 2022. Magyar hefur sakað Orbán um spillingu, á meðan Orbán hefur lýst andstæðing sínum sem strengjabrúðu yfirvalda í Brussel. Magyer er yfirlýstur stuðningsmaður Úkraínu og Orbán hefur sakað hann um að vilja draga Ungverjaland inn í átökin við Rússa. BBC hefur eftir sérfræðingi við hugveituna Political Capital í Búdapest að kosningarnar verði frjálsar en líklega ósanngjarnar og bendir meðal annars á fjárhagslega ólíka stöðu stjórnarflokksins og stjórnarandstöðunnar. Magyar hefur sakað stjórnvöld um að nota opinbert fé til að greiða niður ýmsan kostnað í kosningabaráttunni og um að hafa í hótunum við fyrirtæki til að fá þau til að hafna andstæðingum sínum um þjónustu.
Ungverjaland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira