Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2025 08:02 Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Kvennafrídagurinn Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Sjá meira
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá kvennafrídeginum, atburði sem enginn efast lengur um að hafi markað þáttaskil í kvenfrelsisbaráttu á Íslandi. Þann dag lögðu konur niður störf, söfnuðust saman og kröfðust jafnréttis og virðingar. Um 90% kvenna á Íslandi gengu út til að sýna fram á mikilvægi kvenna á vinnumarkaði og til að krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar. Bylting sem breytti íslensku samfélagi til frambúðar. Dagurinn í dag er jafnframt alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna, samtaka sem fagna áttatíu ára afmæli á þessu ári. Það er engin tilviljun að þessi dagur varð fyrir valinu árið 1975 þegar ákveðið var að halda fyrsta kvennafríið. Þá hafði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna helgað árið málefnum kvenna – og þar með var lagður grunnur að alþjóðlegri hreyfingu sem hefur síðan haft djúpstæð áhrif á stöðu kvenna um allan heim. Þessi tenging – milli íslensku kvennabaráttunnar og starfa Sameinuðu þjóðanna – hefur verið óslitin frá þeim degi. Það er ástæðan fyrir því að Ísland hefur um áratugaskeið lagt mikla áherslu á jafnrétti í allri sinni utanríkisstefnu og unnið með Sameinuðu þjóðunum að því að gera heiminn öruggari og réttlátari. Hugsjónir friðar, lýðræðis og mannréttinda Þegar Ísland gekk í Sameinuðu þjóðirnar 19. nóvember 1946 sagði Thor Thors, fastafulltrúi Íslands, í ávarpi í allsherjarþinginu við það tilefni: „Íslenska þjóðin byggir líf sitt og framtíð sína á hugsjónum friðar, lýðræðis og mannréttinda, en einmitt þessar háu hugsjónir eru grundvöllur hinna sameinuðu þjóða. Það er fullkomlega ljóst að nú á dögum, með hinum hryllilegu, gjöreyðandi og víðtæku morðtækjum, táknar öryggi minnstu þjóðar heimsins, sama og öryggi stærstu þjóðanna og raunar alheimsins. Þegar húsið brennur einhvers staðar á okkar litla hnetti, getur bálið teygt sig um alla okkar litlu veröld og steypt henni í rústir.“ Það er merkilegt hversu vel þessi orð eiga við enn þann dag í dag. Því jafnvel þótt Sameinuðu þjóðirnar hafi lagt grunn að reglum og kerfum sem tryggt hafa frið, mannréttindi og samvinnu áratugum saman, þá eru blikur á lofti. Stríð geysa, mannréttindi eru brotin og bakslag hefur orðið í jafnréttismálum víða um heim. Jafnvel í ríkjum sem áður voru fyrirmynd annarra. Þess vegna þurfum við nú, líkt og konurnar á Lækjartorgi fyrir fimmtíu árum, að þétta raðirnar og standa vörð um þau gildi sem við byggjum á. Smáríki eins og Ísland á allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að samvinna ríkja haldist traust. Það gildir jafnt í friðarumleitunum, viðskiptum og mannréttindabaráttu – og þar hefur Ísland lagt sitt af mörkum. Við höfum barist fyrir réttindum kvenna og stúlkna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, lagt áherslu á þátttöku kvenna í friðarviðræðum og öryggismálum og unnið að því að útrýma kynbundnu ofbeldi. Ísland situr nú í annað sinn í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og fylgir þannig eftir okkar mikilvægu áherslum. Við eigum ekki að hika við að stíga fram og taka að okkur hlutverk sem öflugt smáríki í samfélagi þjóðanna. Til hamingju, konur Íslands Við Íslendingar urðum fyrst til að kjósa konu þjóðhöfðingja í lýðræðislegri kosningu, Vigdísi Finnbogadóttur, og nú er svo komið að kona er forseti Íslands, öðru sinni, Halla Tómasdóttir. Þá leiða þrjár konur ríkisstjórn í fyrsta sinn, biskup þjóðkirkjunnar er kona, borgarstjóri höfuðborgarinnar er kona og ríkislögreglustjóri er kona. Allt er þetta til marks um þann árangur sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á síðustu árum og áratugum. Enn er verk að vinna en okkar árangur skapar fordæmi sem vonandi getur veitt öðrum innblástur. Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Enn hallar á konur í launum auk þess sem kynbundið ofbeldi og misrétti þrífst því miður í okkar samfélagi. Það er því ekki síst á þessum degi sem við eigum að horfa bæði til baka og fram á veginn. Til baka til þeirra sem stigu fyrstu skrefin, og fram til næstu kynslóða sem treysta því að við höldum áfram. Því án samstöðu og sameiginlegrar ábyrgðar verður engin framþróun. Tvö afmæli – ein barátta Í dag fögnum við tveimur stórum áföngum – fimmtíu ára afmæli kvennafrísins og áttatíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru ekki tvær ólíkar sögur heldur ein og sama saga: sagan um trú á mannréttindin og kraft samstöðunnar. Til hamingju konur Íslands, og til hamingju Sameinuðu þjóðirnar. Ég strengi þess heit að gera mitt til að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur á meðal þjóða þessa heims á sviði mannréttinda, lýðræðis og friðar, Íslandi til gæfu og farsældar. Ég trúi því og treysti að um þetta markmið ríki hér eftir sem hingað til víðtæk sátt á Íslandi. Við eigum að vera stolt af því sem við höfum áorkað, en við vitum líka að verkinu er ekki lokið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun