Hatar hvítu stuttbuxurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2025 07:00 Veronica Kristiansen er ein þeirra handboltakvenna sem eru mjög ósáttar með að þurfa að spila í hvítum stuttbuxum. Getty/Dean Mouhtaropoulos „Burt með hvítar stuttbuxurnar“ er nú orðið að baráttumáli fyrir handboltakonur heimsins þegar styttist í næsta heimsmeistaramót kvenna í handbolta. Norska handboltakonan Veronica Kristiansen er í hópi margra íþróttakvenna sem vilja ekki sjá hvítar stuttbuxur í sinni íþrótt. Kristiansen er jafnframt í hópi þeirra kvenna sem eru þvingaðar í að spila þessum óvinsælu hvítu stuttbuxum. Í sömu stöðu í hverjum mánuði „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil svo sem alveg að þær líti vel út. Við erum aftur á móti konur og lendum í ákveðnum kringumstæðum í hverjum mánuði. Það er því ekki gaman fyrir okkur að spila í hvítum buxum,“ sagði Veronica Kristiansen við NRK. Umræðan um hvítu stuttbuxurnar í kvennaboltanum hefur verið lengi í gangi. Margar þjóðir og mörg félög hafa hlustað á konurnar en svo er ekki staðan í handboltanum. Skiptu yfir í hvítar stuttbuxur Kristiansen er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar. Hún spilar með ungverska liðinu Györ sem hefur spilað þar í grænum buxum en félagið skipti nýverið yfir í hvítar buxur. „Við höfum sagt það svo lengi að við viljum ekki spila í hvítum buxum en það fór ekki lengra en það,“ sagði Kristiansen. „Fyrir mig sjálfa þá er þetta vandræðalegt og niðurlægjandi. Tíðahringurinn er eitthvað sem þú stjórnar ekki. Gerið þið það, í burtu með þessar hvítu stuttbuxur,“ sagði Kristiansen. Eitthvað sem enginn vill Norski landsliðsfyrirliðinn Henny Reistad tekur undir þetta. „Ég er ekki aðdáandi hvítu stuttbuxnanna heldur. Ef það er eitthvað sem enginn vill, þá á að hlusta á það. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Henny Reistad. Frétt hjá norska ríkisútvarpinu um málið. NRK Sport Nú hafa handboltasambönd Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur líka skrifað saman bréf og sent Alþjóðahandboltasambandinu, IHF. Samböndin heimta reglubreytingu hjá IHF fyrir HM kvenna sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Öll lið þurfa að vera bæði með ljósar og dökkar stuttbuxur í sínu búningasetti. Blæðir í gegnum buxurnar „Okkar reynsla segir það að sú regla að þurfa að vera í ljósum stuttbuxum sé tákn um kvenhatur,“ sagði Randi Gustad, forseti norska sambandsins. „Óöryggið sem fylgir því hvort að það blæði í gegnum stuttbuxurnar þínar eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í handbolta,“ sagði Gustad. HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira
Norska handboltakonan Veronica Kristiansen er í hópi margra íþróttakvenna sem vilja ekki sjá hvítar stuttbuxur í sinni íþrótt. Kristiansen er jafnframt í hópi þeirra kvenna sem eru þvingaðar í að spila þessum óvinsælu hvítu stuttbuxum. Í sömu stöðu í hverjum mánuði „Ég hata hvítar stuttbuxur. Ég skil svo sem alveg að þær líti vel út. Við erum aftur á móti konur og lendum í ákveðnum kringumstæðum í hverjum mánuði. Það er því ekki gaman fyrir okkur að spila í hvítum buxum,“ sagði Veronica Kristiansen við NRK. Umræðan um hvítu stuttbuxurnar í kvennaboltanum hefur verið lengi í gangi. Margar þjóðir og mörg félög hafa hlustað á konurnar en svo er ekki staðan í handboltanum. Skiptu yfir í hvítar stuttbuxur Kristiansen er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn í janúar. Hún spilar með ungverska liðinu Györ sem hefur spilað þar í grænum buxum en félagið skipti nýverið yfir í hvítar buxur. „Við höfum sagt það svo lengi að við viljum ekki spila í hvítum buxum en það fór ekki lengra en það,“ sagði Kristiansen. „Fyrir mig sjálfa þá er þetta vandræðalegt og niðurlægjandi. Tíðahringurinn er eitthvað sem þú stjórnar ekki. Gerið þið það, í burtu með þessar hvítu stuttbuxur,“ sagði Kristiansen. Eitthvað sem enginn vill Norski landsliðsfyrirliðinn Henny Reistad tekur undir þetta. „Ég er ekki aðdáandi hvítu stuttbuxnanna heldur. Ef það er eitthvað sem enginn vill, þá á að hlusta á það. Þetta getur verið mjög óþægilegt fyrir okkur,“ sagði Henny Reistad. Frétt hjá norska ríkisútvarpinu um málið. NRK Sport Nú hafa handboltasambönd Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur líka skrifað saman bréf og sent Alþjóðahandboltasambandinu, IHF. Samböndin heimta reglubreytingu hjá IHF fyrir HM kvenna sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi. Öll lið þurfa að vera bæði með ljósar og dökkar stuttbuxur í sínu búningasetti. Blæðir í gegnum buxurnar „Okkar reynsla segir það að sú regla að þurfa að vera í ljósum stuttbuxum sé tákn um kvenhatur,“ sagði Randi Gustad, forseti norska sambandsins. „Óöryggið sem fylgir því hvort að það blæði í gegnum stuttbuxurnar þínar eða ekki er mjög óþægilegt fyrir konur í handbolta,“ sagði Gustad.
HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Sjá meira