Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir og Aleksandra Leonardsdóttir skrifa 22. október 2025 10:32 Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október 1975, fyrir hálfri öld, lögðu um 90% kvenna á Íslandi niður störf og mættu á mótmælafund í Reykjavík og víða um land. Markmiðið var að beina sjónum að mikilvægi starfa þeirra í samfélaginu, bæði launaðra og ólaunaðra, og krefjast sömu réttinda og launakjara og karlar nutu. Þennan dag neyddust karlar til að ganga í störf kvenna og taka að sér barnauppeldi og heimilisstörf. Í kvöldfréttunum mátti sjá gúmmíhanskaklædda karla vaska upp á kaffistofum landsins og viðtöl tekin við mæðulega menn sem margir neyddust til að hafa börnin hjá sér í vinnunni. Fullyrt var að pylsur hefðu selst upp á landinu þennan dag. Óhætt er að segja að konum hafi tekist ætlunarverkið, eins og glöggt mátti sjá í afar áhugaverðri og stórskemmtilegri heimildarmynd Dagurinn sem Íslands stöðvaðist sem sýnd var á RÚV 19. október sl. Dagurinn er sagður hafa markað tímamót í íslenskri kvennabaráttu og upphafið að miklum samfélagslegum framförum sem við nútímakonur njótum góðs af, þakklátar þeim konum sem ruddu brautina. Konur komu saman úr ólíkum áttum, tóku sér pláss og stóðu saman þennan dag þvert á pólitík og landshluta með glæstum árangri og nutu athygli heimspressunnar. En hafa allar konur notið ábatans til jafns? Andi Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur svífur enn yfir vötnum Á útífundinum í Lækjargötu þennan dag flutti Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir verkalýðsleiðtogi innan vébanda ASÍ víðfrægt ávarp sitt og sagðist tala fyrir hönd verkakvenna; þeirra sem hefðu lægstu kjörin, minnsta baklandið og versta aðbúnaðinn. Kvennabaráttan ætti að snúa að þeim, þeirra hag og velferð. Segja má að Aðalheiður hafi áttað sig á því að raunveruleg mælistika jafnréttis í samfélaginu felst í kjörum þeirra sem minnst hafa milli handanna. Verkakonur samtímans Ef Aðalheiðar nyti við í nútímanum myndi hún sjálfsagt beina tali sínu að konum af erlendum uppruna. Konum sem bera uppi grunnstoðir samfélagsins, starfa í ræstingum, við umönnun barna og aldraðra, eru á lægstu laununum, búa við mikið vinnuálag og hafa lítið bakland. Þær fá sjaldan tækifæri til stöðuhækkunar, verða oftar fyrir mismunun og áreitni, njóta ekki þeirrar fræðslu sem í boði er, né fá viðurkenningu á þeirri menntun sem þær oft hafa. Atvinnuþátttaka þeirra er meiri en íslenskra kvenna, þær vinna lengri vinnudag og eru síður í hlutastörfum. Innflytjendakonur búa við margar samfélagslegar hindranir. Málþing ASÍ í Hörpu 24. október nk. kl. 10 – 14 ASÍ ákvað því að nýta þennan merkisdag í íslenskri kvennabaráttu, tileinka hann konum af erlendum uppruna og halda málþing undir yfirskriftinni: Nútíma kvennabarátta - Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Á málþinginu verður sjónum beint aðómetanlegu framlagi þeirra til samfélagsins, áskorunum sem þær mæta og leiðum til að tryggja jöfn tækifæri og gagnkvæma aðlögun. Á málþinginu eru þrjú meginþemu: Láglaunakonur og vanmat kvennastarfa, Viðurkenning á hæfni og menntun - aðgengi að íslenskukennslu og Samfélagsleg ábyrgð og framtíð. Þar koma fram konur af erlendum uppruna sem deila af reynslu sinni, forystumenn og sérfræðingar úr röðum ASÍ og ráðherrar á sviði jafnréttismála og atvinnumála. Útvíkkun kvennabaráttunnar Með þessu vill ASÍ stíga mikilvæg skref til að útvíkka íslenska kvennabaráttu og tryggja að konur af erlendum uppruna verði hluti hennar á eigin forsendum. Konur af erlendum uppruna eru 12% af íslenskum vinnumarkaði og gegna lykilhlutverki í því að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Þrátt fyrir það eru þær oft ósýnilegar og áskoranir þeirra ekki teknar alvarlega. Íslensk kvennahreyfing verður enn sterkari með konur af erlendum uppruna innanborðs. Við þurfum að skapa pláss fyrir nýja reynslu, nýjar raddir og nýjan kraft. Þær leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags og sýna vilja til að taka þátt og tilheyra. Nú er kominn tími til að við stöndum með þeim og berjumst hlið við hlið fyrir jöfnum tækfærum, réttlátari kjörum og betra lífi. Allir eru velkomnir á málþingið á meðan húsrúm leyfir. Að málþingi loknu minnum við gesti á formlega dagskrá Kvennaárs, sögugönguna í Lækjargötu, útifundinn á Arnarhóli sem og aðra viðburði um land allt. Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ og Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun