Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. október 2025 18:28 Sigmundur Davíð er allt annað en sáttur með fermingarfræðsluna á Akureyri. Á myndinni er turn Lindarkirkju, sem tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur stigið inn í umræðuna um kynfræðslu í fermingarfræðslunni í Glerárkirkju. Segir hann að Jesú, María mey, lærisveinarnir og María Magdalena séu svívirt í fræðslunni og gerð að persónum í klámsögu, en klámkennt kennsluefni af þessu tagi í fermingafræðslu sé slíkur yfirgangur að það stappi nærri sturlun. Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja. Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira
Greint var frá því á Akureyri.net í gær að ekki hafi öllum foreldrum staðið á sama eftir fræðslukvöld fermingarbarna í Glerárkirkju í nýliðinni viku, þar sem Sigga Dögg kynfræðingur var með fræðslu. Börnin frædd um mikilvægi sjálfsfróunar Ingþór Örn Valdimarsson greindi frá því að hann hefði sagt dóttur sína úr fermingarfræðslunni eftir fræðslukvöldið, eftir að hafa setið undir því sem hann kallaði Guðlast, undir hlátri og klappi presta kirkjunnar. Meðal annars hafi börnunum verið sagt frá mikilvægi sjálfsfróunar á köldum vetrarkvöldum og ágæti þess að skoða líkama hvert annars, með tilheyrandi glærum. Færsla Ingþórs. Sigga Dögg kynfræðingur svaraði fyrir sig í útvarpsviðtali í gær þar sem hún sagði kynfræðslu fara misvel í fólk. Hún vildi kenna börnum að Jesú fagnaði ástinni og þau megi gera það líka, markmið hennar væri að valdefla börnin. Hún hafi ekkert talað um Maríu mey í fyrirlestrinum. Auk þess hafi fjöldi foreldra og fermingarbarna sem sóttu fræðsluna verið ánægð með hana. „Kynfræðsla fer misvel í fólk, ég fer misvel í fólk. Svo fara kristin gildi misvel í fólk, það er alveg pláss fyrir það. Það er eðlilegt að hlutir fari misvel í fólk,“ sagði Sigga Dögg. Tólf ára börn hvött til tilraunastarfsemi í kynlífi Sigmundur Davíð segir í færslu á samfélagsmiðlum að frásagnirnar af fermingarfræðslunni á Akureyri séu því miður réttar. „...eins súrrealískt og galið það er að 12-13 ára börn í FERMINGARFRÆÐSLU séu þar hvött til hinnar ýmsu tilraunastarfsemi í kynlífi og það í kirkju.“ „Við höfum séð dæmi um ótrúlega klámkennt kennsluefni fyrir börn niður í 7 ára, m.a. í skólum í Reykjavík en það að blanda slíku í fermingarfræðslu er yfirgangur að því marki að það stappar nærri sturlun.“ Viðbrögð presta og annarra sem svara fyrir málið séu síst til þess fallin að bæta það. Þar birtist fyrst og fremst forherðing, skætingur og útúrsnúningar. Þjóðkirkjan þurfi að taka sér tak „Það er gott að við búum í frjálslyndu samfélagi þar sem kynlíf fólks varðar hvorki ríki né kirkju. Fullorðið fólk er og á að vera frjálst til að ræða þessi mál að vild og sinna hugðarefnum sínum svo framarlega sem það brýtur ekki á öðrum og blandar ekki börnum í málið,“ segir Sigmundur. Þjóðkirkjan þurfi hins vegar að fara taka sér tak og ná aftur tengingu við himin eða jörð, helst hvort tveggja.
Þjóðkirkjan Trúmál Akureyri Miðflokkurinn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Sjá meira