Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 21. október 2025 16:02 Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Sundlaugar og baðlón Reykjavík Viðreisn Borgarstjórn Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Klám Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Viðreisn í Reykjavík leggur í dag fram tillögu í borgarstjórn sem miðar að því að bæta þjónustu við alla íbúa höfuðborgarsvæðisins, án þess að það hafi í för með sér aukinn kostnað fyrir sveitarfélögin. Tillagan er einföld í framkvæmd, en gæti haft veruleg áhrif á daglegt líf mörg þúsund íbúa. Hún felur í sér að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti notað sundkortin sín, árskort eða aðgangskort í hvaða sundlaug sem er, óháð sveitarfélagsmörkum. Með öðrum orðum: Sameiginlegt sundkort fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Ef tillagan verður samþykkt í borgarstjórn er næsta skref að hefja formlegt samtal við nágrannasveitarfélögin á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), með það að markmiði að koma á slíku sameiginlegu korti. Þetta er hvorki flókin né dýr tillaga, heldur málefnaleg leið til að auka gæði þjónustu, samnýta innviði og auðvelda fólki að nýta þá fjölbreyttu sundmenningu sem svæðið býður upp á. Sundmenningin sameinar svæðið Höfuðborgarsvæðið er í raun eitt atvinnu- og íbúasvæði. Fólk býr í einu sveitarfélagi, vinnur í öðru og nýtir þjónustu í því þriðja. Það á jafnt við um sundlaugar eins og aðra þjónustu. Margir velja laug eftir aðstæðum, stemningu eða aðstöðu fyrir börn, stundum í Mosfellsbæ, Kópavogi eða Reykjavík. Í dag gilda sundkortin aðeins innan marka þess sveitarfélags sem þau eru keypt í. Það er hvorki í takt við nútímann né raunverulegt líf fólksins sem býr á svæðinu. Það er mikilvægt að undirstrika að tillaga Viðreisnar felur ekki í sér sameiningu sundlauga. Hér er ekki verið að breyta stjórn eða ábyrgð þeirra, aðeins að samræma aðgengi og bæta þjónustu við íbúana. Þetta er þjónustuleg nýbreytni, ekki stjórnsýsluleg breyting. Við vinnum nú þegar saman – af hverju ekki í sundi? Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa í áratugi átt í öflugu samstarfi á mörgum sviðum. Við erum saman með Strætó, Sorpu og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum saman að almannavörnum, velferðarmálum, ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk og skólum fyrir börn með sérþarfir. Við höfum búið til kerfi þar sem þjónusta fer þvert á sveitarfélagamörk og kostnaður er einfaldlega reiknaður út og deilt milli aðila. Þetta er löngu þekkt og vel útfært. Að innleiða sameiginlegt sundkort væri því ekki bylting, aðeins rökrétt framhald af því samstarfi sem þegar er í gangi. Tæknileg atriði sem áður þóttu hindrun eru í dag auðleyst, og greiðslukerfi sveitarfélaganna geta auðveldlega sinnt uppgjöri milli aðila. Fimm ár liðin – tími til að taka skrefið Viðreisn lagði þegar árið 2020 fram sambærilega tillögu á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá var lagt til að svokallað höfuðborgarkort yrði tekið upp, kort sem gilda myndi sameiginlega í sundlaugar, bókasöfn og menningarhús. Tillögunni var vísað til stjórnar SSH. Þá var því haldið fram að verkefnið væri tæknilega flókið. En nú, fimm árum síðar, hefur tækninni fleygt fram. Það sem var einu sinni flókið er í dag sjálfsagt og einfalt. Þess vegna er tími til kominn að stíga þetta næsta skref. Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið er einföld, góð og gagnleg hugmynd til hagsbóta fyrir íbúa, án aukins kostnaðar en felur í sér aukin gæði. Sundið sameinar okkur – það ætti kortið okkar líka að gera. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun