Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 20. október 2025 21:41 Baldur Þórarinsson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, á kynningarfundinum í kvöld. Sigurjón Ólason Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar samkvæmt nýrri könnun. Niðurstöðurnar voru kynntar í tengslum við íbúafund á Kjalarnesi í kvöld, þeim fyrsta af þremur í borginni vegna Sundabrautar. Í niðurstöðum könnunarinnar sem Maskína vann fyrir Vegagerðina kemur fram að ríflega 47 prósent voru mjög hlynnt og 28,5 prósent frekar hlynnt Sundabrautinni. Vegagerðin/Maskína Um fimmtungur Grafarvogsbúa telur að þeir muni nýta Sundabrautina daglega og 38 prósent segja að þeir muni nota hana einu sinni til fimm sinnum í viku. Flestir sem eru andvígir Sundabrautinni búa í Grafarvogi, eða fjórtán prósent. Baldur Þórarinsson, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir að mikill meirihluti íbúa á Kjalarnesi sé hlynntur verkefninu. „En auðvitað verður aldrei hundrað prósent sátt um svona stór verkefni,“ sagði Baldur við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Sýnar, en þeir voru staddir á kynningarfundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Eflu á Kjalarnesi. „Þetta var forsenda sameiningar við Reykjavíkurborg árið 1998 og lofað að þetta yrði opnað árið 2001 af þáverandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu.“ Baldur segir að íbúarnir hafi beðið lengi eftir brautinni sem skafi um tuttugu mínútur af hverri ferð á milli borgarinnar og Kjalarness. Þá telur hann að byggðin muni þróast í norðurátt, meðal annars vegna ítrekaðra eldgosa á Reykjanesskaganum. Hátt í eitthundrað manns sóttu kynningarfundinn sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Efla héldu í Klébergsskóla á Kjalarnesi í kvöld.Sigurjón ólason Hann vonar að andstaða íbúa í Laugardalnum og í Grafarvoginum tefji ekki verkefnið. „Ég vil vera svo bjartsýnn að ég vona að það verði ekki, en það eru ekki allir jafn bjartsýnir og ég. Fólk hefur ekki trú á að þetta sé að fara gerast margir hverjir en ég vil fara trúa að þetta sé að fara gerast,“ segir Baldur. Næstu kynningarfundir um Sundabraut verða á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, þriðjudag, klukkan 17:30, og í Borgaskóla á miðvikudag klukkan 17:30. Sundabraut Vegagerð Reykjavík Samgöngur Skipulag Vegtollar Mosfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Í niðurstöðum könnunarinnar sem Maskína vann fyrir Vegagerðina kemur fram að ríflega 47 prósent voru mjög hlynnt og 28,5 prósent frekar hlynnt Sundabrautinni. Vegagerðin/Maskína Um fimmtungur Grafarvogsbúa telur að þeir muni nýta Sundabrautina daglega og 38 prósent segja að þeir muni nota hana einu sinni til fimm sinnum í viku. Flestir sem eru andvígir Sundabrautinni búa í Grafarvogi, eða fjórtán prósent. Baldur Þórarinsson, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir að mikill meirihluti íbúa á Kjalarnesi sé hlynntur verkefninu. „En auðvitað verður aldrei hundrað prósent sátt um svona stór verkefni,“ sagði Baldur við Kristján Má Unnarsson, fréttamann Sýnar, en þeir voru staddir á kynningarfundi Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Eflu á Kjalarnesi. „Þetta var forsenda sameiningar við Reykjavíkurborg árið 1998 og lofað að þetta yrði opnað árið 2001 af þáverandi borgarstjóra, Ingibjörgu Sólrúnu.“ Baldur segir að íbúarnir hafi beðið lengi eftir brautinni sem skafi um tuttugu mínútur af hverri ferð á milli borgarinnar og Kjalarness. Þá telur hann að byggðin muni þróast í norðurátt, meðal annars vegna ítrekaðra eldgosa á Reykjanesskaganum. Hátt í eitthundrað manns sóttu kynningarfundinn sem Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Efla héldu í Klébergsskóla á Kjalarnesi í kvöld.Sigurjón ólason Hann vonar að andstaða íbúa í Laugardalnum og í Grafarvoginum tefji ekki verkefnið. „Ég vil vera svo bjartsýnn að ég vona að það verði ekki, en það eru ekki allir jafn bjartsýnir og ég. Fólk hefur ekki trú á að þetta sé að fara gerast margir hverjir en ég vil fara trúa að þetta sé að fara gerast,“ segir Baldur. Næstu kynningarfundir um Sundabraut verða á Hilton Reykjavík Nordica á morgun, þriðjudag, klukkan 17:30, og í Borgaskóla á miðvikudag klukkan 17:30.
Sundabraut Vegagerð Reykjavík Samgöngur Skipulag Vegtollar Mosfellsbær Umhverfismál Tengdar fréttir Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sundabrú, sem Vegagerðin mælir með að verði reist yfir Kleppsvík, minnir um margt á Tromsøbrú, helsta kennileiti Tromsø, stærstu borgar Norður-Noregs. Brýrnar yrðu álíka langar og álíka háar, báðar steinsteyptar á súlum og ekki ósvipaðar útlits. 19. október 2025 07:37
Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. 15. október 2025 22:00